Gleðilegt ár!

Ljósmynd tekin | Photo date: 31.12.2017

Birt í Stóðið / The flock | Merkt , , , ,

Ungviðið í ágúst

Það er ekki seinna vænna að setja inn nokkrar sumarmyndir af folöldunum. Fregn (f. 2. júní) og Spurn eru nú komnar aftur heim í Melaleiti eftir heimsókn til Álfarins í Syðri-Gegnishólum. Hin folöldin í ár, Ofursti (f. 21. júlí) og Áróður (f. 7. ágúst), dafna vel og tóku vel á móti nýjum félaga. Það er mikið hlaupið um á kvöldin en þessar myndir voru teknar á dögunum.

  Man må hellere skynde sig at vise nye fotos af sommerens føl der vokser så hurtigt. Fregn (f. 2. juni) og Spurn er tilbage i Melaleiti efter besøg til ÁlfarinnSyðri-Gegnishólar. De to andre føl: Ofursti (f. 21. juli) og Áróður (f. 7. august), trives godt og hilste den nye legekammerat velkommen. Der er meget galoperet hver aftenen!

  It’s time to bring out new photos of the fast growing foals that were born this summer. We have brought back to Melaleiti Spurn and Fregn (b. 2. June), after a visit to Álfarinn in Syðri-Gegnishólar. The other two foals: Ofursti (b. 21. July) og Áróður (b. 7. August), were only happy to meet a new friend.

Fyrir ofan | Ovenfor | Above: Árún og Áróður.
Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Birt í Folöld / Foals 2017, Merar / Mares | Merkt , , , , , , , , , ,

Áróður frá Melaleiti

Eftir langa bið kastaði Ágústínusardóttirin Árún frá Mosfelli brúnstjörnóttu hestfolaldi á frídegi verslunarmanna, 7. ágúst. Folaldið hefur hlotið nafnið Áróður frá Melaleiti. Áróður er undan Sirkusi frá Garðshorni (8.61) sem stóð efstur í flokki 4. vetra stóðhesta á síðasta landsmóti á Hólum. Auk augljósrar tilvísunar í hreinan áróður vísar nafnið til eldri merkingar orðsins og fæðingarstaðarins, Skálatungu, sem áður var byggð, en þaðan máttu ábúendur sækja sjóinn sér til viðurværis.

  Vi har ventet længe på at Ágústínus-datteren Árún fra Mosfell ville fole. Tidligt om morgenen den 7. august mødte Árún så op med et sort hingsteføl, dekoreret med en lille stjerne. Føllet der har fået navnet Áróður fra Melaleiti er efter den høj-kårede Sirkus fra Garðshorn (8.61). Navnet Áróður har flere betydninger men den mest almindelige er Propaganda eller Agitation, så på dansk kunne navnet være Agent eller Forkynder. En anden betydning  at ro på – henviser også til fødestedet i Melaleiti, Skálatunga, som førhen var bygget af folk der måtte hente sit livsophold fra havet.

  At last! Early morning on August 7th, Árún from Mosfell (sire: Ágústínus) met up with a black colt, decorated with a little star. The foal’s name is Áróður from Melaleiti, and the sire is the high-evaluated stallion, Sirkus from Garðshorn (8.61). The name Áróður has several meanings, the most common being Propaganda or Agitation, although it has a milder tone in Icelandic. Another and older meaning of the word – to row for – suited the birthplace: Skálatunga in Melaleiti, where fishermen’s shacks stood in the olden days and wherefrom the residents took their boats to sea.

Birt í Folöld / Foals 2017, Merar / Mares | Merkt , , , , , ,

Ofursti frá Melaleiti

Að morgni 21. júlí, í blæjalogni og súld, kastaði Ofgnótt þessu myndarlega folaldi: rauðum tvístjörnóttum hesti, sem hefur fengið nafnið Ofursti. Ofursti er undan Gregoríusi frá Melaleiti.

  Det var fin regn og helt vindstille om morgenen den 21. juli da Ofgnótt folede. Det blev et stort rødt hingsteføl med stjerne og snip. Vi har leget lidt med hoppens navn denne gang: Ofgótt fik Ofursti, men navnet betyder Oberst. Faren er en af vores egne hingste, Gregoríus fra Melaleiti.

  We have been waiting a while for the second foal to be born this summer. Yesterday morning, in calm weather and fine drizzle of rain, Ofgnótt (Abundance) had a big red colt with a star and a snip. The name Ofursti, means Colonel. The sire is our stallion, Gregoríus from Melaleiti.

 

Birt í Folöld / Foals 2017 | Merkt , , , ,

Bagall í Melaleiti

Bagall hljóp ánægður út í frelsið og grænu grösin í Melaleiti í gær. Ekki spillti gleðinni að hann fékk að hafa eina hryssu hjá sér. Bagall er 6 vetra stóðhestur og hér má sjá fleiri myndir og lesa meira um hann.

  Bagall nød frihed og grønne marker ved hjemkomst til Melaleiti i går. Et selskap af en hoppe gjorde besøget ikke ringere. Bagall er gråskimmel 6 årig hingst, med blis og hvide sokker (bærer af splash-white). Her kan man læse mere om Bagall og se flere fotos.

  Bagall enjoyed freedom and the green fields of Melaleiti farm when turning back for a visit. A comforting company of a mare made his day perfect, it seemed. Bagall (Crozier) is 6 years old grey stallion, with blaze and white socks. See more photos and information on Bagall here.

Birt í Stóðhestar / Stallions | Merkt , , , , ,

Sumardagar

Eftir óþurrkatíðina í júní gátum við loksins hafið þurrheyskap í byrjun júlí. Hér má sjá nokkrar stemningsmyndir frá Melaleiti í blíðunni þegar veðrið lék við menn og skepnur.

  Så kom solen endelig frem efter en regnfuld junimåned! I Melaleiti fik vi startet høstning af hø og unghestene blev drevet på nye udmarker.

  June was exceptionally rainy so we first started the haymaking at the farm when July finally brought us sunny days. We like the hay for our horses to be green and dry, the best forage. One fine sunny day the young horses were also driven to new pastures – see photos below.

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Birt í Melaleiti / The farm, Stóðið / The flock | Merkt , , ,

Fregn frá Melaleiti

Fyrsta folald ársins 2017 í Melaleiti leit dagsins ljós 2. júní. Það er rauðjörp meri, tvístjörnótt, sokkótt á afturfótum og hringeygð á vinstra auga. Folaldið hefur fengið nafnið Fregn frá Melaleiti. Móðirin er Spurn frá Melaleiti, faðirinn er Lexus frá Vatnsleysu. Spurn er í eigu Stutteri Ahl á Jótlandi, sem er rekið af systur Vilhjálms, Svövu Svansdóttur og eiginmanni hennar, Jesper Viskum Madsen. Folaldið Fregn eigum við í félagi með þeim.

  Så har vi en god nyhed! Spurn fra Melaleiti folede den 2. juni. Et rødbrunt hoppeføl med stjerne og snip, hvide sokker på bagben og et glasøje (hringeygð), d.v.s. med en ring i venstre øje. Faren er Lexus fra Vatnsleysa. Føllet har fået navnet Fregn fra Melaleiti. Spurn ejes af Stutteri Ahl i Ebeltoft, der drives af Vilhjálmurs søster, Svava Svansdóttir og hendes mand Jesper Viskum Madsen. Føllet Fregn (Nyhed) ejer vi i fællesskab med dem.

  We’ve got good news! This years first foal is here. The dam is Spurn from Melaleiti, sire Lexus from Vatnsleysa. The foal is a red bay mare, with a star and a snipe, white socks on the hind legs, glass-eyed on the left. We gave this colorful mare the name Fregn from Melaleiti. Fregn means news. The mother, Spurn, is owned by Stutteri Ahl in Denmark, which is driven by Vilhjálmur’s sister Svava Svansdóttir and her husband Jesper Viskum Madsen.

Birt í Folöld / Foals 2017, Melaleiti / The farm, Merar / Mares | Merkt , , , , , ,