Fregn frá Melaleiti

Fyrsta folald ársins 2017 í Melaleiti leit dagsins ljós 2. júní. Það er rauðjörp meri, tvístjörnótt, sokkótt á afturfótum og hringeygð á vinstra auga. Folaldið hefur fengið nafnið Fregn frá Melaleiti. Móðirin er Spurn frá Melaleiti, faðirinn er Lexus frá Vatnsleysu. Spurn er í eigu Stutteri Ahl á Jótlandi, sem er rekið af systur Vilhjálms, Svövu Svansdóttur og eiginmanni hennar, Jesper Viskum Madsen. Folaldið Fregn eigum við í félagi með þeim.

  Så har vi en god nyhed! Spurn fra Melaleiti folede den 2. juni. Et rødbrunt hoppeføl med stjerne og snip, hvide sokker på bagben og et glasøje (hringeygð), d.v.s. med en ring i venstre øje. Faren er Lexus fra Vatnsleysa. Føllet har fået navnet Fregn fra Melaleiti. Spurn ejes af Stutteri Ahl i Ebeltoft, der drives af Vilhjálmurs søster, Svava Svansdóttir og hendes mand Jesper Viskum Madsen. Føllet Fregn (Nyhed) ejer vi i fællesskab med dem.

  We’ve got good news! This years first foal is here. The dam is Spurn from Melaleiti, sire Lexus from Vatnsleysa. The foal is a red bay mare, with a star and a snipe, white socks on the hind legs, glass-eyed on the left. We gave this colorful mare the name Fregn from Melaleiti. Fregn means news. The mother, Spurn, is owned by Stutteri Ahl in Denmark, which is driven by Vilhjálmur’s sister Svava Svansdóttir and her husband Jesper Viskum Madsen.

Birt í Folöld / Foals 2017, Melaleiti / The farm, Merar / Mares | Merkt , , , , , ,

Vor í Melaleiti

Það er langt síðan við höfum sagt fréttir af hrossunum okkar í Melaleiti og því koma hér nokkrar stemningsmyndir úr vorinu. Allt grænkar og vex og hrossin koma vel undan vetri.

Þrjár fylfullar merar bíða þess að kasta í hólfi við Skálalæk. Á myndinni hér fyrir ofan er Árún frá Mosfelli sem er undan Ágústínusi frá Melaleiti. Hún er fengin við Sirkusi frá Garðshorni. Fyrir neðan er fremst Spurn frá Melaleiti, sem er fengin við Lexusi frá Vatnsleysu og þar fyrir aftan Ofgnótt (rauðblesótt), fengin við Gregoríusi frá Melaleiti.

Fyrr í mánuðinum voru gjafahóparnir þrír sameinaðir og hleypt í sumarhaga, eftir ormahreinsun, hófsnyrtingu og annað sem gera þarf eftir veturinn. Þar með talin var gelding á eina hestfolaldi síðasta árs.

  Det er snart lang tid siden vi har bragt nyheder om vores hesteflok i Melaleiti, så her kommer nogle forårsfotos.

Vi har tre hopper der skal fole i år. Den ene er Árún fra Mosfell (skimmel, foto for oven) – datter af Ágústínus fra Melaleiti, drægtig ved Sirkus fra Garðshorn. Så er det Spurn fra Melaleiti (brun vindott), der er drægtig ved Lexus fra Vatnsleysa og den tredje er Ofgnótt (rød med blis) der blev bedækket af vores egen hingst, Gregoríus fra Melaleiti.

Tidligere i maj forenede vi de tre flokke vi har fodret adskilt i vinter og drev dem ud på sommermarkerne efter at vi havde klippet hove, ormebehandlet og kastreret det ene hingsteføl fra sidste år.

  It’s been a while since we’ve reported news about our horses in Melaleiti, so here are just a few snapshots from early May.

The fields are getting lush and green and three mares are waiting for their time to foal. Above is Árún (grey) from Mosfell, daughter of Ágústínus from Melaleiti. She is to have a foal sired by Sirkus from Garðshorn. Below is Spurn from Melaleiti (silver dapple bay), to have a foal sired by Lexus from Vatnsleysa and the third Ofgnótt (red with blaze), with foal sired by Gregoríus from Melaleiti.

We have also collected the three groups of horses that are winter fed in Melaleiti, and driven to summer fields for grazing. First giving them all a thorough check, cutting hooves, worming and other things needed after the winter, including castrating the only colt from last year.

 

Birt í Melaleiti / The farm, Merar / Mares, Stóðið / The flock | Merkt , , , , , , ,

Ný gerð af mélum

barley-bits

Byggmél til meðhöndlunar á sumarexemi / Byg-bidsel til behandling af sommereksem / Barley-bits for treatment of IBH. Mynd/photo: © Sigurbjörg Þorsteinsdóttir

Mélin á myndinni hér að ofan eru ekki hugsuð til að ríða hrossum við – heldur eru þau hönnuð af sumarexemshópnum á Keldum til þess að bólusetja hross gegn sumarexemi (SE) um munn, með byggi sem tjáir ofnæmisvaka úr smámýi. Sumarexem er húðofnæmi sem smámý af ættkvíslinni Culicoides valda. Þegar hestar eru bitnir af smámýinu, mynda sumir þeirra svokölluð IgE-mótefni gegn próteinum úr bitkirtlum smámýsins og í kjöfarið fara húðofnæmisbreytingar að koma fram á hestunum. Ofnæmið er óþekkt á Íslandi þar sem smámý hefur ekki verið að finna hérlendis.

Á Tilraunastöðinni á Keldum er verið að þróa ónæmismeðferðir gegn SE og voru mélin hönnuð til að bólusetja hross um munn með byggi. Byggplöntur eru erfðabættar þannig að ofnæmisvakann (Cul n 2) úr bitkirlum smámýsins er að finna í kjarna byggfræjanna. 

Í nýrri grein sem við og samstarfsmenn okkar hjá Orf líftækni og við dýralæknaháskólann í Bern í Sviss birtum í Equine Veterinary Journal, segir af þessum tilraunum á hestum á Tilraunastöðinni á Keldum. Hestarnir í tilrauninni voru ýmist meðhöndlaðir með Cul n 2 byggmjölsblöndu eða blöndu úr óbreyttu byggi til samanburðar. Rannsóknin sýndi að hestarnir sem fengu Cul n 2 bygg mynduðu sértækt IgG1 og IgG4/7 mótefnasvar gegn ónæmisvakanum. Og það sem meira er um vert, í mótefnaprófum gátu mótefnin sem Cul n 2 bygghestarnir mynduðu hindrað IgE-ofnæmismótefni í blóði sumarexemshesta að bindast Cul n 2 ofnæmisvakanum. Engin slík virkni fannst hjá samanburðarhestunum.

Þessi tilraun vekur vonir um að hægt sé að nýta þessa bólusetningarleið til lækninga á hrossum sem komin eru með sumarexem en mögulega líka sem forvarnarbólusetningu fyrir hesta hérlendis sem eru á leið á erlenda grund.

Hjá samstarfsmönnum okkar við Cornell háskólann í Bandaríkjunum eru hafnar tilraunir sem lofa góðu til meðhöndlunar á íslenskum sumarexemshrossum með þessari aðferð.

bygg2

Bygg / Byg / Barley – Mynd/photo: © Sigurbjörg Þorsteinsdóttir

  Spiral-bidslet på billedet ovenfor er tænkt til træning af heste – ikke ridetræning – men træning af hestens immunforsvar mod sommereksem (SE). Sommereksem er et hud-allergi der myg af slægten Culicoides forårsager hos heste. Når mygget bider heste danner en del af hestene IgE-antistoffer rettet mod proteiner í myggets spyt og som følge ses symptomer på SE. Sommereksem er ukendt hos heste i Island idet myggen findes ikke, men er specielt stort problem hos heste der eksporteres fra Island.

På Institut for Eksperimental Patologi på Keldur arbejder vi på at udvikle immunterapi mod SE. Spiral-bidslet blev designet for behandling af heste gennem slimhinden i munden med genmodifiseret byg hvor kærnerne indholder allerget Cul n 2 fra mygget. En nylig artikel i Equine Veterinary Journal beskriver disse byg-via-mund eksperimenter der blev lavet i samarbejde med ORF Genetics i Island og Universitetet i Bern i Schweiz.

Hestene i forsøget blev enten behandlet med Cul n 2-bygmelblanding eller umodifiseret bygmelblanding. Hestene der fik Cul n 2 bygmelet dannede IgG1 og IgG4/7 antistoffer mod Cul n 2 proteinet men ikke dem der kun fik almindeligt byg i bidslet. Ved undersøgelse af de antistoffer, Cul n 2-byghestene dannede, var disse i stand til at hindre IgE-antistoffer fra SE-heste i at bindes til Cul n 2 proteinet. Hvilket er af stor betydning i behandlingsøjemed. Forsøget vækker håb om at behandlingen kan anvendes til helbredelse af SE-heste men også evt. som forbyggende behandling af heste i Island der skal eksporteres.

De første behandlingsforsøg af islandske heste med sommereksem er begyndt hos vores samarbejdspartnere ved Cornell Universitet i USA hvor de første resultater fra behandlingen ser foreløbig lovende ud.

namminammraudur

Byggmél til meðhöndlunar á sumarexemi / Byg-bidsel / Barley-bits. Mynd/photo: © Sigurbjörg Þorsteinsdóttir

  The spiral-bits in these photos is designed for the training of horses – not riding training – but for training the horse’s immune system to cope with insect bite hypersensitivity (IBH) also known as sweet itch.

IBH is an antibody IgE-mediated allergic skin disease of horses caused by biting midges of the genus Culicoides. The midges are not found in Iceland and therefore the disease does not occur there. All breeds of horses can be affected, but Icelandic horses born in Iceland and exported to a Culicoides infested environment are more strongly affected than most other horses. The spiral-bridle was designed for the treatment of horses, through the lining of the mouth, with transgenic barley designed to store the midge Cul n 2 allergen in its seed.

At the Institute for Experimental Pathology at Keldur we are working on development therapeutic and/or prophylactic vaccine for IBH. A recent article in the Equine Veterinary Journal describes the outcome of these experiments which were done in collaboration with ORF Genetics Ltd. in Iceland and the University of Berne in Switzerland.

In the experiment, healthy horses in Iceland got treated with the spiral-bits filled with Cul n 2-barley meal but the control horses got meal from unmodified barley in the bits. The Cul n 2-horses responded to the treatment by making a specific IgG-antibody response in the blood and saliva. The antibodies produced could inhibit IgE antibodies from IBH-horses to bind to the allergen as well as to the corresponding allergen from another Culicoides species. This pilot study indicates that oral treatment with barley expressing allergens could be a promising option for treatment of IBH and maybe also be used as prophylactic treatment against insect bite hypersensitivity of horses in Iceland that are to be exported.

Our co-workers at the Cornell University have now started a pilot treatment study with this approach on IBH-horses in their herd of Icelandic horses and up to this point the preliminary results are promising.

Birt í Fróðleikur / Health & Science | Merkt , , , , , , , ,

Á þrettándanum

viljahestar8-6jan17

Á þrettándanum var kyrrð og ró yfir trippum og folaldsmerum í Melaleiti, rétt eins og veðrinu, sem hefur annars verið risjótt. Hér fyrir ofan er Feikn frá Melaleiti, undan Ofgnótt frá Melaleiti og Massa frá Melaleiti.

  I Melaleiti havde hopper, føl og plage en stille helligtrekongersdag efter storm- og regnfulde dage. Her oven for er Feikn, efter Ofgnótt fra Melaleiti og Massi fra Melaleiti.

  We have had all kinds of weather at the farm on the first days of the new year, but last Friday light frost and calm wind made the day for our horses. Above is Feikn (2015), her dam is Ofgnótt from Melaleiti, sire Massi from Melaleiti.

viljahestar2-6jan17

Liður, Ritning, Feikn og Gáfa

Liður (2016 – m. Runa, f. Ísak frá Dýrfinnustöðum), Riting (2o16 – m. Messa f. Ísak frá Dýrfinnustöðum), Feikn (2015 – m. Ofgnótt, f. Massi frá Melaleiti) Gáfa (2015 – m. Glás f. Hvinur frá Blönduósi).

viljahestar4-6jan17

Spurn frá Melaleiti (2009)

Hér fyrir ofan er Spurn frá Melaleiti sem er fengin við Lexus frá Vatnsleysu. Afkvæmi þeirra gæti fengið skemmtilegan lit – en báðir foreldrar bera slettuskjótta genið auk þess sem móðirin gæti gefið vindóttan lit.

  Oven for: Spurn fra Melaleiti er drægtig efter Lexus fra Vatnsleysa. Det kan give en spændende farve eftersom begge to er bærere af det splashbrogede gen og desuden kunne Spurn give vindott farve til sit afkom.

  Above: Spurn from Melaleiti is in foal. The expected offspring is after Lexus from Vatnsleysa. Both parents are carriers of the splash-white gene and Spurn has the silver dapple gene.

Birt í Folöld / Foals 2016, Hestalitir / Horse colors, Melaleiti / The farm, Merar / Mares, Stóðið / The flock | Merkt , , , ,

Áramótakveðja!

aramot2017viljahestar

Mynd | Birt þann by | Merkt , ,

Hugsuður í ágúst

HugsuðurAug2016-2

Hugsuður frá Melaleiti er sex vetra stóðhestur undan Ágústínusi sem við eigum í félagi með Ævari Erni Guðjónssyni. Hugsuður hefur verið í góðri framför frá því Ævar fékk hann til sín síðastliðið haust, fremur lítið gerðan. Hann líkist föður sínum á margan hátt, ekki hvað síst á brokki. Hérna eru nokkrum myndum af þeim félögum sem teknar voru á dögunum á völlunum í Spretti.

Hugsuður fra Melaleiti er en 6 årig hingst vi ejer i fællesskab med Ævar Örn Guðjónsson der driver træningsstation i Sprettur. Hugsuður er efter Ágústínus fra Melaleiti og ligner sin far på mange måder. Hugsuður er en lovende firgænger, med god tölt og fabelagtig trav. Her er nogle billeder der blev taget for et par uger siden.

Hugsuður from Melaleiti is a six year old stallion from our breeding. Hugsuður’s sire is Ágústínus from Melaleiti and in many ways he takes after his father, specially in the trott. Following are few pictures of Hugsuður and his trainer Ævar Örn Guðjónsson,  taken couple of weeks ago at the tracks in Sprettur.

Photo date | Myndir dags 14. 08 2016.
Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Birt í Stóðhestar / Stallions, Tamningar / Training | Merkt , , , , ,

Töðugjöld 2016

Slattur2016-1-Viljahestar

Við lukum heyskap í Melaleiti 9. ágúst, en veðurblíðan hefur verið einstök í sumar og heyin eftir því góð. Það verður gaman að fóðra hrossin með þessum kosti næsta vetur.

  Så har vi høstet vinterfoder af markerne i Melaleiti. Vi pakker høet i wrapballer, men som vanligt tørrer vi det godt inden, med minimum ensilering. Sommeren har været solrig og varm og vi mener at vi har høstet supergodt foder i år til vores heste.

  We had “töðugjöld”, the celebration of the end of hay harvesting, on the evening of August 9th this year. Haymaking is over and we have enjoyed a sunny and warm summer, resulting in stacks of fine hay for our horses next winter: green, dry and rich.

Slattur2016-2-Viljahestar

Slattur2016-3-Viljahestar

Birt í Melaleiti / The farm | Merkt , , ,