Rustikus frá Dýrfinnustöðum

Rustikus frá Dýrfinnustöðum sumarið 2019

🇮🇸 Leiðir lágu norður í Skagafjörð um helgina sem leið og þá var tækifærið nýtt til að prófa Rustikus frá Dýrfinnustöðum og taka út tamninguna hjá Björgu Ingólfsdóttur þar á bæ. Rustikus er í sameiginlegri eigu okkar og Ingólfs á Dýrfinnustöðum og er undan Erilsdótturinni Heklu frá Eskifirði (8.30) og heiðursverðlaunahestinum Hágangi frá Narfastöðum (8.31). Við félagarnir erum prýðilega ánægðir með tamninguna og folann, sem er léttstígur, hreingengur og viljugur, eins og hann á kyn til.

Þessa sömu helgi fór Björg með bróður Rustikusar að móður, Straum frá Eskifirði í sína fyrstu keppni og komst þar í A-úrslit í fjórgangi ungmenna. Til gamans má geta að með þeim í úrslitunum var einnig annar keppnishestur sem á ættir að rekja til sama forföður, Erils frá Kópavogi, en það var Ösp frá Narfastöðum undan Erlu frá Narfastöðum (8.17).

🇩🇰 Da turen gik til Skagafjörður forleden weekend var lejligheden også benyttet til at besøge Dýrfinnustaðir hvor hingsten Rustikus har været i træning hos Björg Ingólfsdóttir. Rustikus, der er efter Erilsdatteren Hekla frá Eskifjörður (8.30) og Hágangur frá Narfastaðir (8.31), ejer vi sammen med Björg’s far, Ingólfur Helgason. Ejerene var godt tilfreds med træningen hos Björg og hesten, der foruden at være godt bygget viser fine rideegenskaber, er villig og stabil med fem klart adskildte gangarter.

Samme weekend tog Björg, en anden søn af Hekla, Straumur fra Eskifjörður i sin første stevne hvor de opnåde deltagelse í A-finalen V1 firgang for ungrytter. I A-finalen var også en anden deltager af samme stamfader, men det var Ösp fra Narfastaðir efter Erla fra Narfastaðir (8.17), datter af Erill.

🇬🇧 A trip to Skagafjörður last weekend also included a visit to Dýrfinnustaðir where the young stallion Rustikus has been in training by Björg Ingólfsdóttir. Rustikus, who we own together with Björg’s father, Ingólfur Helgason at Dýrfinnustaðir, is son of the honorary prized breeding stallion Hágangur from Narfastaðir (8.31) and Hekla from Eskifjörður (8.30), daughter of Erill from Kópavogur. The owners were well pleased with Björg’s training of Rustikus. In addition to being well built, Rustikus has a stable mind, shows fine riding qualities and has five clear gaits with promising movements.

The same weekend Björg took Rustikus brother by mother, Straumur from Eskifjörður, to his first competition where they made it to the V1 Four-Gait A-Final for junior riders. In the A-final an other descendant of Erill participated also i.e. Ösp from Narfastaðir who is an offspring of the well known competition and breeding mare Erla from Narfastaðir (8.17).

Rustikus frá Dýrfinnustöðum

🇮🇸 Rustikus frá Dýrfinnustöðum (2017) er undan heiðursverðlaunahestinum Hágangi frá Narfastöðum (8.31) og Erilsdótturinni Heklu frá Eskifirði (8.30). Nafnið fékk Rustikus eftir sameiginlegum forföður okkar Ingólfs, Rustikusi Þorsteinssyni (1684-1762) sem sagður var: „dugnaðarmaður mikill og ákafamaður við vinnu“.

🇩🇰 Rustikus fra Dýrfinnustaðir (2017) er søn af Hágangur fra Narfastaðir (8.31) og Hekla fra Eskifjörður (8.30), datter af Erill fra Kópavogur. Rustikus tager navn efter Vilhjálmurs og Ingólfurs fælles stamfar, Rustikus Þorsteinsson (1684-1762).

🇬🇧 Rustikus from Dýrfinnustaðir (2017) is son of the honorary prized breeding stallion Hágangur from Narfastaðir (8.31) and Hekla from Eskifjörður (8.30), daughter of Erill from Kópavogur. The name Rustikus comes from Vilhjálmur and Ingólfur’s common ancestor, Rustikus Þorsteinsson (1684-1762).

Straumur frá Eskifirði

 

🇮🇸 Straumur frá Eskifirði (2012) – undan Erilsdótturinni Heklu frá Eskifirði (8.30) og Hróðri frá Refsstöðum.

🇩🇰 Straumur fra Eskifjörður (2012) – efter Hekla fra Eskifjörður (8.30), datter af Erill fra Kópavogur – og Hróður fra Refsstaðir.

🇬🇧 Straumur from Eskifjörður (2012) – by Hekla from Eskifjörður (8.30), daughter of Erill from Kópavogur – and Hróður from Refsstaðir.

Myndbönd | video: ©Dýrfinnustaðir – vor | spring 2021.
Knapi | rytter | rider: Björg Ingólfsdóttir.

 

Birt í Keppnir / Sport meetings, Stóðhestar / Stallions, Tamningar / Training | Merkt , , , , , , , , , , , | Slökkt á athugasemdum við Rustikus frá Dýrfinnustöðum

Kaldir dagar – ársbyrjun 2021

🇮🇸  Eftir langt hlé á blogginu birtum við nokkrar myndir af hrossunum sem ganga úti í Melaleiti í vetur. Það hefur verið kalt en venju fremur þurrviðrasamt síðustu vikurnar. Í slíkri tíð væsir ekki um hrossin enda hafa þau nóg að bíta og brenna og eru vel varin í vetrarfeldinum.

🇩🇰  Efter en god pause her på bloggen lægger vi ud nogle stemningsbilleder af vores hesteflok i Melaleiti, – taget de første uger i året 2021. Det har været koldt og tørt i vores landsdel på det sidste, men i den slags vejr trives hesterne rigtig godt og får nytte af sin tykke vinterpels.

🇬🇧  After a good break since our last blog we share some photos of our flock of horses in Melaleiti, where they are kept and fed outside in the fields throughout the year. Lately the weather has been dry and cold in Southwest Iceland but in such weather the horses thrive well in their thick winter coat.

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

 

Birt í Melaleiti / The farm, Stóðið / The flock | Merkt , , , , | Færðu inn athugasemd

Dýrðlingur frá Melaleiti 2020

🇮🇸  Það er löngu tímabært kynna til sögunnar nýjasta afsprengið í hrossahópnum. Tíunda júní kastaði Dýrð frá Melaleiti sínu fyrsta folaldi, léttstígum rauðjörpum hesti, sem nú fengið hefur nafnið Dýrðlingur. Folaldið er einnig fyrsta afkvæmi föðursins, sem er Rustikus frá Dýrfinnustöðum.

🇩🇰  Det er for længst på tide at meddele nyheden om det nyeste afkom i vores hesteflok, men den 10. juni, kom Dýrð fra Melaleiti med sit første føl, en letgående rødbrun hingsteføl der har fået navnet Dýrðlingur. Navnet betyder en helgen og hentyder til hoppens navn: Dýrð som betyder pragt. Føllet er også første afkom efter faderen Rustikus fra Dýrfinnustaðir.

🇬🇧 It is long due to announce the birth of the newest member in our flock. On the 10th of June, Dýrð from Melaleiti had her first foal, a light-going brown colt named Dýrðlingur. The name means: saint, referring to the mare’s name, Dýrð or Glory.  The foal is also the first offspring of the father Rustikus from Dýrfinnustaðir.

 

 

 

Birt í Folöld / Foals 2020 | Merkt , , , , , , , , | Færðu inn athugasemd

Forgjöf frá Melaleiti 2020

🇮🇸  Þann 25. maí, kastaði Ágústínusar-dóttirin, Dýrvin frá Melaleiti þessu laglega merfolaldi sem hefur hlotið nafnið Forgjöf. Forgjöf frá Melaleiti er undan Gusti frá Efri-Þverá (8.33). Ræktendur og eigendur er Sigurður Halldórsson og Jónína Björk Vilhjálmsdóttir. Að vanda er nafnið til samþykktar hjá nafnanefnd WorldFengs.

🇩🇰  Den 25. maj, kom Ágústínus-datteren, Dýrvin fra Melaleiti 2010 med et smukt, sort hoppeføl efter Gustur fra Efri-Þverá (8.33). Avlere og ejere er Sigurður Halldórsson og Jónína Björk Vilhjálmsdóttir. Forgjöf betyder forskud, forspring. Igen findes navnet ikke i WorldFengur’s navnebank så vi skal have godkendelse før føllet kan registreres under det navn.

🇬🇧  On the 25th of May one of our mares Dýrvin from Melaleiti 2010,  came with the first foal of this year, a black mare. Forgjöf from Melaleiti is sired by Gustur from Efri-Þverá (8.33). Breeders and owners are Sigurður Halldórsson and Jónína Björk Vilhjálmsdóttir. The name Forgjöf means: advantage, head-start. The name is still to be accepted by the WorldFengur-name committee, as this name has not been registered before.

 

Birt í Folöld / Foals 2020 | Merkt , , , , , , , , | Færðu inn athugasemd

Tveir ungir og efnilegir

🇮🇸 Tveir ungir folar og frændur sem fengu að spreyta sig í hryssum í Melaleiti síðastliðið sumar, hafa nú fengið sínar eigin síður hér á vefsvæði Viljahesta. Þetta eru tveggja vetra graðfolarnir Áróður frá Melaleiti (2017) og Rustikus frá Dýrfinnustöðum (2017).

Áróður frá Melaleiti sumarið 2019

Áróður er undan sigurvegaranum í fjögurra vetra flokki stóðhesta á Landmótinu 2016, Sirkusi frá Garðshorni á Þelamörk (8.61), og Ágústínusardótturinni Árúnu frá Mosfelli.

Rustikus frá Dýrfinnustöðum sumarið 2019

Rustikus, sem er nýlega kominn til okkar í Melaleiti, er undan heiðursverðlaunahestinum Hágangi frá Narfastöðum (8.31) og Erilsdótturinni Heklu frá Eskifirði (8.30). Rustikus eigum við með vini okkar og ræktanda hestsins, Ingólfi Helgasyni á Dýrfinnustöðum. Nafnið fékk Rustikus eftir sameiginlegum forföður okkar Ingólfs, Rustikusi Þorsteinssyni (1684-1762) sem sagður var: „dugnaðarmaður mikill og ákafamaður við vinnu“.

🇩🇰 To unge hingste (og halvfætre via vores stamhoppe Gnótt), fik lov til at gå sammen med hopper i Melaleiti i sommer. De har nu fået deres egne sider her på siten. Det er Áróður fra Melaleiti (2017) og Rustikus fra Dýrfinnustaðir (2017).

Áróðurs far er Sirkus fra Garðshorn i Þelamörk (8.61), vinderen af fire årige hingste klassen på LM 2016. Moren er Árún fra Mosfell, datter af Ágústínus fra Melaleiti.

Rustikus er ny i flokken i Melaleiti, søn af Hágangur fra Narfastaðir (8.31) og Hekla fra Eskifjörður (8.30), datter af Erill fra Kópavogur. Vi ejer Rustikus sammen med vores ven og hesteavler, Ingólfur Helgason på Dýrfinnustaðir i Skagafjörður. Rustikus tager navn efter Vilhjálmurs og Ingólfurs fælles stamfar, Rustikus Þorsteinsson (1684-1762).

🇬🇧 Two young stallions (and second cousins by Gnótt, the founding mare of our breed) were allowed to join few mares in Melaleiti this summer. They have now their own pages here on the site. These two are Áróður from Melaleiti (2017) and Rustikus from Dýrfinnustaðir (2017).

Áróður is son of Sirkus from Garðshorn in Þelamörk (8.61), winner of the four-year-old class of stallions at LM in 2016. The mother is Árún from Mosfell, daughter of Ágústínus frá Melaleiti.

Rustikus, who has just joined the flock in Melaleiti, is son of the honorary prized breeding stallion Hágangur from Narfastaðir (8.31) and Hekla from Eskifjörður (8.30), daughter of Erill from Kópavogur. We own Rustikus together with our friend and horse breeder, Ingólfur Helgason at Dýrfinnustaðir in Skagafjörður. The name Rustikus comes from Vilhjálmur and Ingólfur’s common ancestor, Rustikus Þorsteinsson (1684-1762).

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

 

Birt í Melaleiti / The farm, Stóðhestar / Stallions | Merkt , , , , , , , , , , | Færðu inn athugasemd

Áramót 2019-2020

🇮🇸 Tíðin dagana fyrir og eftir áramót hefur verið risjótt í meira lagi, en þó með góðum dögum inn á milli. Hér eru myndir sem teknar voru af hrossunum okkar þegar loks viðraði til myndatöku. Gleðilegt ár!

IS2011135450 Bagall frá Melaleiti (Hrímnir frá Ósi/Messa frá Melaleiti)

🇩🇰 Vejret i Island har været barsk og omskiftende i julen og dagene efter nytår. Dagslyset er sparsomt på denne årstid, men der har dog været enkelte dage hvor det har været muligt at tage nogle billeder af vores heste i Melaleiti. Med følgende foto-reportage ønsker vi godt nytår!

IS2018235451 Fjöðrun frá Melaleiti (Svartálfur frá Syðri-Gegnishólum/Dýrvin frá Melaleiti)

🇬🇧 The weather in Iceland has been rather harsh at Christmas and in the first days of New Year. However, even though daylight is sparse this time of year in Iceland, there have been a few days where it has been possible to take some pictures of the horses in Melaleiti. The results of these efforts can be seen in the following photo-reportage.
Happy New Year!

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Tveggjavetra graðfolarnir Rustikus frá Dýrfinnustöðum og Áróður frá Melaleiti

 

Birt í Folöld / Foals 2019, Melaleiti / The farm, Merar / Mares, Stóðið / The flock | Merkt , , , , , , | Færðu inn athugasemd

Laufey frá Melaleiti

🇮🇸 Fjórða folald ársins í Melaleiti fæddist 14. júní þegar Rás frá Hofsósi kastaði nettu brúnu merfolaldi. Merin smáa er með fallegt lauf á enni, sokkótt á afturfótum og hefur fengið nafnið Laufey. Hún er undan Ísak frá Dýrfinnustöðum (8.53).

🇩🇰  Den 14. juni kom vores sidste føl for i år i Melaleiti da Rás fra Hofsós fik et sortbrunt lille hoppeføl. Navnet blev Laufey, et godt og gammelt Nordisk navn der her henviser til „løvet“, den store stjerne, den lille hoppe har i panden. Laufey har også hvide sokker på bagben. Faren er Ísak fra Dýrfinnustaðir (8.53).

🇬🇧  Our last foal for this summer was born on June 14, when Rás from Hofsós foaled a small black mare, decorated with a big star and white socks/pastern on the hind legs. We chose the name Laufey for her, a nice, old Nordic name (lauf=leaf) that can refer to the big white „leaf“ on her forehead. The sire is Ísak from Dýrfinnustaðir (8.53).

Birt í Folöld / Foals 2019 | Merkt , , , , , , , , , , | Færðu inn athugasemd

Ábati frá Melaleiti

🇮🇸  Ágústínusar-dóttirin Árún kastaði í blíðunni á hvítasunnudag. Þá bættist í hópinn sótrauður hestur undan Lord frá Vatnsleysu. Nafnið er Ábati frá Melaleiti, en við bíðum sem oftar eftir grænu ljósi frá nafnabanka Veraldarfengs. Hvað litinn varðar er ekki ólíklegt að með tímanum víki sótrauði liturinn fyrir gráum.

🇩🇰  I det smukkeste vejr på pinsedag kom Árún, som er datter til Ágústínus, med et fint hingstføl efter Lord fra Vatnsleysa. Navnet er Ábati der betyder vinding. Igen findes navnet ikke i WorldFengur’s navnebank så vi skal have godkendelse før føllet kan registreres under det navn. Efter som tiden går vil den smukke sodrøde farve vil nok vige for en skimmel.

🇬🇧  It was a sunny sunday when Árún, a fine gray daughter of Ágústínus, had her second foal: a colt sired by Lord from Vatnsleysa. The color is liver chestnut but will probably turn grey in due course. The name is Ábati, that means gain or profit. The name is still to be accepted by the WorldFengur-name committee, as this name has not been registered before.

Birt í Folöld / Foals 2019 | Merkt , , , , , , , , | Færðu inn athugasemd

Þáttun frá Melaleiti

🇮🇸  Í blíðuveðri nú í dag, 30. maí, kastaði Runa frá Hofsósi rauðjörpu merfolaldi sem hefur hlotið nafnið Þáttun. Eitthvað mun þurfa að skoða það hjá nafnanefnd Veraldarfengs því nafnið er nýtt í skránni. Eins og með önnur folöld Runu sækjum við nafnið í talna- og stærðfræði. Þáttun frá Melaleiti er undan Óskasteinssyninum Gusti frá Efri-Þverá (8.33). Ræktandi er Sigurður Halldórsson.

🇩🇰  Så har vi et nyt føl igen allerede. I dag, 30. maj, fik vores stabile og solide hoppe Runa fra Hofsós et rødbrunt hoppeføl efter Gustur fra Efri-Þverá (8.33). Runas afkom får navne som relaterer til tal og matematik, eftersom Runa betyder række eller talrække. Denne gang blev der plads til Þáttun fra Melaleiti, men vi skal nok igen vente på godkendelse fra WorldFengur navnebank, da navnet ikke før har været registreret. Þáttun betyder parsing (if. ordforklaringer: ordet parsing er engelsk, af verbet parse, af latin pars (orationis) ‘del (af talen)’). Avler er Sigurður Halldórsson.

🇬🇧  Our old and reliable mare Runa from Hofsós had a fine red bay mare today, May 30th. As with other foals of Runa (her name meaning row or series) we stick to names related to counting, numbers and mathematic. This time the name is Þáttun, meaning segmentation or parsing. As for the name, it will have to be accepted by the WorldFengur-name committee, as this name also has not been registered before. Þáttun from Melaleiti is sired by Gustur from Efri-Þverá (8.33). Breeder is Sigurður Halldórsson.

 

Birt í Folöld / Foals 2019 | Merkt , , , , , , , | Færðu inn athugasemd

Býsn frá Melaleiti, vorið 2019

🇮🇸  Ofgnótt frá Melaleiti kastaði brúnu merfolaldi í gær, að morgni 27. maí, en þá voru þessar myndir voru teknar, rétt eftir köstun. Faðirinn er Lord frá Vatnsleysu. Þetta er sjötta afkvæmi Ofgnóttar og þau sem tamin hafa verið fram að þessu ætla að verða góðir reiðhestar eða þaðan af betri. Folaldið hefur hlotið nafnið Býsn, en þar sem nafnið er ekki að finna í nafnabanka Veraldarfengs þá situr nafnanefndin nú á fundi um hvort merin megi bera það nafn.

🇩🇰  Tidligt mandagmorgen den 27. maj kom det første føl i Melaleiti. Det var hoppen Ofgnótt fra Melaleiti der folede med et sort hoppeføl efter hingsten Lord fra Vatnsleysa. Dette er hoppens sjette føl og de der er blevet tilredet er godt lovende. Føllet har far fået navnet Býsn der betyder noget i retningen af: megen/under/enorm. Idet navnet ikke findes i WorldFengur navnebank venter vi stadigvæk på godkendelse af navnet så føllet kan registreres.

🇬🇧  It was a sunny morning May 27. when our breeding mare Ofgnótt came with the first foal of the year at Melaleiti, a black mare, sired by Lord from Vatnsleysa. This is Ofgnótt’s sixth offspring, and all those in training are turning out to be fine riding horses. We almost caught the moment of birth so the photos show the little mare with the name Býsn in her first moments of life. The name is still to be accepted by the WorldFengur-name committee, as this name has not been registered before. We hope for the best as the name means wonder, marvel, superabundance, galore etc.

Birt í Folöld / Foals 2019 | Merkt , , , , , , , | Færðu inn athugasemd