Ábatasöm ferð | Stallion Ábati in training

🇮🇸 Við hjónin brugðum undir okkur betri fætinum til að heimsækja litla og stóra skrímslið á Akureyri. Ferðina nýttum við líka til að koma 4. vetra graðhestsefninu Ábata frá Melaleiti til Agnars og Birnu í Garðshorni í áfamhaldandi tamningu.

Ábati er undan Árúnu Ágústínusardóttur frá Mosfelli sem í móðurætt er af gæðingakyni Einars Höskuldssonar á Mosfelli sem ræktaði grá hross af svokölluðum Stafnsættum. Ábati er efnilegur myndarhestur sem vonandi verður prýði af í sístækkandi hópi glæstra afkvæma föðursins Lords frá Vatnsleysu.

Ábati í tamningu í Garðshorni, Þelamörk, vorið 2023.


🇩🇰 For nylig tog vi nord på med en fireårige unghingst i vores eje, Ábati fra Melaleiti i videre træning hos vores venner Agnar og Birna i Garðshorn på Þelamörk.

Ábati er efter Ágústínusardatteren Árún fra Mosfell der på moderens side er af en gammel avlslinje af grå hester i Island (Stafnsættir). Ábati er stor og lettbygget vil forhåbentligt pynte i den hurtig voksende flok af flotte afkom efter faderen, Lord fra Vatnsleysa. 


🇬🇧 Reacently we went to Eyjafjörður in the north with our four-year-old stallion, Ábati from Melaleiti to be trained further by our friends Agnar and Birna in Garðshorn on Þelamörk.

Ábati is a son of the daughter of Ágústínus, Árún from Mosfell, who on the mother’s side is from an old breeding line of gray horses in Iceland (Stafnsættir). Ábati is big and lightly built, and will hopefully add to the fast growing flok of great riding horses of his father, Lord from Vatnsleysa.

Ábati vorið 2023 í Vatnsleysu, Skagafirði.

Hófvarpnir frá Melaleiti | Goddess Gná and her horse

🇮🇸 Síðasta folald sumarsins kom í heiminn 22. júní, brúnn hestur sem fengið hefur nafnið Hófvarpnir frá Melaleiti. Hann er fyrsta afkvæmi móður sinnar Gnár frá Melaleiti. Nafnið er úr goðafræðinni eins og nafn móðurinnar: ásynjan Gná átti hestinn Hófvarpnir, en hann er sá sem varpar fótum hátt eða er hágengur og rennur loft og lög.

Móðirin Gná, sem er 18 vetra, hefur verið frá því hún var tamin uppáhaldsreiðhestur Vilhjálms, fjör- og rýmishryssa með frábært geðslag, gæf og mannelsk. Gná er undan Gnóttar- og Gusts frá Grundar-dótturinni Glás frá Hofsósi og Vindi frá Kálfsstöðum undan Emmu-Birting frá Kópavogi og Eiði frá Oddhóli.

Leitað var í smiðju vina okkar á Dýrfinnustöðum, þegar loksins var ákveðið að halda Gná, en faðir Hófvarpnis er stólpagæðingurinn Kjuði frá Dýrfinnustöðum


🇩🇰 Sommerens sidste føl kom til verden den 22. juni, en brun hest der har fået navnet Hófvarpnir. Moderen, Gná fra Melaleiti, en 18 år hoppe der har igennem årerne været Vilhjálms yndlings ridehest. Når det endeligt blev besluttet at hun skulle bedækkes, faldt valget på Kjuði fra Dýrfinnustaðir der b.a. gjørde sig godt gældende til LM på Hella 2022 i A-klasse gæðingar.

Navnene Gná og Hófvarpnir stammer fra Nordisk mytologi: Gná var en gudinde og Hófvarpnir (=den der går med høje benløft) hendes hest og kan ride både i luft og hav.

Gná er stærkt hjemmeavlet efter Glás fra Hofsós (m: Gnótt fra Steinmóðarbær og f: Gustur fra Grund) og Vindur fra Kálfsstaðir efter vores Emma-Birtingur fra Kópavogur og Eiður fra Oddhóll.


🇬🇧 The last foal of the summer was born on June 22, a brown colt that we have named Hófvarpnir. The dam, Gná frá Melaleiti, is an 18-year-old mare who has been Vilhjálmur’s favorite riding horse over the years. When it was finally decided that she should be covered, the choice fell on Kjuði from Dýrfinnustaðir who, among other things, made a good impression on LM at Hella 2022 in A-class.

Gná is a name from the old Norse mythology, Gná was a godess that rode her horse Hófvarpnir (= he who flails his hooves high), riding through both air and sea.

Gná is strongly homebred, after Glás from Hofsós (m: Gnótt from Steinmóðarbær and f: Gustur from Grund) and Vindur from Kálfsstaðir after our Emma-Birtingur from Kópavogur and Eiður from Oddhóll.

Róteind frá Melaleiti| The cosmic core

🇮🇸 Veröld frá Dýrfinnustöðum var sú fjórða til að kasta nú sínu sjötta folaldi þann 12. júní. Afkvæmið, rauðjörp hryssa, hefur fengið nafnið Róteind í samræmi við aðrar nafnagiftir á afkvæmum Veraldar samanber Bóseind, Nifteind, Miklihvellur o.s.frv. Róteind er undan Reyni frá Enni, síðasta afkvæmis heiðursverðlauna og gæðingamóðurinnar Sendingar frá Enni. Faðir Reynis er landsmótssigurvegarinn 2016, Forkur frá Breiðabólstað, þannig að töluverðar væntingar eru bornar til þessarar fínlegu hryssu.


🇩🇰 Veröld fra Dýrfinnustaðir blev den fjerde af hopperne til at føle i år, den 12. juni. Det blev en brun hoppe der har fået navnet Róteind (Proton) i stil med de navne hendes søskende har fået, såsom Nifteind (Neutron), Bóseind (boson), Miklihvellur (Big Bang)  o.s.v. – men navnet Veröld betyder Verden eller Univers. Róteind er efter unghingsten Reynir fra Enni der er det sidste afkom efter ærespremie hoppen Sending fra Enni. Faderen til Reynir er LM 2016-vinderen, Forkur fra Breiðabólstaður.


🇬🇧 Veröld from Dýrfinnustaðir became the fourth of the mares to foal this year, June 12th. The offspring, a brown mare that has been named Róteind (Proton) in step with the names of her siblings has been given, i.e. Nifteind (neutron), Bóseind (Boson), Miklihvellur (Big Bang) etc, – but Veröld means the World or the Universe. Róteind is sired by the young stallion Reynir from Enni, who was the last offspring of the honorary prize mare Sending from Enni. The father of Reynir is the LM 2016 winner, Forkur from Breiðabólstaður.

Gleðilegt ár! | Happy New Year 2024

🇮🇸 Nýja árið hefur byrjað með braki og brestum, frosti og funa. Af hrossunum okkar er þó allt gott að frétta, folöldin frá í sumar þroskast vel og stóðið hefur nóg að bíta og brenna. 

Við áttum eftir að kynna til leiks tvö folöld sem fæddust á síðasta ári og því koma næstu póstar með myndum frá því í sumar og haust.


🇩🇰 Det nye år er startet med bulder og brag: is og ild! Men om vores heste er alt godt at berette: føllene fra i sommer trives fint og hesteflokken har rigeligt med føde og frihed.

Vi mangler stadigvæk at præsentere et par føl sidste år, så i de næste indlæg kommer der billeder fra sidste sommer og efterår.


🇬🇧 The new year has started with a notable entrance, frost and fire! But all is good with our flock of horses: the foals from this summer are developing well and the flock enjoys fodder and freedom. 

We have yet to present two foals that were born last year, so the next posts will include pictures from last summer and autumn.

Ómun frá Melaleiti | A name sounding good

🇮🇸 Þann 11. júní kastaði Óöld frá Melaleiti rauðu merfolaldi, undan Lennon frá Vatnsleysu. Okkur líst vel á sköpulag og hreyfingar og fékk folaldið nafnið Ómun frá Melaleiti. Þetta er annað folald Óaldar en fyrsta afkvæmið var Óðný frá Melaleiti, undan Gregoríusi

Óöld er undan Veru frá Kópavogi og Hætti frá Þúfum. Lennon er undan Hágangi frá Narfastöðum og Lydíu frá Vatnsleysu, – bæði undan Glampa frá Vatnsleysu. 


🇩🇰 Óöld fra Melaleiti kom med et rødt hoppeføl den 11. juni, efter Lennon fra Vatnsleysa. Det er smukt bygget og har fine bevægelser. Føllet fik navnet Ómun som betyder ekko eller lyd. Ómun er det andet føl til Óöld, men det første kom i 2021: Óðný fra Melaleiti, efter vores hingst Gregoríus

Óöld er datter af Vera fra Kópavogur og Háttur fra Þúfur. Lennon er efter Hágangur fra Narfastaðir og Lydía fra Vatnsleysa, begge afkom af Glampi fra Vatnsleysa.


🇬🇧 Óöld from Melaleiti had a fine red filly on June 11th, sired by Lennon from Vatnsleysa. The filly has a fine figure and elegant movements. We named the foal Ómun, meaning sound or resonance.This is Óöld’s second foal: her first was Óðný (2021) after our stallion Gregoríus

Óöld is daughter of Vera from Kópavogur and Háttur from Þúfur. Lennon is after Hágangur from Narfastaðir and Lydía from Vatnsleysa, both of them after Glampi from Vatnsleysa.

Ró frá Melaleiti | Peace and Quiet

🇮🇸 Tíunda júní kastaði Reisn frá Efri-Þverá brúnstjörnóttu merfolaldi undan Áróðri frá Melaleiti. Þessi systir Friðar, sem getið er um hér í fyrri pósti, gat ekki fengið nema eitt nafn: . Nú er bæði Friður og Ró í Melaleiti.

Reisn er í eigu Halldórs Svanssonar og ræktuð af honum, en á ættir að rekja til okkar ræktunar. Hún er undan Byrjun frá Kópavogi og Ákafa frá Brekkukoti. Byrjun var undan Veru frá Kópavogi og Ákafi er undan Ágústínusi frá Melaleiti.


🇩🇰 Den tiende juni kom Reisn fra Efri-Þverá med et hoppeføl efter Áróður fra Melaleiti, en fin sortbrun hoppe med en lille stjerne. Denne søster til Friður (= Fred), som vi skrev om her i det forrige indlæg, kunne kun få ét navn: Ró – altså Ro. Nu er der både Fred og Ro i Melaleiti.

Reisn er ejet af Halldór Svansson og avlet af ham, men anerne spores tilbage til vores opdræt. Reisn er datter af Byrjun fra Kópavogur og Ákafi fra Brekkukoti. Byrjun var så datter af vores gamle avlshoppe Vera fra Kópavogur og Ákafi er søn af Ágústínus fra Melaleiti.


🇬🇧 On June 10th, Reisn from Efri-Þverá had a black filly with a tiny star, sired by our stallion Áróður from Melaleiti. This sister (by father) to Friður (Peace) from Melaleiti, that we introduced here in a previous post, could only get one name: , meaning Quiet. Now there is both Peace and Quiet in Melaleiti.

Reisn is owned by Halldór Svansson and bred by him, but she is a decendant of our broodmares. She is after Byrjun from Kópavogur and Ákafi from Brekkukot. Byrjun’s mother was Vera from Kópavogur and Ákafi’s father is Ágústínus from Melaleiti.

Friður frá Melaleiti | The first foal of spring 2023

🇮🇸 Styrjöld frá Dýrfinnustöðum kastaði svarbrúnu hestfolaldi þann 2. júní. Folaldið er undan fola úr okkar eigin rækt: Áróðri frá Melaleiti. Okkur þykir nóg um styrjaldirnar og ófriðinn, svo folaldið fékk öllu friðsamlegra nafn en móðirin og er nefnt Friður frá Melaleiti. Friður er annað folald Styrjaldar, en eldri bróðir Friðar, Hermann, var kallaður til starfa í þágu vísindanna og tekur þátt í bólusetningartilraun gegn sumarexemi.

Styrjöld er undan Veru frá Kópavogi og Brunni frá Kjarnholtum.
Áróður er undan Ágústínusardótturinni Árúnu frá Mosfelli og Sirkusi frá Garðshorni.


🇩🇰 Styrjöld frá Dýrfinnustaðir kom med årets første føl, den 2. juni. Et sort hingstføl efter en af vores egne hingste, Áróður fra Melaleiti. Vi synes det er nok med krige og konflikter, så føllet fik et meget mere fredeligt navn end moderen og hedder Friður fra Melaleiti, altså Fred. Friður er Styrjölds andet føl, men storebroren, Hermann, blev kaldt til arbejde til gavn for videnskaben og deltager i et vaccinationsforsøg mod sommereksem.

Styrjöld er afkom af Vera fra Kópavogur og Brunnur fra Kjarnholt.
Áróður er afkom af Ágústínus-datteren Árún fra Mosfell og Sirkus fra Garðshorn.


🇬🇧 The first foal this year was a jetblack colt sired by one of our own stallions: Áróður from Melaleiti. The mare is Styrjöld from Dýrfinnustaðir, her name meaning „war“. But in a world so torn with wars and conflicts, we chose to name the foal something more peaceful and it got the name Friður, meaning „peace“. Friður from Melaleiti is Styrjöld’s second foal, but Friður’s older brother, Hermann, was called to duty for the benefit of science and takes part in a vaccination experiment against summer eczema.

Styrjöld is daughter of Vera from Kópavogur and Brunnur from Kjarnholt.
Áróður is son of the daughter of Ágústínus, Árún from Mosfell and Sirkus from Garðshorn.

Heimasíðan uppfærð! | Website renewal!

🇮🇸 Við höfum verið að vinna í að lagfæra heimasíðuna okkar og þeirri vinnu er reyndar ekki lokið. Við biðjumst velvirðingar á hnökrum sem kunna að koma upp við flettingar á síðunni.

Fréttir verða svo uppfærðar á næstunni, og ekki seinna vænna, því heil tvö ár hafa liðið frá því að við höfum sagt nokkrar fréttir af hrossunum. Hafðu því auga með síðunni okkar!


🇩🇰 Nu har arbejdet lidt på vores hjemmeside og selvom det arbejde er ikke er færdigt så har vi lagt siden ud igen. Vi beklager eventuelle fejl, der kan opstå, når du surfer på siden.

Nyhederne på bloggen vil blive opdateret i den nærmeste fremtid, og det er godt nok på tide! Der er gået to hele år siden vi meldte nyt om hesteflokken! Vi glæder os at fortælle om nye føl og flere! Så hold øje med hjemmesiden!


🇬🇧 We have been working on our website past days, and that work is actually not finished. We apologize for any faults that may occur when browsing the new site.

The news blog will be updated in the near future, and about time! Two whole years have passed since we reported news about the horses. Keep an eye on our blog!

Rustikus frá Dýrfinnustöðum

Rustikus frá Dýrfinnustöðum sumarið 2019

🇮🇸 Leiðir lágu norður í Skagafjörð um helgina sem leið og þá var tækifærið nýtt til að prófa Rustikus frá Dýrfinnustöðum og taka út tamninguna hjá Björgu Ingólfsdóttur þar á bæ. Rustikus er í sameiginlegri eigu okkar og Ingólfs á Dýrfinnustöðum og er undan Erilsdótturinni Heklu frá Eskifirði (8.30) og heiðursverðlaunahestinum Hágangi frá Narfastöðum (8.31). Við félagarnir erum prýðilega ánægðir með tamninguna og folann, sem er léttstígur, hreingengur og viljugur, eins og hann á kyn til.

Þessa sömu helgi fór Björg með bróður Rustikusar að móður, Straum frá Eskifirði í sína fyrstu keppni og komst þar í A-úrslit í fjórgangi ungmenna. Til gamans má geta að með þeim í úrslitunum var einnig annar keppnishestur sem á ættir að rekja til sama forföður, Erils frá Kópavogi, en það var Ösp frá Narfastöðum undan Erlu frá Narfastöðum (8.17).

🇩🇰 Da turen gik til Skagafjörður forleden weekend var lejligheden også benyttet til at besøge Dýrfinnustaðir hvor hingsten Rustikus har været i træning hos Björg Ingólfsdóttir. Rustikus, der er efter Erilsdatteren Hekla frá Eskifjörður (8.30) og Hágangur frá Narfastaðir (8.31), ejer vi sammen med Björg’s far, Ingólfur Helgason. Ejerene var godt tilfreds med træningen hos Björg og hesten, der foruden at være godt bygget viser fine rideegenskaber, er villig og stabil med fem klart adskildte gangarter.

Samme weekend tog Björg, en anden søn af Hekla, Straumur fra Eskifjörður i sin første stevne hvor de opnåde deltagelse í A-finalen V1 firgang for ungrytter. I A-finalen var også en anden deltager af samme stamfader, men det var Ösp fra Narfastaðir efter Erla fra Narfastaðir (8.17), datter af Erill.

🇬🇧 A trip to Skagafjörður last weekend also included a visit to Dýrfinnustaðir where the young stallion Rustikus has been in training by Björg Ingólfsdóttir. Rustikus, who we own together with Björg’s father, Ingólfur Helgason at Dýrfinnustaðir, is son of the honorary prized breeding stallion Hágangur from Narfastaðir (8.31) and Hekla from Eskifjörður (8.30), daughter of Erill from Kópavogur. The owners were well pleased with Björg’s training of Rustikus. In addition to being well built, Rustikus has a stable mind, shows fine riding qualities and has five clear gaits with promising movements.

The same weekend Björg took Rustikus brother by mother, Straumur from Eskifjörður, to his first competition where they made it to the V1 Four-Gait A-Final for junior riders. In the A-final an other descendant of Erill participated also i.e. Ösp from Narfastaðir who is an offspring of the well known competition and breeding mare Erla from Narfastaðir (8.17).

Rustikus frá Dýrfinnustöðum

🇮🇸 Rustikus frá Dýrfinnustöðum (2017) er undan heiðursverðlaunahestinum Hágangi frá Narfastöðum (8.31) og Erilsdótturinni Heklu frá Eskifirði (8.30). Nafnið fékk Rustikus eftir sameiginlegum forföður okkar Ingólfs, Rustikusi Þorsteinssyni (1684-1762) sem sagður var: „dugnaðarmaður mikill og ákafamaður við vinnu“.

🇩🇰 Rustikus fra Dýrfinnustaðir (2017) er søn af Hágangur fra Narfastaðir (8.31) og Hekla fra Eskifjörður (8.30), datter af Erill fra Kópavogur. Rustikus tager navn efter Vilhjálmurs og Ingólfurs fælles stamfar, Rustikus Þorsteinsson (1684-1762).

🇬🇧 Rustikus from Dýrfinnustaðir (2017) is son of the honorary prized breeding stallion Hágangur from Narfastaðir (8.31) and Hekla from Eskifjörður (8.30), daughter of Erill from Kópavogur. The name Rustikus comes from Vilhjálmur and Ingólfur’s common ancestor, Rustikus Þorsteinsson (1684-1762).

Straumur frá Eskifirði

 

🇮🇸 Straumur frá Eskifirði (2012) – undan Erilsdótturinni Heklu frá Eskifirði (8.30) og Hróðri frá Refsstöðum.

🇩🇰 Straumur fra Eskifjörður (2012) – efter Hekla fra Eskifjörður (8.30), datter af Erill fra Kópavogur – og Hróður fra Refsstaðir.

🇬🇧 Straumur from Eskifjörður (2012) – by Hekla from Eskifjörður (8.30), daughter of Erill from Kópavogur – and Hróður from Refsstaðir.

Myndbönd | video: ©Dýrfinnustaðir – vor | spring 2021.
Knapi | rytter | rider: Björg Ingólfsdóttir.

 

Kaldir dagar – ársbyrjun 2021

🇮🇸  Eftir langt hlé á blogginu birtum við nokkrar myndir af hrossunum sem ganga úti í Melaleiti í vetur. Það hefur verið kalt en venju fremur þurrviðrasamt síðustu vikurnar. Í slíkri tíð væsir ekki um hrossin enda hafa þau nóg að bíta og brenna og eru vel varin í vetrarfeldinum.

🇩🇰  Efter en god pause her på bloggen lægger vi ud nogle stemningsbilleder af vores hesteflok i Melaleiti, – taget de første uger i året 2021. Det har været koldt og tørt i vores landsdel på det sidste, men i den slags vejr trives hesterne rigtig godt og får nytte af sin tykke vinterpels.

🇬🇧  After a good break since our last blog we share some photos of our flock of horses in Melaleiti, where they are kept and fed outside in the fields throughout the year. Lately the weather has been dry and cold in Southwest Iceland but in such weather the horses thrive well in their thick winter coat.

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.