Se dansk tekst nedenfor.
See English text below.
Býlið Melaleiti í Melasveit er í Borgarfjarðarsýslu og tilheyrir nú sveitarfélaginu Hvalfjarðarsveit. Jörðin er í eigu fjögurra systra, afkomenda fyrri ábúenda. Einn eigenda er Áslaug Jónsdóttir eiginkona Vilhjálms hrossaræktenda.
Þegar föðurafi systranna, Magnús Eggertsson, keypti jörðina árið 1945 var henni lýst svo í auglýsingu:
„Jörðin liggur nálægt þjóðvegi og að sjó. Tún jarðarinnar er alt vjeltækt og gefur af sjer 700 töðuhesta, auk þess eru góð ræktunarskilyrði. Tún og beitiland er afgirt. Góðir matjurtagarðar og mótak. Nokkur hlunnindi eru frá sjó.“
Jörðin er öll gróin og bæði tún og mýrlendir flóar afar grasgefnir. Flatlendi er í átt til fjalls í austur, en slakkar og leiti við sjóinn til vesturs. Þar ganga þverhníptir leir- og móhellubakkar í sjó fram, kenndir við Mela. Landbrot er mikið, allt að hálfur til einn metri á ári. Um landið rennur lækur, Skálalækur og við hann stóð áður kotið Skálatunga.
Magnús (1899-1993) og eiginkona hans Salvör Jörundardóttir (1893-1988) bjuggu lengst af blönduðu búi í félagi við son sinn, Jón Kristófer (1932) og eiginkonu hans Kristjönu Höskuldsdóttur (1936-2010), en þau tóku síðar við búinu. Á jörðinni var stundaður hefðbundinn búskapur með mjólkurframleiðslu, sauðfjárrækt og matjurtarækt.
Fjölskyldan í Melaleiti bjó einnig við nokkurn hrossabúskap og átti Magnús ævinlega ágæta reiðhesta. Magnús reið oft fjörur enda eru frábærar reiðleiðir undir Melabökkum til suðurs og út að Narfastaðaósi til norðurs.
Eigendur Melaleitis stunda þar nú hrossarækt og jarðyrkju.
Gården Melaleiti er i den vestlige del af Hvalfjarðarsveit kommune og ligger hen mod havet, der hvor fjorden Borgarfjörður munder ud til Faxaflói-bugten. Melaleiti ejes nu af fire søstre som er vokset op på gården. Søstrenes farfar og farmor: Magnús Eggertsson (1899-1993) and Salvör Jörundardóttir (1893-1988), købte gården i 1945. De drev et traditionelt landbrug sammen med sin søn og svigerdatter, Jón Kr. Magnússon (1932) og Kristjana Höskuldsdóttir (1936-2010), som senere overtog gårddriften.
Den blandede drift: avl af kvæg til mælkeproduktion, får til kød og uld, dyrking af grønsager, samt lidt hesteavl, efterlod marker og eng i godt behold. Græsmarkerne giver en god høst af hø og det relativt milde klima gører at græsgangene kan benyttes året rundt, – alt hvilket udgører første klasses foder for de islandske heste der avles på gården.
Hesteavlen i Melaleiti drives af Vilhjálmur Svansson PhD, dyrlæge og virolog og hans gemalinde Áslaug Jónsdóttir, en af gårdens ejere. Læs mere om avlens oprindelse her.
Melaleiti is on the southwest coast of Iceland, close to where the fiord Borgarfjörður opens into the Faxaflói-bay. Melaleiti is a family farm, currently owned by four sisters that grew up on the farm, descendants of former owners and farmers. Their grandparents, Magnús Eggertsson (1899-1993) and Salvör Jörundardóttir (1893-1988), bought the farm in 1945. It was later run by their son and daughter-in-law: Jón Kr. Magnússon (1932) and Kristjana Höskuldsdóttir (1936-2010).
Melaleiti has been a traditional small Icelandic family farm with mixed production. Cattle was raised for milk production, sheep for the meat and the wool, vegetables (mainly potatoes) grown, and horses were breed on a small-scale.
The farm’s fertile soil (glacial silt) and the relatively mild climate on the southwest coast of Iceland help provide for exceptionally good crops of hay and the horses graze free on the pastures all year round.
The horse breeding in Melaleiti is run by Vilhjálmur Svansson PhD, veterinarian and virologist, and his wife Áslaug Jónsdóttir, one of the owners of the farm. Read more about the origin of Vilhjalmur’s horse breeding here.