Rustikus frá Dýrfinnustöðum

Rustikus frá Dýrfinnustöðum sumarið 2019

🇮🇸 Leiðir lágu norður í Skagafjörð um helgina sem leið og þá var tækifærið nýtt til að prófa Rustikus frá Dýrfinnustöðum og taka út tamninguna hjá Björgu Ingólfsdóttur þar á bæ. Rustikus er í sameiginlegri eigu okkar og Ingólfs á Dýrfinnustöðum og er undan Erilsdótturinni Heklu frá Eskifirði (8.30) og heiðursverðlaunahestinum Hágangi frá Narfastöðum (8.31). Við félagarnir erum prýðilega ánægðir með tamninguna og folann, sem er léttstígur, hreingengur og viljugur, eins og hann á kyn til.

Þessa sömu helgi fór Björg með bróður Rustikusar að móður, Straum frá Eskifirði í sína fyrstu keppni og komst þar í A-úrslit í fjórgangi ungmenna. Til gamans má geta að með þeim í úrslitunum var einnig annar keppnishestur sem á ættir að rekja til sama forföður, Erils frá Kópavogi, en það var Ösp frá Narfastöðum undan Erlu frá Narfastöðum (8.17).

🇩🇰 Da turen gik til Skagafjörður forleden weekend var lejligheden også benyttet til at besøge Dýrfinnustaðir hvor hingsten Rustikus har været i træning hos Björg Ingólfsdóttir. Rustikus, der er efter Erilsdatteren Hekla frá Eskifjörður (8.30) og Hágangur frá Narfastaðir (8.31), ejer vi sammen med Björg’s far, Ingólfur Helgason. Ejerene var godt tilfreds med træningen hos Björg og hesten, der foruden at være godt bygget viser fine rideegenskaber, er villig og stabil med fem klart adskildte gangarter.

Samme weekend tog Björg, en anden søn af Hekla, Straumur fra Eskifjörður i sin første stevne hvor de opnåde deltagelse í A-finalen V1 firgang for ungrytter. I A-finalen var også en anden deltager af samme stamfader, men det var Ösp fra Narfastaðir efter Erla fra Narfastaðir (8.17), datter af Erill.

🇬🇧 A trip to Skagafjörður last weekend also included a visit to Dýrfinnustaðir where the young stallion Rustikus has been in training by Björg Ingólfsdóttir. Rustikus, who we own together with Björg’s father, Ingólfur Helgason at Dýrfinnustaðir, is son of the honorary prized breeding stallion Hágangur from Narfastaðir (8.31) and Hekla from Eskifjörður (8.30), daughter of Erill from Kópavogur. The owners were well pleased with Björg’s training of Rustikus. In addition to being well built, Rustikus has a stable mind, shows fine riding qualities and has five clear gaits with promising movements.

The same weekend Björg took Rustikus brother by mother, Straumur from Eskifjörður, to his first competition where they made it to the V1 Four-Gait A-Final for junior riders. In the A-final an other descendant of Erill participated also i.e. Ösp from Narfastaðir who is an offspring of the well known competition and breeding mare Erla from Narfastaðir (8.17).

Rustikus frá Dýrfinnustöðum

🇮🇸 Rustikus frá Dýrfinnustöðum (2017) er undan heiðursverðlaunahestinum Hágangi frá Narfastöðum (8.31) og Erilsdótturinni Heklu frá Eskifirði (8.30). Nafnið fékk Rustikus eftir sameiginlegum forföður okkar Ingólfs, Rustikusi Þorsteinssyni (1684-1762) sem sagður var: „dugnaðarmaður mikill og ákafamaður við vinnu“.

🇩🇰 Rustikus fra Dýrfinnustaðir (2017) er søn af Hágangur fra Narfastaðir (8.31) og Hekla fra Eskifjörður (8.30), datter af Erill fra Kópavogur. Rustikus tager navn efter Vilhjálmurs og Ingólfurs fælles stamfar, Rustikus Þorsteinsson (1684-1762).

🇬🇧 Rustikus from Dýrfinnustaðir (2017) is son of the honorary prized breeding stallion Hágangur from Narfastaðir (8.31) and Hekla from Eskifjörður (8.30), daughter of Erill from Kópavogur. The name Rustikus comes from Vilhjálmur and Ingólfur’s common ancestor, Rustikus Þorsteinsson (1684-1762).

Straumur frá Eskifirði

 

🇮🇸 Straumur frá Eskifirði (2012) – undan Erilsdótturinni Heklu frá Eskifirði (8.30) og Hróðri frá Refsstöðum.

🇩🇰 Straumur fra Eskifjörður (2012) – efter Hekla fra Eskifjörður (8.30), datter af Erill fra Kópavogur – og Hróður fra Refsstaðir.

🇬🇧 Straumur from Eskifjörður (2012) – by Hekla from Eskifjörður (8.30), daughter of Erill from Kópavogur – and Hróður from Refsstaðir.

Myndbönd | video: ©Dýrfinnustaðir – vor | spring 2021.
Knapi | rytter | rider: Björg Ingólfsdóttir.

 

Þessi færsla var birt í Keppnir / Sport meetings, Stóðhestar / Stallions, Tamningar / Training og merkt sem , , , , , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.