Ábatasöm ferð | Stallion Ábati in training

🇮🇸 Við hjónin brugðum undir okkur betri fætinum til að heimsækja litla og stóra skrímslið á Akureyri. Ferðina nýttum við líka til að koma 4. vetra graðhestsefninu Ábata frá Melaleiti til Agnars og Birnu í Garðshorni í áfamhaldandi tamningu.

Ábati er undan Árúnu Ágústínusardóttur frá Mosfelli sem í móðurætt er af gæðingakyni Einars Höskuldssonar á Mosfelli sem ræktaði grá hross af svokölluðum Stafnsættum. Ábati er efnilegur myndarhestur sem vonandi verður prýði af í sístækkandi hópi glæstra afkvæma föðursins Lords frá Vatnsleysu.

Ábati í tamningu í Garðshorni, Þelamörk, vorið 2023.


🇩🇰 For nylig tog vi nord på med en fireårige unghingst i vores eje, Ábati fra Melaleiti i videre træning hos vores venner Agnar og Birna i Garðshorn på Þelamörk.

Ábati er efter Ágústínusardatteren Árún fra Mosfell der på moderens side er af en gammel avlslinje af grå hester i Island (Stafnsættir). Ábati er stor og lettbygget vil forhåbentligt pynte i den hurtig voksende flok af flotte afkom efter faderen, Lord fra Vatnsleysa. 


🇬🇧 Reacently we went to Eyjafjörður in the north with our four-year-old stallion, Ábati from Melaleiti to be trained further by our friends Agnar and Birna in Garðshorn on Þelamörk.

Ábati is a son of the daughter of Ágústínus, Árún from Mosfell, who on the mother’s side is from an old breeding line of gray horses in Iceland (Stafnsættir). Ábati is big and lightly built, and will hopefully add to the fast growing flok of great riding horses of his father, Lord from Vatnsleysa.

Ábati vorið 2023 í Vatnsleysu, Skagafirði.

Ábati frá Melaleiti

🇮🇸  Ágústínusar-dóttirin Árún kastaði í blíðunni á hvítasunnudag. Þá bættist í hópinn sótrauður hestur undan Lord frá Vatnsleysu. Nafnið er Ábati frá Melaleiti, en við bíðum sem oftar eftir grænu ljósi frá nafnabanka Veraldarfengs. Hvað litinn varðar er ekki ólíklegt að með tímanum víki sótrauði liturinn fyrir gráum.

🇩🇰  I det smukkeste vejr på pinsedag kom Árún, som er datter til Ágústínus, med et fint hingstføl efter Lord fra Vatnsleysa. Navnet er Ábati der betyder vinding. Igen findes navnet ikke i WorldFengur’s navnebank så vi skal have godkendelse før føllet kan registreres under det navn. Efter som tiden går vil den smukke sodrøde farve vil nok vige for en skimmel.

🇬🇧  It was a sunny sunday when Árún, a fine gray daughter of Ágústínus, had her second foal: a colt sired by Lord from Vatnsleysa. The color is liver chestnut but will probably turn grey in due course. The name is Ábati, that means gain or profit. The name is still to be accepted by the WorldFengur-name committee, as this name has not been registered before.