Gengið til hrossa – vonir og væntingar

Hrossin-1309-2014

Stór þáttur í allri hrossarækt er vonin, vonin um gæðinginn í því ungviði sem er að vaxa úr grasi. Stundum standast væntingarnar en í öðrum tilfellum ganga þær ekki eftir, af ýmsum ástæðum. Í Melaleitisstóðinu er að finna áhugaverð tryppi sem við erum spennt fyrir, m.a. undan heimahestunum Glámi frá Hofsósi og Ágústínusi frá Melaleiti; Vatnsleysuhestunum Glampa, Andra og Lord; Árelíusi Ágústínusarsyni frá Hemlu II og Tígri frá Álfhólum, – svo eitthvað sé nefnt. Hér fyrir neðan eru myndir af nokkrum tryppum í stóðinu núna í september.

  Stor del af charmen ved avl af hester er forventningerne til unghesterne: at de en dag måske bliver til „gæðingur“ hvis allt går efter planen. Nogle gange går forventningerne op i en højere enhed men i andre tilfælder ebber de ud, – af forskellige grunde. Blandt unghestene i Melaleiti er afkom efter Lord, Andri og Glampi fra Vatnsleysa; og efter hingste fra vores avl: Glámur og Ágústínus; samt Ágústínussønnen Árelíus fra Hemla II, for at nævne nogle. Her kommer nogle fotos fra nu i september, af unge hopper og vallaker i flokken. (Tak til Svava Svansdóttir for en del fotos!)

 One of the largest driving forces in horsebreeding is the hope: the expectations one has to the young unbroken horses in the flock. Sometimes the expectations are fulfilled but other times the horses don’t live up to the goal, for many reasons. We like to think we have some interesting young horses in our flock, soon to be heading for training. Some are sired by stallions from our own bred, like Glámur from Hofsós and Ágústínus from Melaleiti; others by good stallions from Vatnsleysa: Glampi, Andri and Lord; and some by Árelíus from Hemla II (son of Ágústínus) and Tígur from Álfhólar. All photos taken in September.

Árún-1309-2014
Árún frá Mosfelli. F: Ágústínus frá Melaleiti M: Vogun frá Varmalæk
Náttvörður-1309-2014
Náttvörður frá Kópavogi. F: Glámur frá Hofsósi M: Nótt frá Kópavogi. Eigandi Svanur Halldórsson

Click on images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Click on images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Gleðilegt ár 2013!

Runa-01012013

Nýársdagur og nóg til af grænni töðu. Hér er það Runa sem stendur lukkuleg yfir heyrúllu á fyrsta degi ársins. Hrossin halda yfirleitt ró sinni þó sprengjugnýr berist að úr ýmsum áttum á gamlárskvöldi og nýársnótt. Við lætin í gær sáu tvær folaldsmerar ástæðu til þess að bregða sér óumbeðið á milli hólfa. Runa og Veröld með folöldin Dálk og Bóseind voru dálítið skömmustulegar yfir öllu saman.

  Godt nyt år til både folk og fæ! Det nye år starter med frost og frisk vind. Vi fodrer hestene ekstra godt på nytårsaften for nu at omlede interessen væk fra firværkeriet i de nærliggende byer og på enkelte gårde. Men trods det fandt vi Runa og Veröld sammen med Dálkur og Bóseind fejlpladseret efter natten.

  Happy New Year! The first day of the year is greeting with frost and fresh wind blowing in Melaleiti. We feed the horses extra well on New Years Eve so to get their attention away from the sounds of fireworks in the nearby villages. Still we found two mares with their foals not in their own fold after last nights festivities. They looked somewhat sheepish this morning.

Click on images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Folöldin stækka

Spraki frá Melaleiti 1

Folöldin urðu alls sex í ár: fjögur folöld eru undan Árelíusi frá Hemlu, Ágústínusarsyni: Kaleikur undan Messu, Spraki undan Spekt, Glögg undan Glás og Dýrð undan Dýrfinnu. Þá var það Bóseind undan Veröld og Lord frá Vatnsleysu og Dálkur undan Runu og Hnokka frá Dýrfinnustöðum. Hér eru nokkrar myndir teknar á síðustu dögum af fimm eldri folöldunum, en hér má sjá myndir af Dýrð sem fæddist fyrir rúmri viku. Spraki stendur sperrtur á myndinni hér fyrir ofan.

  Føllene har vokset, den ældste er også snart 3 måneder gammel. Seks føl bliv det i år. Fire er efter Árelíus fra Hemla, (efter Ágústínus frá Melaleiti): Kaleikur efter Messa, Spraki efter Spekt, Glögg efter Glás og Dýrð efter Dýrfinna. Der til er det Bóseind efter Veröld og Lord fra Vatnsleysa og Dálkur efter Runa og Hnokki fra Dýrfinnustaðir. Fotos af Dýrð, som blev født for ca en uge, er her. På fotoet foroven: Spraki.

 Six fine foals were born in Melaleiti this year. Four foals are sired by Árelíus from Hemla, (Árelíus is sired by Ágústínus from Melaleiti): Kaleikur dam by Messa, Spraki dam by Spekt, Glögg dam by Glás og Dýrð dam by Dýrfinna. And then there is Bóseind, dam: Veröld, sire: Lord fra Vatnsleysa and Dálkur dam by Runa, sire: Hnokki from Dýrfinnustaðir. The youngest foal Dýrð was born only a week ago, her photos are here. Above: Spraki.

Click on images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Bóseind Veraldardóttir

Skoski eðlisfræðingurinn Peter Higgs gat sér þess til árið 1964 til væri svokölluð Higgs-bóseind sem skýrt gæti hvers vegna efnið í alheiminum hefur massa. Í dag hafa allir helstu fjölmiðlar heims birt fréttir þess efnis að vísindamönnum í Sviss hafi tekist í stóra-sterkeindahraðlinum í CERN að finna merki um að eindin (einnig nefnd Guðseindin) sé til.

Þegar Veröld kastaði rauðjörpu-nösóttu merfolaldi í dag, var vel við hæfi að nefna folaldið Bóseind til heiðus þessari merku uppgötvun. Að vanda er nafnið ekki að finna í nafnabanka Worldfengs en von er til að nafnið verði samþykkt af nafnanefndinni innan tíðar, enda tilvist bóseindarinnar nú sönnuð!

Bóseind er undan Lord frá Vatnsleysu sem vakti töluverða athygli á umliðnu Landsmóti fyrir glæsileika og háan fótaburð með miklu framgripi eins hann á kyn til. Veröld er undan Hágangi Glampasyni þannig að töluvert Vatnsleysublóð streymir um æðar þessarar litlu hryssu.

  Veröld (Verden) kom i dag med et brunt hoppeføl efter Lord fra Vatnsleysa. Lord deltog i Landsmót i sidste uge og fik en del opmærksomhed p.g.a. sin elegance og høje benløft. Hoppefølet fik tildelt navnet Bóseind til ære for Higgs boson partiklen, i anledning af at alle verdens aviser har i dag fortalt om at forskerer i Schweitz har kunnet bekræfte tilstedeværelsen af partiklen.

 New foal! Today the third foal this year was born in Melaleiti. This time it was a red bay mare with snip. The mother is Veröld (World or Universe) and the father Lord from Vatnsleysa, a young stallion that got a lot of attention at Landsmót last week for his elegance and high leg lift. The foal was named Bóseind after the Higgs boson particle which existence was verified by scientist in Switzerland just recently and announced at CERN to day.