Bóseind Veraldardóttir

Skoski eðlisfræðingurinn Peter Higgs gat sér þess til árið 1964 til væri svokölluð Higgs-bóseind sem skýrt gæti hvers vegna efnið í alheiminum hefur massa. Í dag hafa allir helstu fjölmiðlar heims birt fréttir þess efnis að vísindamönnum í Sviss hafi tekist í stóra-sterkeindahraðlinum í CERN að finna merki um að eindin (einnig nefnd Guðseindin) sé til.

Þegar Veröld kastaði rauðjörpu-nösóttu merfolaldi í dag, var vel við hæfi að nefna folaldið Bóseind til heiðus þessari merku uppgötvun. Að vanda er nafnið ekki að finna í nafnabanka Worldfengs en von er til að nafnið verði samþykkt af nafnanefndinni innan tíðar, enda tilvist bóseindarinnar nú sönnuð!

Bóseind er undan Lord frá Vatnsleysu sem vakti töluverða athygli á umliðnu Landsmóti fyrir glæsileika og háan fótaburð með miklu framgripi eins hann á kyn til. Veröld er undan Hágangi Glampasyni þannig að töluvert Vatnsleysublóð streymir um æðar þessarar litlu hryssu.

  Veröld (Verden) kom i dag med et brunt hoppeføl efter Lord fra Vatnsleysa. Lord deltog i Landsmót i sidste uge og fik en del opmærksomhed p.g.a. sin elegance og høje benløft. Hoppefølet fik tildelt navnet Bóseind til ære for Higgs boson partiklen, i anledning af at alle verdens aviser har i dag fortalt om at forskerer i Schweitz har kunnet bekræfte tilstedeværelsen af partiklen.

 New foal! Today the third foal this year was born in Melaleiti. This time it was a red bay mare with snip. The mother is Veröld (World or Universe) and the father Lord from Vatnsleysa, a young stallion that got a lot of attention at Landsmót last week for his elegance and high leg lift. The foal was named Bóseind after the Higgs boson particle which existence was verified by scientist in Switzerland just recently and announced at CERN to day.

Þessi færsla var birt í Folöld / Foals 2012 og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Eitt svar við Bóseind Veraldardóttir

  1. Bakvísun: Miklihvellur frá Melaleiti | viljahestar

Lokað er á athugasemdir.