🇮🇸 Þessi myndarlega rauðtvístjörnótta hryssa fæddist 13. júní og er undan Óöld. Þetta er þriðja og síðasta folaldið sem við fáum í sumar. Allt hafa það verið hryssur sem allar eru undan Rustikusi frá Dýrfinnustöðum.
Nöfn afkvæma Óaldar byrja öll á Ó og fyrir eru Óðný og Ómun. Við nefndum því folaldið Ómkviðu. Nafnið er nýyrði og er þar af leiðandi ekki að finna í nafnabanka WF. Nafnanefndin hefur fengið málið til umfjöllunar og er úskurðar að vænta á næstunni. Við vonum það besta!
🇩🇰 Denne smukke røde hoppe, med stor stjerne og snip, blev født 13. juni. Moren er Óöld og det er hendes tredje føl. Det er også det tredje og sidste føl, vi får i sommer. Alle tre var hopper og faren til dem alle tre er Rustikus fra Dýrfinnustaðir.
Óölds afkom skal gerne have navne der starter med ‘Ó’. I forvejen har vi Óðný og Ómun – så vi syntes Ómkviða var et godt navn. Men navnet er nyt og findes derfor ikke i WF navnebank. Navneudvalget diskuterer om det nu går an og vi håber på det bedste! Navnet er sat sammen av de to ord: ómur = tone / klang / lyd + kviða = episk digt / kvad.
🇬🇧 This handsome chestnut mare, with a big star and a snip, was born on June 13 and is the third foal to its mother Óöld. This is also the third and last foal we get this summer. All three are mares and all sired by Rustikus from Dýrfinnustaðir.
We chose to have names of Óöld’s offsprings all starting with the letter ‘Ó’ – her first two got the names Óðný and Ómun, – and decided to call this one Ómkviða. The name is new in Icelandic and therefore not to be found in WorldFengur’s namebank. The name committee has taken the name for consideration and we expect their conclusion soon. We hope for the best! The name is put together by the words ómur = sound / resonance + kviða = epic poem.
🇮🇸 Uppáhaldshryssan okkar, Gná frá Melaleiti, kastaði 7. júní, korgjarpri hryssu. Faðir er Rustikus frá Dýrfinnustöðum og því er ættmóðirin Gnótt frá Steinmóðarbæ á bak við báða foreldrana. Okkur lýst vel á þessa fíngerðu hryssu sem hefur verið gefið nafnið Lofn. Lofn er, eins og nafn Gnár, úr norrænu goðafræðinni, heiti ástargyðju sem var mild og góð til áheita.
Eigandi og ræktandi er Kristjana Vilhjálmsdóttir.
🇩🇰 Vores yndlings hoppe, Gná fra Melaleiti, kom med en fin lille mørkbrun (korg-jörp) hoppe den 7. juni. Faderen er Rustikus fra Dýrfinnustaðir og stammoderen Gnótt fra Steinmóðarbær derfor bag begge forældre. Hoppen har fået navn fra den nordiske mytologi som moren, gudindenavnet Lofn. Lofn var en mild og god kærlighedsgudinde og det passer hendes sind godt. Ejeren og opdrætteren er Kristjana Vilhjálmsdóttir.
🇬🇧 A favorite mare, Gná from Melaleiti, came with this medium dark bay (korgjörp) mare on June 7. The sire is Rustikus from Dýrfinnustaðir so both parents have the same ancestress, Gnótt from Steinmóðarbær. We have named this fine mare Lofn. The name is like the name of Gná, from the Nordic mythology. Lofn was a love goddess that was gentle and good, fitting the foals temper well. The owner and breeder is Kristjana Vilhjálmsdóttir.
🇮🇸 Þann 21. maí kastaði Mæla frá Melaleiti rauðjarpri hryssu. Folaldið hefur nú fengið nafnið Mælistika skráð í Veraldarfenginn eftir að nafnanefndin góða tók það til umfjöllunar og samþykkti. Mælistika er eins og fyrr segir undan merinni Mælu og Rustikusi frá Dýrfinnustöðum en mæður þeirra voru báðar undan Erli frá Kópavogi, Gnóttarsyni.
🇩🇰 Den 21. maj kom Mæla fra Melaleiti med en brun (jörp) hoppe. Faderen er Rustikus fra Dýrfinnustaðir. Føllet har fået navnet Mælistika registreret i WorldFengur, efter at det gode navnudvalg havde taget det i betragtning og godkendt. Navnet Mælistika er som Mælas navn: en måleenhed eller skala. Mødrene til både Mæla og Rustikus var søstre efter Erill fra Kopavogur, søn af Gnótt fra Steinmóðarbær.
🇬🇧 On May 21, Mæla from Melaleiti came with a bay mare, sired by Rustikus from Dýrfinnustaðir. The foal has now been named Mælistika, registered in WorldFengur as soon as the good name committee had taken the name into consideration and approved. The name relates to the mothers name: a scale or mesurement. Both Mæla and Rustikus mothers were sisters after Erill from Kopavogur, son of Gnótt from Steinmóðarbær.
🇮🇸 Leiðir lágu norður í Skagafjörð um helgina sem leið og þá var tækifærið nýtt til að prófa Rustikus frá Dýrfinnustöðum og taka út tamninguna hjá Björgu Ingólfsdóttur þar á bæ. Rustikus er í sameiginlegri eigu okkar og Ingólfs á Dýrfinnustöðum og er undan Erilsdótturinni Heklu frá Eskifirði (8.30) og heiðursverðlaunahestinum Hágangi frá Narfastöðum (8.31). Við félagarnir erum prýðilega ánægðir með tamninguna og folann, sem er léttstígur, hreingengur og viljugur, eins og hann á kyn til.
Þessa sömu helgi fór Björg með bróður Rustikusar að móður, Straum frá Eskifirði í sína fyrstu keppni og komst þar í A-úrslit í fjórgangi ungmenna. Til gamans má geta að með þeim í úrslitunum var einnig annar keppnishestur sem á ættir að rekja til sama forföður, Erils frá Kópavogi, en það var Ösp frá Narfastöðum undan Erlu frá Narfastöðum (8.17).
🇩🇰 Da turen gik til Skagafjörður forleden weekend var lejligheden også benyttet til at besøge Dýrfinnustaðir hvor hingsten Rustikus har været i træning hos Björg Ingólfsdóttir. Rustikus, der er efter Erilsdatteren Hekla frá Eskifjörður (8.30) og Hágangur frá Narfastaðir (8.31), ejer vi sammen med Björg’s far, Ingólfur Helgason. Ejerene var godt tilfreds med træningen hos Björg og hesten, der foruden at være godt bygget viser fine rideegenskaber, er villig og stabil med fem klart adskildte gangarter.
Samme weekend tog Björg, en anden søn af Hekla, Straumur fra Eskifjörður i sin første stevne hvor de opnåde deltagelse í A-finalen V1 firgang for ungrytter. I A-finalen var også en anden deltager af samme stamfader, men det var Ösp fra Narfastaðir efter Erla fra Narfastaðir (8.17), datter af Erill.
🇬🇧 A trip to Skagafjörður last weekend also included a visit to Dýrfinnustaðir where the young stallion Rustikus has been in training by Björg Ingólfsdóttir. Rustikus, who we own together with Björg’s father, Ingólfur Helgason at Dýrfinnustaðir, is son of the honorary prized breeding stallion Hágangur from Narfastaðir (8.31) and Hekla from Eskifjörður (8.30), daughter of Erill from Kópavogur. The owners were well pleased with Björg’s training of Rustikus. In addition to being well built, Rustikus has a stable mind, shows fine riding qualities and has five clear gaits with promising movements.
The same weekend Björg took Rustikus brother by mother, Straumur from Eskifjörður, to his first competition where they made it to the V1 Four-Gait A-Final for junior riders. In the A-final an other descendant of Erill participated also i.e. Ösp from Narfastaðir who is an offspring of the well known competition and breeding mare Erla from Narfastaðir (8.17).
Rustikus frá Dýrfinnustöðum
🇮🇸 Rustikus frá Dýrfinnustöðum (2017) er undan heiðursverðlaunahestinum Hágangi frá Narfastöðum (8.31) og Erilsdótturinni Heklu frá Eskifirði (8.30). Nafnið fékk Rustikus eftir sameiginlegum forföður okkar Ingólfs, Rustikusi Þorsteinssyni (1684-1762) sem sagður var: „dugnaðarmaður mikill og ákafamaður við vinnu“.
🇬🇧 Rustikus from Dýrfinnustaðir (2017) is son of the honorary prized breeding stallion Hágangur from Narfastaðir (8.31) and Hekla from Eskifjörður (8.30), daughter of Erill from Kópavogur. The name Rustikus comes from Vilhjálmur and Ingólfur’s common ancestor, Rustikus Þorsteinsson (1684-1762).
Straumur frá Eskifirði
🇮🇸 Straumur frá Eskifirði (2012) – undan Erilsdótturinni Heklu frá Eskifirði (8.30) og Hróðri frá Refsstöðum.
🇩🇰 Straumur fra Eskifjörður (2012) – efter Hekla fra Eskifjörður (8.30), datter af Erill fra Kópavogur – og Hróður fra Refsstaðir.
🇬🇧 Straumur from Eskifjörður (2012) – by Hekla from Eskifjörður (8.30), daughter of Erill from Kópavogur – and Hróður from Refsstaðir.
🇮🇸 Það er löngu tímabært kynna til sögunnar nýjasta afsprengið í hrossahópnum. Tíunda júní kastaði Dýrð frá Melaleiti sínu fyrsta folaldi, léttstígum rauðjörpum hesti, sem nú fengið hefur nafnið Dýrðlingur. Folaldið er einnig fyrsta afkvæmi föðursins, sem er Rustikus frá Dýrfinnustöðum.
🇩🇰 Det er for længst på tide at meddele nyheden om det nyeste afkom i vores hesteflok, men den 10. juni, kom Dýrð fra Melaleiti med sit første føl, en letgående rødbrun hingsteføl der har fået navnet Dýrðlingur. Navnet betyder en helgen og hentyder til hoppens navn: Dýrð som betyder pragt. Føllet er også første afkom efter faderen Rustikus fra Dýrfinnustaðir.
🇬🇧 It is long due to announce the birth of the newest member in our flock. On the 10th of June, Dýrð from Melaleiti had her first foal, a light-going brown colt named Dýrðlingur. The name means: saint, referring to the mare’s name, Dýrð or Glory. The foal is also the first offspring of the father Rustikus from Dýrfinnustaðir.
🇮🇸 Tveir ungir folar og frændur sem fengu að spreyta sig í hryssum í Melaleiti síðastliðið sumar, hafa nú fengið sínar eigin síður hér á vefsvæði Viljahesta. Þetta eru tveggja vetra graðfolarnir Áróður frá Melaleiti (2017) og Rustikus frá Dýrfinnustöðum (2017).
Rustikus, sem er nýlega kominn til okkar í Melaleiti, er undan heiðursverðlaunahestinum Hágangi frá Narfastöðum (8.31) og Erilsdótturinni Heklu frá Eskifirði (8.30). Rustikus eigum við með vini okkar og ræktanda hestsins, Ingólfi Helgasyni á Dýrfinnustöðum. Nafnið fékk Rustikus eftir sameiginlegum forföður okkar Ingólfs, Rustikusi Þorsteinssyni (1684-1762) sem sagður var: „dugnaðarmaður mikill og ákafamaður við vinnu“.
🇩🇰 To unge hingste (og halvfætre via vores stamhoppe Gnótt), fik lov til at gå sammen med hopper i Melaleiti i sommer. De har nu fået deres egne sider her på siten. Det er Áróður fra Melaleiti (2017) og Rustikus fra Dýrfinnustaðir (2017).
Rustikus er ny i flokken i Melaleiti, søn af Hágangur fra Narfastaðir (8.31) og Hekla fra Eskifjörður (8.30), datter af Erill fra Kópavogur. Vi ejer Rustikus sammen med vores ven og hesteavler, Ingólfur Helgason på Dýrfinnustaðir i Skagafjörður. Rustikus tager navn efter Vilhjálmurs og Ingólfurs fælles stamfar, Rustikus Þorsteinsson (1684-1762).
🇬🇧 Two young stallions (and second cousins by Gnótt, the founding mare of our breed) were allowed to join few mares in Melaleiti this summer. They have now their own pages here on the site. These two are Áróður from Melaleiti (2017) and Rustikus from Dýrfinnustaðir (2017).
Rustikus, who has just joined the flock in Melaleiti, is son of the honorary prized breeding stallion Hágangur from Narfastaðir (8.31) and Hekla from Eskifjörður (8.30), daughter of Erill from Kópavogur. We own Rustikus together with our friend and horse breeder, Ingólfur Helgason at Dýrfinnustaðir in Skagafjörður. The name Rustikus comes from Vilhjálmur and Ingólfur’s common ancestor, Rustikus Þorsteinsson (1684-1762).
Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.