Bagall í Melaleiti

Bagall hljóp ánægður út í frelsið og grænu grösin í Melaleiti í gær. Ekki spillti gleðinni að hann fékk að hafa eina hryssu hjá sér. Bagall er 6 vetra stóðhestur og hér má sjá fleiri myndir og lesa meira um hann.

  Bagall nød frihed og grønne marker ved hjemkomst til Melaleiti i går. Et selskap af en hoppe gjorde besøget ikke ringere. Bagall er gråskimmel 6 årig hingst, med blis og hvide sokker (bærer af splash-white). Her kan man læse mere om Bagall og se flere fotos.

  Bagall enjoyed freedom and the green fields of Melaleiti farm when turning back for a visit. A comforting company of a mare made his day perfect, it seemed. Bagall (Crozier) is 6 years old grey stallion, with blaze and white socks. See more photos and information on Bagall here.

Bagall í blíðunni

Bagall frá Melaleiti júní2016 3

Bagall frá Melaleiti er 5 vetra graðhestur sem við eigum með Agnari og Birnu í Garðshorni. Í vor var Bagall í þjálfun hjá landsmótssigurvegaranum í unglingaflokki, Hafþóri Hreiðari Birgissyni, með ágætum árangri. Við smelltum nokkrum myndum af þeim félögum á völlunum í Spretti áður en Bagall fór að sinna merum í Huppahlíð í V-Húnavatnssýslu.

  Bagall fra Melaleiti er en 5 årig hingst som vi ejer i fælesskab med Agnar og Birna i Garðshorn. Hafþór Hreiðar Birgisson, der nyligt vandt sin aldersklasse til Landsmót på Hólar, har haft Bagall til træning her i foråret. Vi fotograferede dem lige inden Bagall blev sent af sted til en flok hopper i nord Island til sommer.

  Bagall from Melaleiti is a 5 year old stallion we own with Agnar and Birna in Garðshorn. Hafþór Hreiðar Birgisson, who recently won championship in his age group at Landsmót in Hólar, has been training Bagall the last few months. We took some photos of them training before Bagall was sent off to serve mares in North Iceland.

Bagall frá Melaleiti júní2016 2

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Bagall á jólum 2015

Bagall29des2015-2

Bagall er fjögurra vetra graðhestur undan Messu og Hrímni frá Ósi. Hann hefur verið á járnum í Spretti í haust og var tekinn með í Melaleiti yfir hátíðirnar. Þó svo tíðin sé rysjótt þessa dagana, þá var dagurinn í gær góður til útreiða.

Bagall fra Melaleiti er en 4 årig hingst efter Messa fra Melaleiti og Hrímir fra Ós. Bagall har farven rødskimmel med blis og hvide sokker på bagben. Han har været på stald hos os i Kópavogur i efteråret og blev taget med til Melaleiti over julen og nytår. Selv om vejret har været skiftende i disse dage så var dagen i går fin for en ridetur i det hvide landskab.

Bagall from Melaleiti is a 4 years old stallion, grey, born chestnut with a blaze and white socks on hind legs. Dam is Messa from Melaleiti and sire is Hrímir from Ós. Bagall has been in our stable in Kópavogur this autumn, but we took him to the farm over the holidays. Although the weather has been changing and turbulent last days, yesterday was a fine day for riding.

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Bagall29des2015-1

 

Tekið undan merum – ungfolar geltir

Í gær voru tryppi tekin undan merum í Melaleiti og tveir folar frá síðasta ári geltir. Dómur, undan Andra frá Vatnsleysu og Ofgnótt frá Melaleiti og svo Náttvörður undan Nótt frá Kópavogi og Glámi frá Hofsósi – voru geltir. Þriðji hesturinn frá árinu 2011, Bagall frá Melaleiti, undan Messu og Hrímni frá Ósi, er ógeltur að sinni.

Myndir frá síðasta sumri: Dómur og Náttvörður 2011; neðri mynd: Bagall og Messa 2011.

 I går var der så tid til kastrationer: To hingste fra 2011 skal ikke til avl. Det er Dómur, F: Andri fra Vatnsleysa, M: Ofgnótt fra Melaleiti og så Náttvörður, M: Nótt fra Kópavogi og Glámur fra Hofsós. Derimod er Bagall, M: Messa, F: Hrímnir fra Ós, lovende hingstemne.  Billederne er fra sidste sommer.

 Yesterday two of the colts from last year were castrated: Dómur, F: Andri from Vatnsleysa, M: Ofgnótt from Melaleiti og så Náttvörður M: Nótt from Kópavogi and Glámur from Hofsós. The third colt, Bagall, M: Messa, F: Hrímnir from Ós, is a promising colt and still uncastrated. The photos are from last summer.

Ljósmyndir / photos: © Áslaug Jónsdóttir 2011

Fyrsta folald ársins

Í nótt kastaði Messa brúnu hestfolaldi undan Árelíusi Ágústínusarsyni. Folaldið hefur fengið nafnið Kaleikur. Messa er undan Glámi og Erlu-Birtingi. Bróðir Kaleiks fæddur 2011 er Bagall, grár, blésóttur sokkóttur, fæddur sótrauður. Bagall er undan Hrímni frá Ósi. Veðrið leikur við menn og skepnur þessa daga í Melaleiti.

 Årets første føl i Melaleiti fødtes i nat: Kaleikur, sort hingsteføl efter Messa og Árelíus, der er søn af Ágústínus. Kaleikur er Messas andet føl, hendes første Bagall er grå med blis og sokker. F: Hrímnir fra Ós. 

 The first foal of the year in Melaleiti was born last night: Kaleikur, black colt. M: Messa, F: Árelíus son of Ágústínus. Kaleikur is Messa’s second foal, her first, Bagall is grey with blaze and socks, son of Hrímnir from Ós. 

Ljósmyndir / photos: © Áslaug Jónsdóttir 2012