Tamningar 2012

SpurnLilja2012

Spurn frá Melaleiti

Í haust var gerður skurkur í frumtamningum en lítið var gert í þeim málum í fyrra sökum húsleysis, því þurfti að frumtemja 2008 og 2009 árgangana. Um tamningarnar sá Lilja Sigurðardóttir í Gusti fórst það vel úr hendi að vanda, en hún hefur frumtamið megnið af tryppunum okkar undanfarin ár. Hryssur á fimmta vetur voru Dýrtíð, undan Tígur frá Álfhólum og Dýrfinnu, og Rýmd frá Enni undan Kvisti frá Enni og Röskvu Gnóttardóttir. Á fjórða vetur voru Dýrkun undan Dýrfinnu og Glámi, Lota undan Glampa frá Vatnsleysu og Runu, Síðasta-Öld undan Glámi og móður hans Veru og Spurn undan Glymi frá Innri-Skeljabrekku og Veröld. Flest tryppin voru tamin í 5-6 vikur nema Spurn sem síðust var tekin inn og fékk því ekki nema 2 vikna skólun.

Hryssurnar tömdust ágætlega í þessari törn og engin þeirra var alómöguleg. Þær draga flestar dám af mæðrum sínum, frænkurnar Lota og Síðasta-Öld eru gangsamar með lint brokk, lyfta fótum og urðu fljótt reiðfærar. Systurnar Dýrtíð og Dýrkun eru örlyndar og klárgengar líkt og móðir þeirra, verða flottar týpur með áframhaldandi tamningu enda bráðvel gerðar. Rýmd sækir óþarflega mikið í afa sinn Hvanneyrar-Ófeig með geðslagið, reyndist auk þess töluvert klárgeng eins og mörg afkvæmi Kvists, en skrefið er verklegt. Eftir einungis tveggja vikna tamningu í þetta sinn, fór Spurn samt vel af stað: auðtamin, með gott ganglag og fótaburð með góðu framgripi – spennandi tryppi þar á ferð og ekki spillir liturinn fyrir, jarpvindótt, tvístjörnótt og leistótt.

This slideshow requires JavaScript.

  I efteråret fik unghopper af årgang 2008 og 2009 sin første tilridning. For grundtræningen stod Lilja Sigurðardóttir, som hun har gjørt for os i snart de sidste mange år. Hopperne af årgang 2008 var Dýrtíð efter Tígur fra Álfhólar og Dýrfinna, Rýmd fra Enni efter Kvistur fra Enni og Röskva, datter af Gnótt. Af årgang 2009 var hopperne Dýrkun efter Glámur og Dýrfinna, Lota efter Glampi fra Vatnsleysa og Runa, Síðasta-Öld efter sin broder Glámur og Vera; samt Spurn efter Glymur fra Innri-Skeljarbrekka og Veröld.

Træningen af hopperne gik nogenlunde efter bogen og ingen af dem blev fundet heldt umulig. Man kan se snert af deres mødre i alle af dem. Niecerne Síðasta-Öld og Lota er højtgående femgængere med svag trav og var nemme at tilride. Søstrene Dýrkun og Dýrtíð er travagtige med kvik temperament, men bliver flotte firgængere med mere træning samt at have udseendet med sig. Rýmd har et sind man kender fra mange afkom af hendes morfar, Ófeigur fra Hvanneyri, hun er en firgænger med rumelige bevægelser og go fremdrift. Træningen varede 5-6 uger for de fleste med undtagelse af Spurn der blev taget sidst på stald og fik derfor kun 2 uges træning. Spurn viste sig at være nem og medgørelig, med vel adskildte gangarter og høj benløft, – en meget spændende unghoppe.

  We had a flock of six mares going to their first basic training this winter. As often before we had trainer Lilja Sigurðardóttir to work with the three and four year old mares: Dýrtíð from Melaleiti (2008) – sire Tígur from Álfhólar, dam Dýrfinna; Rýmd from Enni (2008) – sire Kvistur fra Enni, dam Röskva (daughter of Gnótt); Dýrkun from Melaleiti – sire Glámur, dam Dýrfinna; Lota from Melaleiti (2009) – sire Glampi fra Vatnsleysa, dam RunaSíðasta-Öld from Melaleiti (2009) sire Glámur, dam VeraSpurn from Melaleiti – sire Glymur fra Innri-Skeljarbrekka, dam Veröld.

All the young mares responded well to these first training periods, varying from 2 weeks up to 6 weeks. Some of the fillies may be more promising than others, for instance Spurn who seems to have clear gates and elegant movements. The name Spurn means News or Rumor or even Question.

Þessi færsla var birt í Merar / Mares, Tamningar / Training og merkt sem , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.