Greinasafn fyrir merki: Folöld

Léttleikandi – Fjöðrun frá Melaleiti

Dýrvin frá Melaleiti kastaði sínu fyrsta folaldi 28. maí, brúnni meri. Folaldið er einnig fyrsta skráða afkvæmi föðursins Svartálfs frá Syðri-Gegnishólum, ósýndum ungfola undan heiðursverðlaunahryssunni Álfadísi frá Selfossi og Arioni frá Eystra-Fróðholti (8.91). Myndirnar eru teknar í sjaldgæfri uppstyttu 13. … Halda áfram að lesa

Birt í Folöld / Foals 2018 | Merkt , , , , , , , | Slökkt á athugasemdum við Léttleikandi – Fjöðrun frá Melaleiti

Stefnt á toppinn – Gnípa frá Melaleiti

Í ausandi rigningu 27. maí kastaði Glás brúnu merfolaldi undan Álfakletti frá Syðri-Gegnishólum (8.53). Dumbungurinn og rigningarnar undanfarnar vikur og mánuði hafa sannarlega ekki boðið upp á myndasmíðar, en þessar ljósmyndir voru teknar í uppstyttu 13. júní. Hryssan fékk nafnið Gnípa, … Halda áfram að lesa

Birt í Folöld / Foals 2018 | Merkt , , , , , , , | Slökkt á athugasemdum við Stefnt á toppinn – Gnípa frá Melaleiti

Úti í veðri og vindi – Logri frá Melaleiti

Loks koma fréttir af hrossunum okkar í Melaleiti, með myndum af fyrsta folald ársins. Runa frá Hofsósi varð fyrst til að kasta, af þeim fjórum hryssum sem eiga að kasta í Melaleiti í vor. Þessi myndarlegi rauði tvístjörnótti og leistótti … Halda áfram að lesa

Birt í Folöld / Foals 2018 | Merkt , , , , , , , | Slökkt á athugasemdum við Úti í veðri og vindi – Logri frá Melaleiti

Ungviðið í ágúst

Það er ekki seinna vænna að setja inn nokkrar sumarmyndir af folöldunum. Fregn (f. 2. júní) og Spurn eru nú komnar aftur heim í Melaleiti eftir heimsókn til Álfarins í Syðri-Gegnishólum. Hin folöldin í ár, Ofursti (f. 21. júlí) og Áróður (f. 7. ágúst), … Halda áfram að lesa

Birt í Folöld / Foals 2017, Merar / Mares | Merkt , , , , , , , , , , | Slökkt á athugasemdum við Ungviðið í ágúst

Fregn frá Melaleiti

Fyrsta folald ársins 2017 í Melaleiti leit dagsins ljós 2. júní. Það er rauðjörp meri, tvístjörnótt, sokkótt á afturfótum og hringeygð á vinstra auga. Folaldið hefur fengið nafnið Fregn frá Melaleiti. Móðirin er Spurn frá Melaleiti, faðirinn er Lexus frá Vatnsleysu. Spurn … Halda áfram að lesa

Birt í Folöld / Foals 2017, Melaleiti / The farm, Merar / Mares | Merkt , , , , , , | Slökkt á athugasemdum við Fregn frá Melaleiti

Folöldin í september

Það var ró yfir stóðinu í Melaleiti í gær, eins og vera ber á góðum degi. Folöldin stækka og þrífast með ágætum. Myndasyrpan hér fyrir neðan er af folöldunum sem við fengum í vor. Merfolöldin eru fimm: Ætt, Mæla, Nifteind, Hánótt … Halda áfram að lesa

Birt í Folöld / Foals 2014 | Merkt , , , , , , , , , | Færðu inn athugasemd

Ofjarl frá Melaleiti

Hér ber að líta Ofjarl frá Melaleiti. Ofgnótt kastaði fyrr í vikunni, rauðu hestfolaldi, undan Ljóna frá Ketilsstöðum. Með góðum vilja má greina örfína stjörnu í enni. Ofgnótt er undan Gnótt og Pilti frá Sperðli. Aðeins eitt folald fæðist í Melaleiti í ár. Eigandi … Halda áfram að lesa

Birt í Folöld / Foals 2013 | Merkt , , , , , | Færðu inn athugasemd

Haust í hrossahögum

Eins og ævinlega hefur sumarið liðið hratt. Áslaug og Kristjana fóru um hrossahagana í fallegu veðri þann 20. október. Það var héla í lautum, jörð víða frosin og folöldin komin í vetrarhár.   Så er sommeren for længst forbi og føllene har allerede sat en tyk … Halda áfram að lesa

Birt í Folöld / Foals 2012, Stóðið / The flock | Merkt , , , , , , | Færðu inn athugasemd

Dýrð frá Melaleiti

Síðust en ekki síst! Þann 30. júlí fæddist síðasta folaldið í Melaleiti þetta árið og var það brún hryssa undan Árelíusi frá Hemlu og Dýrfinnu frá Hofsósi, sem hefur fengið nafnið Dýrð. Dýrfinna hefur eingöngu átt hryssur og allar hafa … Halda áfram að lesa

Birt í Folöld / Foals 2012 | Merkt , , , | Færðu inn athugasemd

Dálkur frá Melaleiti

Í blíðviðrinu þann 15. júlí kastaði Runa sótrauðu stjörnóttu hestfolaldi undan Hnokka frá Dýrfinnustöðum. Stjörnufákurinn sem svaf vært í sólinni hefur verið nefndur Dálkur, en Runa er móðir Lotu og Flokks og því þótti rétt að halda áfram í bókhaldinu. … Halda áfram að lesa

Birt í Folöld / Foals 2012 | Merkt , , , , | Færðu inn athugasemd