Hófvarpnir frá Melaleiti | Goddess Gná and her horse

🇮🇸 Síðasta folald sumarsins kom í heiminn 22. júní, brúnn hestur sem fengið hefur nafnið Hófvarpnir frá Melaleiti. Hann er fyrsta afkvæmi móður sinnar Gnár frá Melaleiti. Nafnið er úr goðafræðinni eins og nafn móðurinnar: ásynjan Gná átti hestinn Hófvarpnir, en hann er sá sem varpar fótum hátt eða er hágengur og rennur loft og lög.

Móðirin Gná, sem er 18 vetra, hefur verið frá því hún var tamin uppáhaldsreiðhestur Vilhjálms, fjör- og rýmishryssa með frábært geðslag, gæf og mannelsk. Gná er undan Gnóttar- og Gusts frá Grundar-dótturinni Glás frá Hofsósi og Vindi frá Kálfsstöðum undan Emmu-Birting frá Kópavogi og Eiði frá Oddhóli.

Leitað var í smiðju vina okkar á Dýrfinnustöðum, þegar loksins var ákveðið að halda Gná, en faðir Hófvarpnis er stólpagæðingurinn Kjuði frá Dýrfinnustöðum


🇩🇰 Sommerens sidste føl kom til verden den 22. juni, en brun hest der har fået navnet Hófvarpnir. Moderen, Gná fra Melaleiti, en 18 år hoppe der har igennem årerne været Vilhjálms yndlings ridehest. Når det endeligt blev besluttet at hun skulle bedækkes, faldt valget på Kjuði fra Dýrfinnustaðir der b.a. gjørde sig godt gældende til LM på Hella 2022 i A-klasse gæðingar.

Navnene Gná og Hófvarpnir stammer fra Nordisk mytologi: Gná var en gudinde og Hófvarpnir (=den der går med høje benløft) hendes hest og kan ride både i luft og hav.

Gná er stærkt hjemmeavlet efter Glás fra Hofsós (m: Gnótt fra Steinmóðarbær og f: Gustur fra Grund) og Vindur fra Kálfsstaðir efter vores Emma-Birtingur fra Kópavogur og Eiður fra Oddhóll.


🇬🇧 The last foal of the summer was born on June 22, a brown colt that we have named Hófvarpnir. The dam, Gná frá Melaleiti, is an 18-year-old mare who has been Vilhjálmur’s favorite riding horse over the years. When it was finally decided that she should be covered, the choice fell on Kjuði from Dýrfinnustaðir who, among other things, made a good impression on LM at Hella 2022 in A-class.

Gná is a name from the old Norse mythology, Gná was a godess that rode her horse Hófvarpnir (= he who flails his hooves high), riding through both air and sea.

Gná is strongly homebred, after Glás from Hofsós (m: Gnótt from Steinmóðarbær and f: Gustur from Grund) and Vindur from Kálfsstaðir after our Emma-Birtingur from Kópavogur and Eiður from Oddhóll.

Róteind frá Melaleiti| The cosmic core

🇮🇸 Veröld frá Dýrfinnustöðum var sú fjórða til að kasta nú sínu sjötta folaldi þann 12. júní. Afkvæmið, rauðjörp hryssa, hefur fengið nafnið Róteind í samræmi við aðrar nafnagiftir á afkvæmum Veraldar samanber Bóseind, Nifteind, Miklihvellur o.s.frv. Róteind er undan Reyni frá Enni, síðasta afkvæmis heiðursverðlauna og gæðingamóðurinnar Sendingar frá Enni. Faðir Reynis er landsmótssigurvegarinn 2016, Forkur frá Breiðabólstað, þannig að töluverðar væntingar eru bornar til þessarar fínlegu hryssu.


🇩🇰 Veröld fra Dýrfinnustaðir blev den fjerde af hopperne til at føle i år, den 12. juni. Det blev en brun hoppe der har fået navnet Róteind (Proton) i stil med de navne hendes søskende har fået, såsom Nifteind (Neutron), Bóseind (boson), Miklihvellur (Big Bang)  o.s.v. – men navnet Veröld betyder Verden eller Univers. Róteind er efter unghingsten Reynir fra Enni der er det sidste afkom efter ærespremie hoppen Sending fra Enni. Faderen til Reynir er LM 2016-vinderen, Forkur fra Breiðabólstaður.


🇬🇧 Veröld from Dýrfinnustaðir became the fourth of the mares to foal this year, June 12th. The offspring, a brown mare that has been named Róteind (Proton) in step with the names of her siblings has been given, i.e. Nifteind (neutron), Bóseind (Boson), Miklihvellur (Big Bang) etc, – but Veröld means the World or the Universe. Róteind is sired by the young stallion Reynir from Enni, who was the last offspring of the honorary prize mare Sending from Enni. The father of Reynir is the LM 2016 winner, Forkur from Breiðabólstaður.

Ómun frá Melaleiti | A name sounding good

🇮🇸 Þann 11. júní kastaði Óöld frá Melaleiti rauðu merfolaldi, undan Lennon frá Vatnsleysu. Okkur líst vel á sköpulag og hreyfingar og fékk folaldið nafnið Ómun frá Melaleiti. Þetta er annað folald Óaldar en fyrsta afkvæmið var Óðný frá Melaleiti, undan Gregoríusi

Óöld er undan Veru frá Kópavogi og Hætti frá Þúfum. Lennon er undan Hágangi frá Narfastöðum og Lydíu frá Vatnsleysu, – bæði undan Glampa frá Vatnsleysu. 


🇩🇰 Óöld fra Melaleiti kom med et rødt hoppeføl den 11. juni, efter Lennon fra Vatnsleysa. Det er smukt bygget og har fine bevægelser. Føllet fik navnet Ómun som betyder ekko eller lyd. Ómun er det andet føl til Óöld, men det første kom i 2021: Óðný fra Melaleiti, efter vores hingst Gregoríus

Óöld er datter af Vera fra Kópavogur og Háttur fra Þúfur. Lennon er efter Hágangur fra Narfastaðir og Lydía fra Vatnsleysa, begge afkom af Glampi fra Vatnsleysa.


🇬🇧 Óöld from Melaleiti had a fine red filly on June 11th, sired by Lennon from Vatnsleysa. The filly has a fine figure and elegant movements. We named the foal Ómun, meaning sound or resonance.This is Óöld’s second foal: her first was Óðný (2021) after our stallion Gregoríus

Óöld is daughter of Vera from Kópavogur and Háttur from Þúfur. Lennon is after Hágangur from Narfastaðir and Lydía from Vatnsleysa, both of them after Glampi from Vatnsleysa.

Ró frá Melaleiti | Peace and Quiet

🇮🇸 Tíunda júní kastaði Reisn frá Efri-Þverá brúnstjörnóttu merfolaldi undan Áróðri frá Melaleiti. Þessi systir Friðar, sem getið er um hér í fyrri pósti, gat ekki fengið nema eitt nafn: . Nú er bæði Friður og Ró í Melaleiti.

Reisn er í eigu Halldórs Svanssonar og ræktuð af honum, en á ættir að rekja til okkar ræktunar. Hún er undan Byrjun frá Kópavogi og Ákafa frá Brekkukoti. Byrjun var undan Veru frá Kópavogi og Ákafi er undan Ágústínusi frá Melaleiti.


🇩🇰 Den tiende juni kom Reisn fra Efri-Þverá med et hoppeføl efter Áróður fra Melaleiti, en fin sortbrun hoppe med en lille stjerne. Denne søster til Friður (= Fred), som vi skrev om her i det forrige indlæg, kunne kun få ét navn: Ró – altså Ro. Nu er der både Fred og Ro i Melaleiti.

Reisn er ejet af Halldór Svansson og avlet af ham, men anerne spores tilbage til vores opdræt. Reisn er datter af Byrjun fra Kópavogur og Ákafi fra Brekkukoti. Byrjun var så datter af vores gamle avlshoppe Vera fra Kópavogur og Ákafi er søn af Ágústínus fra Melaleiti.


🇬🇧 On June 10th, Reisn from Efri-Þverá had a black filly with a tiny star, sired by our stallion Áróður from Melaleiti. This sister (by father) to Friður (Peace) from Melaleiti, that we introduced here in a previous post, could only get one name: , meaning Quiet. Now there is both Peace and Quiet in Melaleiti.

Reisn is owned by Halldór Svansson and bred by him, but she is a decendant of our broodmares. She is after Byrjun from Kópavogur and Ákafi from Brekkukot. Byrjun’s mother was Vera from Kópavogur and Ákafi’s father is Ágústínus from Melaleiti.

Friður frá Melaleiti | The first foal of spring 2023

🇮🇸 Styrjöld frá Dýrfinnustöðum kastaði svarbrúnu hestfolaldi þann 2. júní. Folaldið er undan fola úr okkar eigin rækt: Áróðri frá Melaleiti. Okkur þykir nóg um styrjaldirnar og ófriðinn, svo folaldið fékk öllu friðsamlegra nafn en móðirin og er nefnt Friður frá Melaleiti. Friður er annað folald Styrjaldar, en eldri bróðir Friðar, Hermann, var kallaður til starfa í þágu vísindanna og tekur þátt í bólusetningartilraun gegn sumarexemi.

Styrjöld er undan Veru frá Kópavogi og Brunni frá Kjarnholtum.
Áróður er undan Ágústínusardótturinni Árúnu frá Mosfelli og Sirkusi frá Garðshorni.


🇩🇰 Styrjöld frá Dýrfinnustaðir kom med årets første føl, den 2. juni. Et sort hingstføl efter en af vores egne hingste, Áróður fra Melaleiti. Vi synes det er nok med krige og konflikter, så føllet fik et meget mere fredeligt navn end moderen og hedder Friður fra Melaleiti, altså Fred. Friður er Styrjölds andet føl, men storebroren, Hermann, blev kaldt til arbejde til gavn for videnskaben og deltager i et vaccinationsforsøg mod sommereksem.

Styrjöld er afkom af Vera fra Kópavogur og Brunnur fra Kjarnholt.
Áróður er afkom af Ágústínus-datteren Árún fra Mosfell og Sirkus fra Garðshorn.


🇬🇧 The first foal this year was a jetblack colt sired by one of our own stallions: Áróður from Melaleiti. The mare is Styrjöld from Dýrfinnustaðir, her name meaning „war“. But in a world so torn with wars and conflicts, we chose to name the foal something more peaceful and it got the name Friður, meaning „peace“. Friður from Melaleiti is Styrjöld’s second foal, but Friður’s older brother, Hermann, was called to duty for the benefit of science and takes part in a vaccination experiment against summer eczema.

Styrjöld is daughter of Vera from Kópavogur and Brunnur from Kjarnholt.
Áróður is son of the daughter of Ágústínus, Árún from Mosfell and Sirkus from Garðshorn.

Léttleikandi – Fjöðrun frá Melaleiti

Dýrvin frá Melaleiti kastaði sínu fyrsta folaldi 28. maí, brúnni meri. Folaldið er einnig fyrsta skráða afkvæmi föðursins Svartálfs frá Syðri-Gegnishólum, ósýndum ungfola undan heiðursverðlaunahryssunni Álfadísi frá Selfossi og Arioni frá Eystra-Fróðholti (8.91). Myndirnar eru teknar í sjaldgæfri uppstyttu 13. júní. Langar kjúkur, skásettir bógar og fjaðrandi hreyfingar gefa fyrirheit um fótaburð og mýkt – því fékk folaldið nafnið Fjöðrun.

  Ágústínusdatteren Dýrvin fra Melaleiti fik sit første føl den 28. maj, en sort hoppe. Føllet er også det første reg. afkom efter faderen Svartálfur fra Syðri-Gegnishólar. Svartálfur er en ukåret unghingst efter den fabelagtige avlshoppe Álfadís fra Selfoss og Arion fra Eystra-Fróðholt (8.91). Fotografierne er taget 13. juni, en af de sjældne dage hvor det ikke har regnet her til foråret. Føllet har fået navnet Fjöðrun som betyder „fjedrende“. Lange koder, skråt stillede skuldre forudsiger høje benløft og smidige bevægelser – der af navnet.

  The daughter of Ágústínus, Dýrvin from Melaleiti, had her first foal on May 28th, a black filly. The foal is also the first registered offspring of the sire Svartálfur from Syðri-Gegnishólar. Svartálfur is a young stallion, not yet assessed, out of the excellent broodmare Álfadís from Selfoss and by Arion from Eystra-Fróðholt (8.91). The photos were taken on the 13th of June, one of the few days this summer when it hasn’t rained. The foal has been given the name Fjöðrun, meaning „spring“ or „elasticity“, since long pasterns and sloping shoulders promise high leg action and agile movements.

Fjöðrun á fyrsta degi: 28. maí 2018

Stefnt á toppinn – Gnípa frá Melaleiti

Í ausandi rigningu 27. maí kastaði Glás brúnu merfolaldi undan Álfakletti frá Syðri-Gegnishólum (8.53). Dumbungurinn og rigningarnar undanfarnar vikur og mánuði hafa sannarlega ekki boðið upp á myndasmíðar, en þessar ljósmyndir voru teknar í uppstyttu 13. júní. Hryssan fékk nafnið Gnípa, – sem vísar í Álfaklettinn og auðvitað er stefnt á toppinn!

  I voldsom regnvejr den 27. maj kom Glás med et sort hoppeføl efter Álfaklettur fra Syðri-Gegnishólar (8.53). De grå og regnfulde dage siden da har godt nok ikke virket stimulerende på Viljahestars fotograf, men disse billeder er taget i en sjælden opklaring den 13. juni. Føllet fik navnet Gnípa som betyder „bjergspids“ eller „klippetop“ og henviser også til faren, Álfaklettur som betyder „Alfe-klippe“. Klart vil vi gerne til tops med Gnípa!

 In pouring rain on May 27th, Glás foaled a black filly sired by Álfaklettur from Syðri Gegnishólar (8.53). The gloomy weather and rainfall the past week and months have not offered the best opportunities for decent photos, but these shots were taken when the rain let up for a while on the 13th of June. The foal has been given the name Gnípa. The name means „summit“ or „mountain top“, – hinting towards the sire name Álfaklettur = meaning „The Cliff of Elfs“ or „Sprite-Cliff“, and of course we would like Gnípa make it to the top!

Gnípa á fyrsta degi: 27. maí 2018

Úti í veðri og vindi – Logri frá Melaleiti

Loks koma fréttir af hrossunum okkar í Melaleiti, með myndum af fyrsta folald ársins. Runa frá Hofsósi varð fyrst til að kasta, af þeim fjórum hryssum sem eiga að kasta í Melaleiti í vor. Þessi myndarlegi rauði tvístjörnótti og leistótti hestur kom í heiminn í slagviðrinu í gær. Faðirinn er Ísak frá Dýrfinnustöðum en síðasta folald Runu, Liður frá Melaleiti, er einnig undan Ísaki. Ræktandi í þetta sinn og eigandi að folaldinu er ævivinurinn Kristján G. Guðmundsson. Folaldið fékk nafnið Logri frá Melaleiti, en logri er íslenskt heiti yfir lógaritma. Við fögnum því að þrátt fyrir kulda og óþurrk sé vorið nú komið með þessum vísi að veldi.

  I stormvejret i går kom dette flotte hingsteføl til verden. Rød med stjerne og snip og hvide sokker. Det var Erill– og Vera-datteren Runa fra Hofsós som blev den første af de fire hopper der skal fole i Melaleiti dette forår. Faderen er Ísak fra Dýrfinnustaðir men i forvejen har Runa et afkom efter ham: Liður fra Melaleiti. Som for de andre af Runa’s afkom skal det nye føl’s navn rummes inden for aritmetik eller matematik. Det blev så Logri fra Melaleiti, men logri betyder logaritme. Avler denne gang, og ejer af føllet, er vores gode ven, Kristján G. Guðmundson.

  While the storm was blowing hard yesterday and as the cold and bitter rain poured down, this handsome foal came into the world at the green fields of Melaleiti. A red colt with a star and a snip and white socks. It was Runa from Hofsós, (f. Erill and m. Vera) who was the first of the four mares that will foal in Melaleiti this spring. The sire is Ísak from Dýrfinnustaðir. Just as with Runa’s other offsprings, the name of the new foal has been chosen from arithmetic or mathematic terms. The name is Logri from Melaleiti, logri meaning logarithm. The breeder this time, and the owner of the foal, is our good friend Kristján G. Guðmundson.

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Ungviðið í ágúst

Það er ekki seinna vænna að setja inn nokkrar sumarmyndir af folöldunum. Fregn (f. 2. júní) og Spurn eru nú komnar aftur heim í Melaleiti eftir heimsókn til Álfarins í Syðri-Gegnishólum. Hin folöldin í ár, Ofursti (f. 21. júlí) og Áróður (f. 7. ágúst), dafna vel og tóku vel á móti nýjum félaga. Það er mikið hlaupið um á kvöldin en þessar myndir voru teknar á dögunum.

  Man må hellere skynde sig at vise nye fotos af sommerens føl der vokser så hurtigt. Fregn (f. 2. juni) og Spurn er tilbage i Melaleiti efter besøg til ÁlfarinnSyðri-Gegnishólar. De to andre føl: Ofursti (f. 21. juli) og Áróður (f. 7. august), trives godt og hilste den nye legekammerat velkommen. Der er meget galoperet hver aftenen!

  It’s time to bring out new photos of the fast growing foals that were born this summer. We have brought back to Melaleiti Spurn and Fregn (b. 2. June), after a visit to Álfarinn in Syðri-Gegnishólar. The other two foals: Ofursti (b. 21. July) og Áróður (b. 7. August), were only happy to meet a new friend.

Fyrir ofan | Ovenfor | Above: Árún og Áróður.
Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Fregn frá Melaleiti

Fyrsta folald ársins 2017 í Melaleiti leit dagsins ljós 2. júní. Það er rauðjörp meri, tvístjörnótt, sokkótt á afturfótum og hringeygð á vinstra auga. Folaldið hefur fengið nafnið Fregn frá Melaleiti. Móðirin er Spurn frá Melaleiti, faðirinn er Lexus frá Vatnsleysu. Spurn er í eigu Stutteri Ahl á Jótlandi, sem er rekið af systur Vilhjálms, Svövu Svansdóttur og eiginmanni hennar, Jesper Viskum Madsen. Folaldið Fregn eigum við í félagi með þeim.

  Så har vi en god nyhed! Spurn fra Melaleiti folede den 2. juni. Et rødbrunt hoppeføl med stjerne og snip, hvide sokker på bagben og et glasøje (hringeygð), d.v.s. med en ring i venstre øje. Faren er Lexus fra Vatnsleysa. Føllet har fået navnet Fregn fra Melaleiti. Spurn ejes af Stutteri Ahl i Ebeltoft, der drives af Vilhjálmurs søster, Svava Svansdóttir og hendes mand Jesper Viskum Madsen. Føllet Fregn (Nyhed) ejer vi i fællesskab med dem.

  We’ve got good news! This years first foal is here. The dam is Spurn from Melaleiti, sire Lexus from Vatnsleysa. The foal is a red bay mare, with a star and a snipe, white socks on the hind legs, glass-eyed on the left. We gave this colorful mare the name Fregn from Melaleiti. Fregn means news. The mother, Spurn, is owned by Stutteri Ahl in Denmark, which is driven by Vilhjálmur’s sister Svava Svansdóttir and her husband Jesper Viskum Madsen.