Greinasafn fyrir merki: Runa frá Hofsósi

Þáttun frá Melaleiti

🇮🇸  Í blíðuveðri nú í dag, 30. maí, kastaði Runa frá Hofsósi rauðjörpu merfolaldi sem hefur hlotið nafnið Þáttun. Eitthvað mun þurfa að skoða það hjá nafnanefnd Veraldarfengs því nafnið er nýtt í skránni. Eins og með önnur folöld Runu … Halda áfram að lesa

Birt í Folöld / Foals 2019 | Merkt , , , , , , , | Færðu inn athugasemd

Úti í veðri og vindi – Logri frá Melaleiti

Loks koma fréttir af hrossunum okkar í Melaleiti, með myndum af fyrsta folald ársins. Runa frá Hofsósi varð fyrst til að kasta, af þeim fjórum hryssum sem eiga að kasta í Melaleiti í vor. Þessi myndarlegi rauði tvístjörnótti og leistótti … Halda áfram að lesa

Birt í Folöld / Foals 2018 | Merkt , , , , , , , | Slökkt á athugasemdum við Úti í veðri og vindi – Logri frá Melaleiti

Liður frá Melaleiti

Runa kastaði myndarlegum rauðjörpum hesti sunnudaginn 3. júlí. Hann hefur fengið nafnið Liður frá Melaleiti, í samræmi við nafnahefð á afkvæmum Runu, en þar eru fyrir Lota, Flokkur, Dálkur og Röð. Liður er undan Ísaki frá Dýrfinnustöðum og er annað folaldið sem við … Halda áfram að lesa

Birt í Folöld / Foals 2016 | Merkt , , , , , , | Slökkt á athugasemdum við Liður frá Melaleiti

Vordagur í Melaleiti

Hrossin okkar í Melaleiti undu sér vel í vorblíðunni um síðustu helgi. Folöldin frá því í fyrra hafa þroskast ágætlega í vetur og nokkur þeirra má sjá á meðfylgjandi myndum. Tvær merar eiga að kasta í vor, þær Runa og Messa, en báðar eru fengnar við Ísaki frá … Halda áfram að lesa

Birt í Folöld / Foals 2015, Merar / Mares, Stóðið / The flock | Merkt , , , , , , , , , , | Slökkt á athugasemdum við Vordagur í Melaleiti

Veðjað á Ísak!

Í síðustu viku var farið með þær Messu og Runu í Skagafjörð undir Ísak frá Dýrfinnustöðum, en hann er 5. vetra stóðhestur sem vinkona okkar Björg Ingólfsdóttir hefur ræktað. Ísak, sem undan Hróðri frá Refsstöðum og List frá Vatnsleysu, hefur vakið athygli okkar í uppvextinum … Halda áfram að lesa

Birt í Merar / Mares, Stóðhestar / Stallions | Merkt , , , , | Slökkt á athugasemdum við Veðjað á Ísak!

Röð frá Melaleiti

Röð er sjötta folaldið sem fæðist í Melaleiti í vor, fædd 13. júní. Hún er rauðjörp, undan Runu og Gregoríus frá Melaleiti.   Runa fra Hofsós fik et hoppeføl den 13. juni. Hun er rødbrun og har fået navnet Röð (Række). Röð er efter Runa … Halda áfram að lesa

Birt í Folöld / Foals 2014 | Merkt , , | Færðu inn athugasemd

Gleðilegt ár 2013!

Nýársdagur og nóg til af grænni töðu. Hér er það Runa sem stendur lukkuleg yfir heyrúllu á fyrsta degi ársins. Hrossin halda yfirleitt ró sinni þó sprengjugnýr berist að úr ýmsum áttum á gamlárskvöldi og nýársnótt. Við lætin í gær sáu tvær … Halda áfram að lesa

Birt í Stóðið / The flock | Merkt , , , , | Færðu inn athugasemd

Dálkur frá Melaleiti

Í blíðviðrinu þann 15. júlí kastaði Runa sótrauðu stjörnóttu hestfolaldi undan Hnokka frá Dýrfinnustöðum. Stjörnufákurinn sem svaf vært í sólinni hefur verið nefndur Dálkur, en Runa er móðir Lotu og Flokks og því þótti rétt að halda áfram í bókhaldinu. … Halda áfram að lesa

Birt í Folöld / Foals 2012 | Merkt , , , , | Færðu inn athugasemd