Rustikus frá Dýrfinnustöðum

Rustikus frá Dýrfinnustöðum sumarið 2019

🇮🇸 Leiðir lágu norður í Skagafjörð um helgina sem leið og þá var tækifærið nýtt til að prófa Rustikus frá Dýrfinnustöðum og taka út tamninguna hjá Björgu Ingólfsdóttur þar á bæ. Rustikus er í sameiginlegri eigu okkar og Ingólfs á Dýrfinnustöðum og er undan Erilsdótturinni Heklu frá Eskifirði (8.30) og heiðursverðlaunahestinum Hágangi frá Narfastöðum (8.31). Við félagarnir erum prýðilega ánægðir með tamninguna og folann, sem er léttstígur, hreingengur og viljugur, eins og hann á kyn til.

Þessa sömu helgi fór Björg með bróður Rustikusar að móður, Straum frá Eskifirði í sína fyrstu keppni og komst þar í A-úrslit í fjórgangi ungmenna. Til gamans má geta að með þeim í úrslitunum var einnig annar keppnishestur sem á ættir að rekja til sama forföður, Erils frá Kópavogi, en það var Ösp frá Narfastöðum undan Erlu frá Narfastöðum (8.17).

🇩🇰 Da turen gik til Skagafjörður forleden weekend var lejligheden også benyttet til at besøge Dýrfinnustaðir hvor hingsten Rustikus har været i træning hos Björg Ingólfsdóttir. Rustikus, der er efter Erilsdatteren Hekla frá Eskifjörður (8.30) og Hágangur frá Narfastaðir (8.31), ejer vi sammen med Björg’s far, Ingólfur Helgason. Ejerene var godt tilfreds med træningen hos Björg og hesten, der foruden at være godt bygget viser fine rideegenskaber, er villig og stabil med fem klart adskildte gangarter.

Samme weekend tog Björg, en anden søn af Hekla, Straumur fra Eskifjörður i sin første stevne hvor de opnåde deltagelse í A-finalen V1 firgang for ungrytter. I A-finalen var også en anden deltager af samme stamfader, men det var Ösp fra Narfastaðir efter Erla fra Narfastaðir (8.17), datter af Erill.

🇬🇧 A trip to Skagafjörður last weekend also included a visit to Dýrfinnustaðir where the young stallion Rustikus has been in training by Björg Ingólfsdóttir. Rustikus, who we own together with Björg’s father, Ingólfur Helgason at Dýrfinnustaðir, is son of the honorary prized breeding stallion Hágangur from Narfastaðir (8.31) and Hekla from Eskifjörður (8.30), daughter of Erill from Kópavogur. The owners were well pleased with Björg’s training of Rustikus. In addition to being well built, Rustikus has a stable mind, shows fine riding qualities and has five clear gaits with promising movements.

The same weekend Björg took Rustikus brother by mother, Straumur from Eskifjörður, to his first competition where they made it to the V1 Four-Gait A-Final for junior riders. In the A-final an other descendant of Erill participated also i.e. Ösp from Narfastaðir who is an offspring of the well known competition and breeding mare Erla from Narfastaðir (8.17).

Rustikus frá Dýrfinnustöðum

🇮🇸 Rustikus frá Dýrfinnustöðum (2017) er undan heiðursverðlaunahestinum Hágangi frá Narfastöðum (8.31) og Erilsdótturinni Heklu frá Eskifirði (8.30). Nafnið fékk Rustikus eftir sameiginlegum forföður okkar Ingólfs, Rustikusi Þorsteinssyni (1684-1762) sem sagður var: „dugnaðarmaður mikill og ákafamaður við vinnu“.

🇩🇰 Rustikus fra Dýrfinnustaðir (2017) er søn af Hágangur fra Narfastaðir (8.31) og Hekla fra Eskifjörður (8.30), datter af Erill fra Kópavogur. Rustikus tager navn efter Vilhjálmurs og Ingólfurs fælles stamfar, Rustikus Þorsteinsson (1684-1762).

🇬🇧 Rustikus from Dýrfinnustaðir (2017) is son of the honorary prized breeding stallion Hágangur from Narfastaðir (8.31) and Hekla from Eskifjörður (8.30), daughter of Erill from Kópavogur. The name Rustikus comes from Vilhjálmur and Ingólfur’s common ancestor, Rustikus Þorsteinsson (1684-1762).

Straumur frá Eskifirði

 

🇮🇸 Straumur frá Eskifirði (2012) – undan Erilsdótturinni Heklu frá Eskifirði (8.30) og Hróðri frá Refsstöðum.

🇩🇰 Straumur fra Eskifjörður (2012) – efter Hekla fra Eskifjörður (8.30), datter af Erill fra Kópavogur – og Hróður fra Refsstaðir.

🇬🇧 Straumur from Eskifjörður (2012) – by Hekla from Eskifjörður (8.30), daughter of Erill from Kópavogur – and Hróður from Refsstaðir.

Myndbönd | video: ©Dýrfinnustaðir – vor | spring 2021.
Knapi | rytter | rider: Björg Ingólfsdóttir.

 

Meistari forskólaður

Meistari frá Melaleiti er þriggja vetra graðhestefni undan systkinabörnunum Gregoríusi frá Melaleiti og Erlu-Birtingi frá Hofsósi, en hann hefur verið í uppeldi hjá Magnúsi á Stóru-Ásgeirsá. Magnús tók hann í mánaðar forskólun á haustdögum og gerði reiðfæran.

Meistari er stór og öflugur foli með mikið skref og verklegan fótaburð. Hann tók fortamningunni vel, þægur, meðfærilegur og fljótur að læra.

  Meistari fra Melaleiti er en 3 årig hingst efter halvsøskendene Gregoríus fra Melaleiti og Erla-Birtingur fra Hofsós. Meistari har fået sin opvækst hos Magnús på Stóra-Ásgeirsá lige som mange andre af vores hingste. Magnús har nu i efteråret haft Meistari i en måneds træning og gjort ham rideklar. Han viste sig at være lærenem og medgørlig.

Meistari er stor og muskuløs, med rummelige bevægelser og lovende beneløft og ligner meget sin næsten helbror Massi fra Melaleiti der kan ses på et video her.

 Meistari from Melaleiti is a 3 year old stallion prospect sired by the half-siblings Gregoríus from Melaleiti and Erla-Birtingur from Hofsós. Meistari is kept and brought up by Magnús on Stóra-Ásgeirsá like so many of our stallions. This fall Magnus has had Meistari in training for a month. Meistari has proved to be easily tamed, a stable and fast learner.

Meistari is big and muscular with spacious movements and promising leg-action. He looks very much like his almost full-brother Massi from Melaleiti, which can be seen on a video here.

 

Hugsuður í ágúst

HugsuðurAug2016-2

Hugsuður frá Melaleiti er sex vetra stóðhestur undan Ágústínusi sem við eigum í félagi með Ævari Erni Guðjónssyni. Hugsuður hefur verið í góðri framför frá því Ævar fékk hann til sín síðastliðið haust, fremur lítið gerðan. Hann líkist föður sínum á margan hátt, ekki hvað síst á brokki. Hérna eru nokkrum myndum af þeim félögum sem teknar voru á dögunum á völlunum í Spretti.

Hugsuður fra Melaleiti er en 6 årig hingst vi ejer i fællesskab med Ævar Örn Guðjónsson der driver træningsstation i Sprettur. Hugsuður er efter Ágústínus fra Melaleiti og ligner sin far på mange måder. Hugsuður er en lovende firgænger, med god tölt og fabelagtig trav. Her er nogle billeder der blev taget for et par uger siden.

Hugsuður from Melaleiti is a six year old stallion from our breeding. Hugsuður’s sire is Ágústínus from Melaleiti and in many ways he takes after his father, specially in the trott. Following are few pictures of Hugsuður and his trainer Ævar Örn Guðjónsson,  taken couple of weeks ago at the tracks in Sprettur.

Photo date | Myndir dags 14. 08 2016.
Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Bagall í blíðunni

Bagall frá Melaleiti júní2016 3

Bagall frá Melaleiti er 5 vetra graðhestur sem við eigum með Agnari og Birnu í Garðshorni. Í vor var Bagall í þjálfun hjá landsmótssigurvegaranum í unglingaflokki, Hafþóri Hreiðari Birgissyni, með ágætum árangri. Við smelltum nokkrum myndum af þeim félögum á völlunum í Spretti áður en Bagall fór að sinna merum í Huppahlíð í V-Húnavatnssýslu.

  Bagall fra Melaleiti er en 5 årig hingst som vi ejer i fælesskab med Agnar og Birna i Garðshorn. Hafþór Hreiðar Birgisson, der nyligt vandt sin aldersklasse til Landsmót på Hólar, har haft Bagall til træning her i foråret. Vi fotograferede dem lige inden Bagall blev sent af sted til en flok hopper i nord Island til sommer.

  Bagall from Melaleiti is a 5 year old stallion we own with Agnar and Birna in Garðshorn. Hafþór Hreiðar Birgisson, who recently won championship in his age group at Landsmót in Hólar, has been training Bagall the last few months. We took some photos of them training before Bagall was sent off to serve mares in North Iceland.

Bagall frá Melaleiti júní2016 2

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Dagur í lífi Dóms

Dómur frá Melaleiti (1)

Þó svo að áherslan í vetur hafi aðalega verið á tamningu og þjálfun á graðhestunum Hugsuði, Gregoríusi og Bagli, þá hefur líka aðeins verið átt við geldingana sem við eigum á fimmta vetur. Annar þeirra er Dómur frá Melaleiti, lofthár og bolléttur foli undan Andra frá Vatnsleysu og Ofgnótt. Dómur er skemmtilegur karakter, forvitinn og óhræddur við alla hluti. Hann er og býsna sporléttur og oft gaman að sjá hann hreyfa sig þegar hann er viðraður.

  Selvom at vi i vinter har lagt vægt på træning af vores 3 hingste: Hugsuður, Gregoríus og Bagall, er noget arbejde også blevet lagt i træning af de to vallakker vi har fra 2011 . Den ene af dem er Dómur fra Melaleiti, efter Andri fra Vatnsleysa og Ofgnótt fra Melaleiti. Dómur er stor og lettbygget med fine bevægelser og det er ofte sjovt at se ham bevæge sig når han sættes ud i folden.

Although the emphasis this winter has been on training the three stallions: HugsuðurGregoríus and Bagall, some work has also been put in to the training of the two geldings we have from the year 2011. One of them is Dómur from Melaleiti, son of Andri from Vatnsleysa and Ofgnótt from Melaleiti. Dómur is a tall, playful, light build fellow and it is a joy to observe him moving around when he is put out of the stable.

Dómur frá Melaleiti (2)

This slideshow requires JavaScript.

 

Bagall á jólum 2015

Bagall29des2015-2

Bagall er fjögurra vetra graðhestur undan Messu og Hrímni frá Ósi. Hann hefur verið á járnum í Spretti í haust og var tekinn með í Melaleiti yfir hátíðirnar. Þó svo tíðin sé rysjótt þessa dagana, þá var dagurinn í gær góður til útreiða.

Bagall fra Melaleiti er en 4 årig hingst efter Messa fra Melaleiti og Hrímir fra Ós. Bagall har farven rødskimmel med blis og hvide sokker på bagben. Han har været på stald hos os i Kópavogur i efteråret og blev taget med til Melaleiti over julen og nytår. Selv om vejret har været skiftende i disse dage så var dagen i går fin for en ridetur i det hvide landskab.

Bagall from Melaleiti is a 4 years old stallion, grey, born chestnut with a blaze and white socks on hind legs. Dam is Messa from Melaleiti and sire is Hrímir from Ós. Bagall has been in our stable in Kópavogur this autumn, but we took him to the farm over the holidays. Although the weather has been changing and turbulent last days, yesterday was a fine day for riding.

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Bagall29des2015-1

 

Spraki

Spraki frá Melaleiti desember 2015, knapi Hörður Óli Sæmundsson
Spraki frá Melaleiti desember 2015, knapi Hörður Óli Sæmundsson

Spraki er moldóttur graðhestur á fjórða vetur undan Árelíusi frá Hemlu og Spekt frá Lýtingsstöðum og hefur að undanförnu verið í tamningu hjá Herði Óla og Jessie í Gröf í Víðidal. Spraki hefur reynst auðtaminn og sinnugur. Sem folald vakti hann athygli okkar fyrir hve takthreinn hann var á tölti og nú eftir u.þ.b. eins og hálfs mánaðar tamningu er það einnig kjörgangur hans í reið en leitar þó á köflum í ljómandi brokk, sem sjálfsagt á eftir að styrkjast með meiri tamningu.

  Spraki er en 3 årig, muldfarvet hingsteemne i vores eje, efter Ágústínus-sønnen Árelíus fra Hemla og Spekt fra Lýtingsstaðir. Han har været i træning hos Hörður Óli Sæmundsson og Jessie Huijbers der driver en træningscenter i Gröf i Víðidalur i nordvest Ísland. Spraki har vist sig at være medgørelig og lærenem og nu efter seks uges træning går han mest klokkerent tölt, noget der også kendetegnede ham som føl og var medvirkende til at han blev udvalgt som hingsteemne.

Spraki is a 3 year old stallion after one of Ágústínus’ sons: Árelíus from Hemla og Spekt from Lýtingsstaðir. Spraki has been in training at Hörður Óli Sæmundssons and Jessie Huijbers stables in Gröf in Víðidalur in Northwest of Iceland. Spraki has been quick learner and easy to train, and now after only six weeks of training, he favors a clear-beat tölt as also characterize him as a foal.  This along with a great color made him a good choice as a stallion prospect. 

Ágústínusardætur

2014 26des Melaleiti

Ágústínusardæturnar Menntun og Dýrvin (fæddar 2010) komu heim í desember eftir að hafa verið í tamningu í Skipanesi í sumar og haust. Menntun, sem undan Erlu-Birtingi, hefur frá fyrsta degi verið óttalegur heimalningur og hélt þeim háttum af bæ. Dýrvin, sem er undan Dýrfinnu, kom vel út í tamningunni og er bráðefnileg klárhryssa. Þær fá nú frí frá frekari tamningum eitthvað fram á vorið. 

  To døtre af ÁgústínusMenntun og Dýrvin kom hjem i desember, men de har været i træning i Skipanes i sommer og efteråret. Menntun, der er datter af Erla-Birtingur, har lige fra fødslen været frisk og frejdig og beholdt sine karaktertræk gennem træningsperioden. Dýrvin, der er efter Dýrfinna, viste sig at være meget lovende firegænger. Søstrene holder nu pause fra træningen indtil hen på foråret.

 Two young mares, sired by Ágústínus from Melaleiti, came home in December after a period of training in Skipanes. Menntun, who’s dam is Erla-Birtingur, has a bold and fearless character. Dýrvin, who’s dam is Dýrfinna, is a promising four-gate mare.

Click on images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Menntun-frá-Melaleiti-2014
Menntun frá Melaleiti, undan Ágústínusi frá Melaleiti og Erlu-Birtingi frá Hofsósi
Dýrvin og Menntun Dec-2014
Dýrvin frá Melaleiti og Menntun frá Melaleiti
Dýrvin frá Melaleiti Dec-2014
Dýrvin frá Melaleiti, undan Ágústínusi frá Melaleiti og Dýrfinnu frá Hofsósi

Menntun-og-Dýrvin-2014
Menntun og Dýrvin 1 Dec-2014

 

Tamningar 2012

SpurnLilja2012

Spurn frá Melaleiti

Í haust var gerður skurkur í frumtamningum en lítið var gert í þeim málum í fyrra sökum húsleysis, því þurfti að frumtemja 2008 og 2009 árgangana. Um tamningarnar sá Lilja Sigurðardóttir í Gusti fórst það vel úr hendi að vanda, en hún hefur frumtamið megnið af tryppunum okkar undanfarin ár. Hryssur á fimmta vetur voru Dýrtíð, undan Tígur frá Álfhólum og Dýrfinnu, og Rýmd frá Enni undan Kvisti frá Enni og Röskvu Gnóttardóttir. Á fjórða vetur voru Dýrkun undan Dýrfinnu og Glámi, Lota undan Glampa frá Vatnsleysu og Runu, Síðasta-Öld undan Glámi og móður hans Veru og Spurn undan Glymi frá Innri-Skeljabrekku og Veröld. Flest tryppin voru tamin í 5-6 vikur nema Spurn sem síðust var tekin inn og fékk því ekki nema 2 vikna skólun.

Hryssurnar tömdust ágætlega í þessari törn og engin þeirra var alómöguleg. Þær draga flestar dám af mæðrum sínum, frænkurnar Lota og Síðasta-Öld eru gangsamar með lint brokk, lyfta fótum og urðu fljótt reiðfærar. Systurnar Dýrtíð og Dýrkun eru örlyndar og klárgengar líkt og móðir þeirra, verða flottar týpur með áframhaldandi tamningu enda bráðvel gerðar. Rýmd sækir óþarflega mikið í afa sinn Hvanneyrar-Ófeig með geðslagið, reyndist auk þess töluvert klárgeng eins og mörg afkvæmi Kvists, en skrefið er verklegt. Eftir einungis tveggja vikna tamningu í þetta sinn, fór Spurn samt vel af stað: auðtamin, með gott ganglag og fótaburð með góðu framgripi – spennandi tryppi þar á ferð og ekki spillir liturinn fyrir, jarpvindótt, tvístjörnótt og leistótt.

This slideshow requires JavaScript.

  I efteråret fik unghopper af årgang 2008 og 2009 sin første tilridning. For grundtræningen stod Lilja Sigurðardóttir, som hun har gjørt for os i snart de sidste mange år. Hopperne af årgang 2008 var Dýrtíð efter Tígur fra Álfhólar og Dýrfinna, Rýmd fra Enni efter Kvistur fra Enni og Röskva, datter af Gnótt. Af årgang 2009 var hopperne Dýrkun efter Glámur og Dýrfinna, Lota efter Glampi fra Vatnsleysa og Runa, Síðasta-Öld efter sin broder Glámur og Vera; samt Spurn efter Glymur fra Innri-Skeljarbrekka og Veröld.

Træningen af hopperne gik nogenlunde efter bogen og ingen af dem blev fundet heldt umulig. Man kan se snert af deres mødre i alle af dem. Niecerne Síðasta-Öld og Lota er højtgående femgængere med svag trav og var nemme at tilride. Søstrene Dýrkun og Dýrtíð er travagtige med kvik temperament, men bliver flotte firgængere med mere træning samt at have udseendet med sig. Rýmd har et sind man kender fra mange afkom af hendes morfar, Ófeigur fra Hvanneyri, hun er en firgænger med rumelige bevægelser og go fremdrift. Træningen varede 5-6 uger for de fleste med undtagelse af Spurn der blev taget sidst på stald og fik derfor kun 2 uges træning. Spurn viste sig at være nem og medgørelig, med vel adskildte gangarter og høj benløft, – en meget spændende unghoppe.

  We had a flock of six mares going to their first basic training this winter. As often before we had trainer Lilja Sigurðardóttir to work with the three and four year old mares: Dýrtíð from Melaleiti (2008) – sire Tígur from Álfhólar, dam Dýrfinna; Rýmd from Enni (2008) – sire Kvistur fra Enni, dam Röskva (daughter of Gnótt); Dýrkun from Melaleiti – sire Glámur, dam Dýrfinna; Lota from Melaleiti (2009) – sire Glampi fra Vatnsleysa, dam RunaSíðasta-Öld from Melaleiti (2009) sire Glámur, dam VeraSpurn from Melaleiti – sire Glymur fra Innri-Skeljarbrekka, dam Veröld.

All the young mares responded well to these first training periods, varying from 2 weeks up to 6 weeks. Some of the fillies may be more promising than others, for instance Spurn who seems to have clear gates and elegant movements. The name Spurn means News or Rumor or even Question.