Ofjarl frá Melaleiti

Ofjarl17mai2013Viljahestar1

Hér ber að líta Ofjarl frá Melaleiti. Ofgnótt kastaði fyrr í vikunni, rauðu hestfolaldi, undan Ljóna frá Ketilsstöðum. Með góðum vilja má greina örfína stjörnu í enni. Ofgnótt er undan Gnótt og Pilti frá Sperðli. Aðeins eitt folald fæðist í Melaleiti í ár. Eigandi Ofjarls er Lilja Sigurðardóttir.

  Så er årets eneste føl i Melaleiti allerede her! Et fint rødt hingstføl efter Ljóni fra Ketilsstaðir og Ofgnótt fra Melaleiti. Navnet er Ofjarl fra Melaleiti, hvilket betyder overmanden eller den stærkere.

 This fine red colt was born earlier this week, by Ljóni from Ketilsstaðir out of Ofgnótt from MelaleitiOfjarl means „the stronger“ or superior. Being the only foal in Melaleiti this year, that should not be too hard!

Gleðilegt ár 2013!

Runa-01012013

Nýársdagur og nóg til af grænni töðu. Hér er það Runa sem stendur lukkuleg yfir heyrúllu á fyrsta degi ársins. Hrossin halda yfirleitt ró sinni þó sprengjugnýr berist að úr ýmsum áttum á gamlárskvöldi og nýársnótt. Við lætin í gær sáu tvær folaldsmerar ástæðu til þess að bregða sér óumbeðið á milli hólfa. Runa og Veröld með folöldin Dálk og Bóseind voru dálítið skömmustulegar yfir öllu saman.

  Godt nyt år til både folk og fæ! Det nye år starter med frost og frisk vind. Vi fodrer hestene ekstra godt på nytårsaften for nu at omlede interessen væk fra firværkeriet i de nærliggende byer og på enkelte gårde. Men trods det fandt vi Runa og Veröld sammen med Dálkur og Bóseind fejlpladseret efter natten.

  Happy New Year! The first day of the year is greeting with frost and fresh wind blowing in Melaleiti. We feed the horses extra well on New Years Eve so to get their attention away from the sounds of fireworks in the nearby villages. Still we found two mares with their foals not in their own fold after last nights festivities. They looked somewhat sheepish this morning.

Click on images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Tamningar 2012

SpurnLilja2012

Spurn frá Melaleiti

Í haust var gerður skurkur í frumtamningum en lítið var gert í þeim málum í fyrra sökum húsleysis, því þurfti að frumtemja 2008 og 2009 árgangana. Um tamningarnar sá Lilja Sigurðardóttir í Gusti fórst það vel úr hendi að vanda, en hún hefur frumtamið megnið af tryppunum okkar undanfarin ár. Hryssur á fimmta vetur voru Dýrtíð, undan Tígur frá Álfhólum og Dýrfinnu, og Rýmd frá Enni undan Kvisti frá Enni og Röskvu Gnóttardóttir. Á fjórða vetur voru Dýrkun undan Dýrfinnu og Glámi, Lota undan Glampa frá Vatnsleysu og Runu, Síðasta-Öld undan Glámi og móður hans Veru og Spurn undan Glymi frá Innri-Skeljabrekku og Veröld. Flest tryppin voru tamin í 5-6 vikur nema Spurn sem síðust var tekin inn og fékk því ekki nema 2 vikna skólun.

Hryssurnar tömdust ágætlega í þessari törn og engin þeirra var alómöguleg. Þær draga flestar dám af mæðrum sínum, frænkurnar Lota og Síðasta-Öld eru gangsamar með lint brokk, lyfta fótum og urðu fljótt reiðfærar. Systurnar Dýrtíð og Dýrkun eru örlyndar og klárgengar líkt og móðir þeirra, verða flottar týpur með áframhaldandi tamningu enda bráðvel gerðar. Rýmd sækir óþarflega mikið í afa sinn Hvanneyrar-Ófeig með geðslagið, reyndist auk þess töluvert klárgeng eins og mörg afkvæmi Kvists, en skrefið er verklegt. Eftir einungis tveggja vikna tamningu í þetta sinn, fór Spurn samt vel af stað: auðtamin, með gott ganglag og fótaburð með góðu framgripi – spennandi tryppi þar á ferð og ekki spillir liturinn fyrir, jarpvindótt, tvístjörnótt og leistótt.

This slideshow requires JavaScript.

  I efteråret fik unghopper af årgang 2008 og 2009 sin første tilridning. For grundtræningen stod Lilja Sigurðardóttir, som hun har gjørt for os i snart de sidste mange år. Hopperne af årgang 2008 var Dýrtíð efter Tígur fra Álfhólar og Dýrfinna, Rýmd fra Enni efter Kvistur fra Enni og Röskva, datter af Gnótt. Af årgang 2009 var hopperne Dýrkun efter Glámur og Dýrfinna, Lota efter Glampi fra Vatnsleysa og Runa, Síðasta-Öld efter sin broder Glámur og Vera; samt Spurn efter Glymur fra Innri-Skeljarbrekka og Veröld.

Træningen af hopperne gik nogenlunde efter bogen og ingen af dem blev fundet heldt umulig. Man kan se snert af deres mødre i alle af dem. Niecerne Síðasta-Öld og Lota er højtgående femgængere med svag trav og var nemme at tilride. Søstrene Dýrkun og Dýrtíð er travagtige med kvik temperament, men bliver flotte firgængere med mere træning samt at have udseendet med sig. Rýmd har et sind man kender fra mange afkom af hendes morfar, Ófeigur fra Hvanneyri, hun er en firgænger med rumelige bevægelser og go fremdrift. Træningen varede 5-6 uger for de fleste med undtagelse af Spurn der blev taget sidst på stald og fik derfor kun 2 uges træning. Spurn viste sig at være nem og medgørelig, med vel adskildte gangarter og høj benløft, – en meget spændende unghoppe.

  We had a flock of six mares going to their first basic training this winter. As often before we had trainer Lilja Sigurðardóttir to work with the three and four year old mares: Dýrtíð from Melaleiti (2008) – sire Tígur from Álfhólar, dam Dýrfinna; Rýmd from Enni (2008) – sire Kvistur fra Enni, dam Röskva (daughter of Gnótt); Dýrkun from Melaleiti – sire Glámur, dam Dýrfinna; Lota from Melaleiti (2009) – sire Glampi fra Vatnsleysa, dam RunaSíðasta-Öld from Melaleiti (2009) sire Glámur, dam VeraSpurn from Melaleiti – sire Glymur fra Innri-Skeljarbrekka, dam Veröld.

All the young mares responded well to these first training periods, varying from 2 weeks up to 6 weeks. Some of the fillies may be more promising than others, for instance Spurn who seems to have clear gates and elegant movements. The name Spurn means News or Rumor or even Question.

Haust í hrossahögum

Hross20okt2012-2

Eins og ævinlega hefur sumarið liðið hratt. Áslaug og Kristjana fóru um hrossahagana í fallegu veðri þann 20. október. Það var héla í lautum, jörð víða frosin og folöldin komin í vetrarhár.

  Så er sommeren for længst forbi og føllene har allerede sat en tyk vinterpels. Áslaug og Kristjana havde kameraet med da de gik rundt i græsgangene den 20. oktober. Det var dejligt stille vejr og lidt rim i græsset efter nattefrostet.

  Summer was too short as always. Áslaug took these photos on October 20th. Sun was shining low and the fields still frozen after a cold and still night. The horses were calm and peaceful in the nice weather. The young foals look quite bulky in their winter coat.

Click on images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Folöldin stækka

Spraki frá Melaleiti 1

Folöldin urðu alls sex í ár: fjögur folöld eru undan Árelíusi frá Hemlu, Ágústínusarsyni: Kaleikur undan Messu, Spraki undan Spekt, Glögg undan Glás og Dýrð undan Dýrfinnu. Þá var það Bóseind undan Veröld og Lord frá Vatnsleysu og Dálkur undan Runu og Hnokka frá Dýrfinnustöðum. Hér eru nokkrar myndir teknar á síðustu dögum af fimm eldri folöldunum, en hér má sjá myndir af Dýrð sem fæddist fyrir rúmri viku. Spraki stendur sperrtur á myndinni hér fyrir ofan.

  Føllene har vokset, den ældste er også snart 3 måneder gammel. Seks føl bliv det i år. Fire er efter Árelíus fra Hemla, (efter Ágústínus frá Melaleiti): Kaleikur efter Messa, Spraki efter Spekt, Glögg efter Glás og Dýrð efter Dýrfinna. Der til er det Bóseind efter Veröld og Lord fra Vatnsleysa og Dálkur efter Runa og Hnokki fra Dýrfinnustaðir. Fotos af Dýrð, som blev født for ca en uge, er her. På fotoet foroven: Spraki.

 Six fine foals were born in Melaleiti this year. Four foals are sired by Árelíus from Hemla, (Árelíus is sired by Ágústínus from Melaleiti): Kaleikur dam by Messa, Spraki dam by Spekt, Glögg dam by Glás og Dýrð dam by Dýrfinna. And then there is Bóseind, dam: Veröld, sire: Lord fra Vatnsleysa and Dálkur dam by Runa, sire: Hnokki from Dýrfinnustaðir. The youngest foal Dýrð was born only a week ago, her photos are here. Above: Spraki.

Click on images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Reiðtúr

Reidtur-5agust2012-1

Í gær fóru Vilhjálmur og Arnaldur í reiðtúr með gestum frá Danmörku. Hér koma allir kátir heim úr fjörunni: Vilhjálmur á Geisla frá Ytri-Hofdölum, Arnaldur á „Lögmanns-Rauð“ eða Vífli frá Stóru-Ásgeirsá, Tinna Viskum á Gná frá Melaleiti og Marie Fogh Madsen á Áfanga frá Narfastöðum. Tinna er dóttir Svövu Svansdóttur og Jesper Viskum Madsen sem reka Stutteri Ahl í Danmörku.

  Vi fik besøg fra Danmark hvilket gav anledning til en lille ridetur langs stranden i går. Her kommer alle glade hjem fra turen: Vilhjálmur på Geisli fra Ytri-Hofdalir, Arnaldur på „Lögmanns-Rauður“ eller Vífill fra Stóra-Ásgeirsá, Tinna Viskum på Gná fra Melaleiti og Marie Fogh Madsen på Áfangi fra Narfastaðir. Tinna er datter til Svava Svansdóttir og Jesper Viskum Madsen som driver Stutteri Ahl i Danmark.

 Good day for a riding tour! Yesterday Vilhjálmur and Arnaldur took guests from Denmark on a riding tour along the coast. Here is a happy group coming back from the beach: Vilhjálmur and Geisli from Ytri-Hofdalir, Arnaldur and „Lögmanns-Rauður“ or Vífill from Stóra-Ásgeirsá, Tinna Viskum and Gná from Melaleiti, and Marie Fogh Madsen and Áfangi from Narfastaðir. Tinna is daughter of Svava Svansdóttir and Jesper Viskum Madsen, breeders of Icelandic horses in Denmark at Stutteri Ahl.

Click on images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Dýrð frá Melaleiti

Síðust en ekki síst! Þann 30. júlí fæddist síðasta folaldið í Melaleiti þetta árið og var það brún hryssa undan Árelíusi frá Hemlu og Dýrfinnu frá Hofsósi, sem hefur fengið nafnið Dýrð. Dýrfinna hefur eingöngu átt hryssur og allar hafa Dýr- sem fyrsta lið í nafninu: Dýrtíð, Dýrkun, Dýrvin og nú Dýrð. Eins og alltaf með afkvæmi Dýrfinnu þá er þetta folald nokkuð snoturt, háfætt, hálsgrannt og líklega klárgengt.

  Sidst men ikke mindst! Dette er årets sidste føl: en sort hoppe efter Árelíus fra Hemla og Dýrfinna fra Hofsós , født 30. juli. Som andre føl efter Dýrfinna har den fået navn der begynder på „Dýr-„. Allerede findes der Dýrtíð, Dýrkun og Dýrvin, men her kommer så Dýrð, der betyder „pragt“. Pragtfuld er hun da vel også.

 Last but not least: Born on the 30. of July, the last foal of the summer, a black mare by Árelíus from Hemla out of Dýrfinna from Hofsós. Dýrfinna’s foals have all been mares and given names that start with „Dýr-„. No exception this time either. The name is Dýrð, meaning „glory“ or „splendor“. Little Gloria looks splendid to us.

Dálkur frá Melaleiti

Í blíðviðrinu þann 15. júlí kastaði Runa sótrauðu stjörnóttu hestfolaldi undan Hnokka frá Dýrfinnustöðum. Stjörnufákurinn sem svaf vært í sólinni hefur verið nefndur Dálkur, en Runa er móðir Lotu og Flokks og því þótti rétt að halda áfram í bókhaldinu. Faðirinn Hnokki heitir eftir afa sínum, Hnokka frá Steðja í Flókadal, sem jafnframt er móðurafi Runu.

 Vejret var dejligt den 15. juli da Runa folede en sodrød hingstføl med stjerne. Følet er efter 1. klasse hingsten Hnokki fra Dýrfinnustaðir, der ligesom Runa, stammer fra den gode rideheste-linje fra Steðji i Flókadalur. Heste af Steðji-blodlinjen er efterhånden ikke ret mange i moderne islandsk hesteavl. Følet hedder Dálkur, der betyder „spalte“, men kan også betyde „kniv“.

 Runa foaled on 15th of July and came with a nice looking colt by 1st prize stallion Hnokki from Dýrfinnustaðir. The color is liver chestnut with star. Both Runa’s and the sire’s bloodline is from an old ridinghorse-breed from Steði in Flókadalur. The foal’s name is Dálkur, meaning „column“ or even „knife“.

Click on images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Glögg frá Melaleiti

Tíunda júlí kastaði Glás brúnu merfolaldi sem fengið hefur nafnið Glögg. Það er þriðja folaldið undan Árelíusi frá Hemlu sem fæðist í Melaleiti. Glögg hefur mikið Gnóttarblóð í æðum, en Gnótt er bæði amma hennar að móður og langamma að föður. Hún hefur, eftir því sem best verður séð, það sem oft einkennir hross út af Gnótt: háttsettan og mjúkan háls. Kristjana Vilhjálmsdóttir er stoltur eigandi Glásar.

 Tiende juli folede Glás et sort hoppeføl efter Árelíus fra Hemla. Følet har fået navnet Glögg der betyder „skarp“ eller „klar“. Stammoderen Gnótt er både mormor og oldemor på faderens side. Glögg har det som kendetegner mange hester af Gnótt-linien: en højt ansat og smidig hals. Kristjana Vilhjálmsdóttir er den stolte ejer af Glás.

 Glás foaled on 10th of July, an elegant little black mare by Árelíus from Hemla. The name is Glögg, which means „sharp, clever“. Owner of Glás is Kristjana, Vilhjálmur’s and Áslaug’s daughter. This new foal is in the bloodline of Gnótt, who is grandmother on the mothers side and greatgrandmother on the fathers side.

Click on images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.