Rustikus frá Dýrfinnustöðum

Rustikus frá Dýrfinnustöðum sumarið 2019

🇮🇸 Leiðir lágu norður í Skagafjörð um helgina sem leið og þá var tækifærið nýtt til að prófa Rustikus frá Dýrfinnustöðum og taka út tamninguna hjá Björgu Ingólfsdóttur þar á bæ. Rustikus er í sameiginlegri eigu okkar og Ingólfs á Dýrfinnustöðum og er undan Erilsdótturinni Heklu frá Eskifirði (8.30) og heiðursverðlaunahestinum Hágangi frá Narfastöðum (8.31). Við félagarnir erum prýðilega ánægðir með tamninguna og folann, sem er léttstígur, hreingengur og viljugur, eins og hann á kyn til.

Þessa sömu helgi fór Björg með bróður Rustikusar að móður, Straum frá Eskifirði í sína fyrstu keppni og komst þar í A-úrslit í fjórgangi ungmenna. Til gamans má geta að með þeim í úrslitunum var einnig annar keppnishestur sem á ættir að rekja til sama forföður, Erils frá Kópavogi, en það var Ösp frá Narfastöðum undan Erlu frá Narfastöðum (8.17).

🇩🇰 Da turen gik til Skagafjörður forleden weekend var lejligheden også benyttet til at besøge Dýrfinnustaðir hvor hingsten Rustikus har været i træning hos Björg Ingólfsdóttir. Rustikus, der er efter Erilsdatteren Hekla frá Eskifjörður (8.30) og Hágangur frá Narfastaðir (8.31), ejer vi sammen med Björg’s far, Ingólfur Helgason. Ejerene var godt tilfreds med træningen hos Björg og hesten, der foruden at være godt bygget viser fine rideegenskaber, er villig og stabil med fem klart adskildte gangarter.

Samme weekend tog Björg, en anden søn af Hekla, Straumur fra Eskifjörður i sin første stevne hvor de opnåde deltagelse í A-finalen V1 firgang for ungrytter. I A-finalen var også en anden deltager af samme stamfader, men det var Ösp fra Narfastaðir efter Erla fra Narfastaðir (8.17), datter af Erill.

🇬🇧 A trip to Skagafjörður last weekend also included a visit to Dýrfinnustaðir where the young stallion Rustikus has been in training by Björg Ingólfsdóttir. Rustikus, who we own together with Björg’s father, Ingólfur Helgason at Dýrfinnustaðir, is son of the honorary prized breeding stallion Hágangur from Narfastaðir (8.31) and Hekla from Eskifjörður (8.30), daughter of Erill from Kópavogur. The owners were well pleased with Björg’s training of Rustikus. In addition to being well built, Rustikus has a stable mind, shows fine riding qualities and has five clear gaits with promising movements.

The same weekend Björg took Rustikus brother by mother, Straumur from Eskifjörður, to his first competition where they made it to the V1 Four-Gait A-Final for junior riders. In the A-final an other descendant of Erill participated also i.e. Ösp from Narfastaðir who is an offspring of the well known competition and breeding mare Erla from Narfastaðir (8.17).

Rustikus frá Dýrfinnustöðum

🇮🇸 Rustikus frá Dýrfinnustöðum (2017) er undan heiðursverðlaunahestinum Hágangi frá Narfastöðum (8.31) og Erilsdótturinni Heklu frá Eskifirði (8.30). Nafnið fékk Rustikus eftir sameiginlegum forföður okkar Ingólfs, Rustikusi Þorsteinssyni (1684-1762) sem sagður var: „dugnaðarmaður mikill og ákafamaður við vinnu“.

🇩🇰 Rustikus fra Dýrfinnustaðir (2017) er søn af Hágangur fra Narfastaðir (8.31) og Hekla fra Eskifjörður (8.30), datter af Erill fra Kópavogur. Rustikus tager navn efter Vilhjálmurs og Ingólfurs fælles stamfar, Rustikus Þorsteinsson (1684-1762).

🇬🇧 Rustikus from Dýrfinnustaðir (2017) is son of the honorary prized breeding stallion Hágangur from Narfastaðir (8.31) and Hekla from Eskifjörður (8.30), daughter of Erill from Kópavogur. The name Rustikus comes from Vilhjálmur and Ingólfur’s common ancestor, Rustikus Þorsteinsson (1684-1762).

Straumur frá Eskifirði

 

🇮🇸 Straumur frá Eskifirði (2012) – undan Erilsdótturinni Heklu frá Eskifirði (8.30) og Hróðri frá Refsstöðum.

🇩🇰 Straumur fra Eskifjörður (2012) – efter Hekla fra Eskifjörður (8.30), datter af Erill fra Kópavogur – og Hróður fra Refsstaðir.

🇬🇧 Straumur from Eskifjörður (2012) – by Hekla from Eskifjörður (8.30), daughter of Erill from Kópavogur – and Hróður from Refsstaðir.

Myndbönd | video: ©Dýrfinnustaðir – vor | spring 2021.
Knapi | rytter | rider: Björg Ingólfsdóttir.

 

Tveir ungir og efnilegir

🇮🇸 Tveir ungir folar og frændur sem fengu að spreyta sig í hryssum í Melaleiti síðastliðið sumar, hafa nú fengið sínar eigin síður hér á vefsvæði Viljahesta. Þetta eru tveggja vetra graðfolarnir Áróður frá Melaleiti (2017) og Rustikus frá Dýrfinnustöðum (2017).

Áróður frá Melaleiti sumarið 2019

Áróður er undan sigurvegaranum í fjögurra vetra flokki stóðhesta á Landmótinu 2016, Sirkusi frá Garðshorni á Þelamörk (8.61), og Ágústínusardótturinni Árúnu frá Mosfelli.

Rustikus frá Dýrfinnustöðum sumarið 2019

Rustikus, sem er nýlega kominn til okkar í Melaleiti, er undan heiðursverðlaunahestinum Hágangi frá Narfastöðum (8.31) og Erilsdótturinni Heklu frá Eskifirði (8.30). Rustikus eigum við með vini okkar og ræktanda hestsins, Ingólfi Helgasyni á Dýrfinnustöðum. Nafnið fékk Rustikus eftir sameiginlegum forföður okkar Ingólfs, Rustikusi Þorsteinssyni (1684-1762) sem sagður var: „dugnaðarmaður mikill og ákafamaður við vinnu“.

🇩🇰 To unge hingste (og halvfætre via vores stamhoppe Gnótt), fik lov til at gå sammen med hopper i Melaleiti i sommer. De har nu fået deres egne sider her på siten. Det er Áróður fra Melaleiti (2017) og Rustikus fra Dýrfinnustaðir (2017).

Áróðurs far er Sirkus fra Garðshorn i Þelamörk (8.61), vinderen af fire årige hingste klassen på LM 2016. Moren er Árún fra Mosfell, datter af Ágústínus fra Melaleiti.

Rustikus er ny i flokken i Melaleiti, søn af Hágangur fra Narfastaðir (8.31) og Hekla fra Eskifjörður (8.30), datter af Erill fra Kópavogur. Vi ejer Rustikus sammen med vores ven og hesteavler, Ingólfur Helgason på Dýrfinnustaðir i Skagafjörður. Rustikus tager navn efter Vilhjálmurs og Ingólfurs fælles stamfar, Rustikus Þorsteinsson (1684-1762).

🇬🇧 Two young stallions (and second cousins by Gnótt, the founding mare of our breed) were allowed to join few mares in Melaleiti this summer. They have now their own pages here on the site. These two are Áróður from Melaleiti (2017) and Rustikus from Dýrfinnustaðir (2017).

Áróður is son of Sirkus from Garðshorn in Þelamörk (8.61), winner of the four-year-old class of stallions at LM in 2016. The mother is Árún from Mosfell, daughter of Ágústínus frá Melaleiti.

Rustikus, who has just joined the flock in Melaleiti, is son of the honorary prized breeding stallion Hágangur from Narfastaðir (8.31) and Hekla from Eskifjörður (8.30), daughter of Erill from Kópavogur. We own Rustikus together with our friend and horse breeder, Ingólfur Helgason at Dýrfinnustaðir in Skagafjörður. The name Rustikus comes from Vilhjálmur and Ingólfur’s common ancestor, Rustikus Þorsteinsson (1684-1762).

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

 

Áramót 2019-2020

🇮🇸 Tíðin dagana fyrir og eftir áramót hefur verið risjótt í meira lagi, en þó með góðum dögum inn á milli. Hér eru myndir sem teknar voru af hrossunum okkar þegar loks viðraði til myndatöku. Gleðilegt ár!

IS2011135450 Bagall frá Melaleiti (Hrímnir frá Ósi/Messa frá Melaleiti)

🇩🇰 Vejret i Island har været barsk og omskiftende i julen og dagene efter nytår. Dagslyset er sparsomt på denne årstid, men der har dog været enkelte dage hvor det har været muligt at tage nogle billeder af vores heste i Melaleiti. Med følgende foto-reportage ønsker vi godt nytår!

IS2018235451 Fjöðrun frá Melaleiti (Svartálfur frá Syðri-Gegnishólum/Dýrvin frá Melaleiti)

🇬🇧 The weather in Iceland has been rather harsh at Christmas and in the first days of New Year. However, even though daylight is sparse this time of year in Iceland, there have been a few days where it has been possible to take some pictures of the horses in Melaleiti. The results of these efforts can be seen in the following photo-reportage.
Happy New Year!

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Tveggjavetra graðfolarnir Rustikus frá Dýrfinnustöðum og Áróður frá Melaleiti

 

Laufey frá Melaleiti

🇮🇸 Fjórða folald ársins í Melaleiti fæddist 14. júní þegar Rás frá Hofsósi kastaði nettu brúnu merfolaldi. Merin smáa er með fallegt lauf á enni, sokkótt á afturfótum og hefur fengið nafnið Laufey. Hún er undan Ísak frá Dýrfinnustöðum (8.53).

🇩🇰  Den 14. juni kom vores sidste føl for i år i Melaleiti da Rás fra Hofsós fik et sortbrunt lille hoppeføl. Navnet blev Laufey, et godt og gammelt Nordisk navn der her henviser til „løvet“, den store stjerne, den lille hoppe har i panden. Laufey har også hvide sokker på bagben. Faren er Ísak fra Dýrfinnustaðir (8.53).

🇬🇧  Our last foal for this summer was born on June 14, when Rás from Hofsós foaled a small black mare, decorated with a big star and white socks/pastern on the hind legs. We chose the name Laufey for her, a nice, old Nordic name (lauf=leaf) that can refer to the big white „leaf“ on her forehead. The sire is Ísak from Dýrfinnustaðir (8.53).

Ný gerð af mélum

barley-bits
Byggmél til meðhöndlunar á sumarexemi / Byg-bidsel til behandling af sommereksem / Barley-bits for treatment of IBH. Mynd/photo: © Sigurbjörg Þorsteinsdóttir

Mélin á myndinni hér að ofan eru ekki hugsuð til að ríða hrossum við – heldur eru þau hönnuð af sumarexemshópnum á Keldum til þess að bólusetja hross gegn sumarexemi (SE) um munn, með byggi sem tjáir ofnæmisvaka úr smámýi. Sumarexem er húðofnæmi sem smámý af ættkvíslinni Culicoides valda. Þegar hestar eru bitnir af smámýinu, mynda sumir þeirra svokölluð IgE-mótefni gegn próteinum úr bitkirtlum smámýsins og í kjöfarið fara húðofnæmisbreytingar að koma fram á hestunum. Ofnæmið er óþekkt á Íslandi þar sem smámý hefur ekki verið að finna hérlendis.

Á Tilraunastöðinni á Keldum er verið að þróa ónæmismeðferðir gegn SE og voru mélin hönnuð til að bólusetja hross um munn með byggi. Byggplöntur eru erfðabættar þannig að ofnæmisvakann (Cul n 2) úr bitkirlum smámýsins er að finna í kjarna byggfræjanna. 

Í nýrri grein sem við og samstarfsmenn okkar hjá Orf líftækni og við dýralæknaháskólann í Bern í Sviss birtum í Equine Veterinary Journal, segir af þessum tilraunum á hestum á Tilraunastöðinni á Keldum. Hestarnir í tilrauninni voru ýmist meðhöndlaðir með Cul n 2 byggmjölsblöndu eða blöndu úr óbreyttu byggi til samanburðar. Rannsóknin sýndi að hestarnir sem fengu Cul n 2 bygg mynduðu sértækt IgG1 og IgG4/7 mótefnasvar gegn ónæmisvakanum. Og það sem meira er um vert, í mótefnaprófum gátu mótefnin sem Cul n 2 bygghestarnir mynduðu hindrað IgE-ofnæmismótefni í blóði sumarexemshesta að bindast Cul n 2 ofnæmisvakanum. Engin slík virkni fannst hjá samanburðarhestunum.

Þessi tilraun vekur vonir um að hægt sé að nýta þessa bólusetningarleið til lækninga á hrossum sem komin eru með sumarexem en mögulega líka sem forvarnarbólusetningu fyrir hesta hérlendis sem eru á leið á erlenda grund.

Hjá samstarfsmönnum okkar við Cornell háskólann í Bandaríkjunum eru hafnar tilraunir sem lofa góðu til meðhöndlunar á íslenskum sumarexemshrossum með þessari aðferð.

bygg2
Bygg / Byg / Barley – Mynd/photo: © Sigurbjörg Þorsteinsdóttir

  Spiral-bidslet på billedet ovenfor er tænkt til træning af heste – ikke ridetræning – men træning af hestens immunforsvar mod sommereksem (SE). Sommereksem er et hud-allergi der myg af slægten Culicoides forårsager hos heste. Når mygget bider heste danner en del af hestene IgE-antistoffer rettet mod proteiner í myggets spyt og som følge ses symptomer på SE. Sommereksem er ukendt hos heste i Island idet myggen findes ikke, men er specielt stort problem hos heste der eksporteres fra Island.

På Institut for Eksperimental Patologi på Keldur arbejder vi på at udvikle immunterapi mod SE. Spiral-bidslet blev designet for behandling af heste gennem slimhinden i munden med genmodifiseret byg hvor kærnerne indholder allerget Cul n 2 fra mygget. En nylig artikel i Equine Veterinary Journal beskriver disse byg-via-mund eksperimenter der blev lavet i samarbejde med ORF Genetics i Island og Universitetet i Bern i Schweiz.

Hestene i forsøget blev enten behandlet med Cul n 2-bygmelblanding eller umodifiseret bygmelblanding. Hestene der fik Cul n 2 bygmelet dannede IgG1 og IgG4/7 antistoffer mod Cul n 2 proteinet men ikke dem der kun fik almindeligt byg i bidslet. Ved undersøgelse af de antistoffer, Cul n 2-byghestene dannede, var disse i stand til at hindre IgE-antistoffer fra SE-heste i at bindes til Cul n 2 proteinet. Hvilket er af stor betydning i behandlingsøjemed. Forsøget vækker håb om at behandlingen kan anvendes til helbredelse af SE-heste men også evt. som forbyggende behandling af heste i Island der skal eksporteres.

De første behandlingsforsøg af islandske heste med sommereksem er begyndt hos vores samarbejdspartnere ved Cornell Universitet i USA hvor de første resultater fra behandlingen ser foreløbig lovende ud.

namminammraudur
Byggmél til meðhöndlunar á sumarexemi / Byg-bidsel / Barley-bits. Mynd/photo: © Sigurbjörg Þorsteinsdóttir

  The spiral-bits in these photos is designed for the training of horses – not riding training – but for training the horse’s immune system to cope with insect bite hypersensitivity (IBH) also known as sweet itch.

IBH is an antibody IgE-mediated allergic skin disease of horses caused by biting midges of the genus Culicoides. The midges are not found in Iceland and therefore the disease does not occur there. All breeds of horses can be affected, but Icelandic horses born in Iceland and exported to a Culicoides infested environment are more strongly affected than most other horses. The spiral-bridle was designed for the treatment of horses, through the lining of the mouth, with transgenic barley designed to store the midge Cul n 2 allergen in its seed.

At the Institute for Experimental Pathology at Keldur we are working on development therapeutic and/or prophylactic vaccine for IBH. A recent article in the Equine Veterinary Journal describes the outcome of these experiments which were done in collaboration with ORF Genetics Ltd. in Iceland and the University of Berne in Switzerland.

In the experiment, healthy horses in Iceland got treated with the spiral-bits filled with Cul n 2-barley meal but the control horses got meal from unmodified barley in the bits. The Cul n 2-horses responded to the treatment by making a specific IgG-antibody response in the blood and saliva. The antibodies produced could inhibit IgE antibodies from IBH-horses to bind to the allergen as well as to the corresponding allergen from another Culicoides species. This pilot study indicates that oral treatment with barley expressing allergens could be a promising option for treatment of IBH and maybe also be used as prophylactic treatment against insect bite hypersensitivity of horses in Iceland that are to be exported.

Our co-workers at the Cornell University have now started a pilot treatment study with this approach on IBH-horses in their herd of Icelandic horses and up to this point the preliminary results are promising.

Liður frá Melaleiti

Runa-og-Liður-frá-Melaleiti-2016-3

Runa kastaði myndarlegum rauðjörpum hesti sunnudaginn 3. júlí. Hann hefur fengið nafnið Liður frá Melaleiti, í samræmi við nafnahefð á afkvæmum Runu, en þar eru fyrir Lota, Flokkur, Dálkur og Röð. Liður er undan Ísaki frá Dýrfinnustöðum og er annað folaldið sem við fáum undan honum í ár. Hálfsystir Liðar er Ritning frá Melaleiti.

  Så endelig kom Runa med et længe forventet føl: en stor og fin rødbrun hingst der har fået navnet Liður fra Melaleiti. Liður betyder: „led“ og vi håber selvfølgelig at regnestykket går op, samt at kæden eller rækken bliver lang! I forvejen har vi Runa’s afkom med de matematiske navne som passer i regnskabet: Lota, Flokkur, Dálkur og Röð.  Liður er efter Ísak fra Dýrfinnustaðir, en højkåret hingst vi væddede på sidste år. For næsten 4 uger siden fik vi halvsøsteren, Ritning fra Melaleiti.

  Last weekend one of our older breeding mares, Runa, came with a long expected foal. We greeted this red bay colt on a Sunday, July 3rd, and soon gave it the name Liður from Melaleiti. „Liður“ is a word that has several meanings: the most common one a joint, also a generation in a family, and the one we are after: a number or a figure in a larger calculation, as all of Runa’s offspring have a countable or mathematical names, hers meaning a row or series. Liður is after the highly evaluated Ísak from Dýrfinnustaðir,  For nearly four weeks ago we got the half-sister, Ritning from Melaleiti.

Bagall í blíðunni

Bagall frá Melaleiti júní2016 3

Bagall frá Melaleiti er 5 vetra graðhestur sem við eigum með Agnari og Birnu í Garðshorni. Í vor var Bagall í þjálfun hjá landsmótssigurvegaranum í unglingaflokki, Hafþóri Hreiðari Birgissyni, með ágætum árangri. Við smelltum nokkrum myndum af þeim félögum á völlunum í Spretti áður en Bagall fór að sinna merum í Huppahlíð í V-Húnavatnssýslu.

  Bagall fra Melaleiti er en 5 årig hingst som vi ejer i fælesskab med Agnar og Birna i Garðshorn. Hafþór Hreiðar Birgisson, der nyligt vandt sin aldersklasse til Landsmót på Hólar, har haft Bagall til træning her i foråret. Vi fotograferede dem lige inden Bagall blev sent af sted til en flok hopper i nord Island til sommer.

  Bagall from Melaleiti is a 5 year old stallion we own with Agnar and Birna in Garðshorn. Hafþór Hreiðar Birgisson, who recently won championship in his age group at Landsmót in Hólar, has been training Bagall the last few months. We took some photos of them training before Bagall was sent off to serve mares in North Iceland.

Bagall frá Melaleiti júní2016 2

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.