Folöldin í september

OfgnóttogÆtt-1-1309-2014

Það var ró yfir stóðinu í Melaleiti í gær, eins og vera ber á góðum degi. Folöldin stækka og þrífast með ágætum. Myndasyrpan hér fyrir neðan er af folöldunum sem við fengum í vor. Merfolöldin eru fimm: Ætt, Mæla, Nifteind, Hánótt og Röð. Hestfolöldin eru tvö: Messías og Gíll. Fleiri myndir af folöldum ársins má finna með því að smella hér, eða með því að lesa póstana hér.

  Her kommer en lille foto-rapport med føllene fra i år. Hopper, føl og vallaker gik og græssede i ro og mag i Melaleiti i går. Føllene er ved godt huld og vi kan kun glæde os til at følge med i deres udvikling. Hoppeføllene er fem: Ætt, Mæla, Nifteind, Hánótt og Röð. Hingstføllene er to: Messías og Gíll. Flere fotos af årets føl kan ses her, eller via tidligere blog indlæg her.

 Our flock of horses enjoyed the nice, sunny weather at the farm yesterday, grazing the pastures. The foals have grown in every way and we look forward to watch their further development. The fillies are five: Ætt, Mæla, Nifteind, Hánótt og Röð; and the colts are two: Messías og Gíll. For more photos of our foals click here, or read older blog posts here.

Click on images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Ofjarl frá Melaleiti

Ofjarl17mai2013Viljahestar1

Hér ber að líta Ofjarl frá Melaleiti. Ofgnótt kastaði fyrr í vikunni, rauðu hestfolaldi, undan Ljóna frá Ketilsstöðum. Með góðum vilja má greina örfína stjörnu í enni. Ofgnótt er undan Gnótt og Pilti frá Sperðli. Aðeins eitt folald fæðist í Melaleiti í ár. Eigandi Ofjarls er Lilja Sigurðardóttir.

  Så er årets eneste føl i Melaleiti allerede her! Et fint rødt hingstføl efter Ljóni fra Ketilsstaðir og Ofgnótt fra Melaleiti. Navnet er Ofjarl fra Melaleiti, hvilket betyder overmanden eller den stærkere.

 This fine red colt was born earlier this week, by Ljóni from Ketilsstaðir out of Ofgnótt from MelaleitiOfjarl means „the stronger“ or superior. Being the only foal in Melaleiti this year, that should not be too hard!

Haust í hrossahögum

Hross20okt2012-2

Eins og ævinlega hefur sumarið liðið hratt. Áslaug og Kristjana fóru um hrossahagana í fallegu veðri þann 20. október. Það var héla í lautum, jörð víða frosin og folöldin komin í vetrarhár.

  Så er sommeren for længst forbi og føllene har allerede sat en tyk vinterpels. Áslaug og Kristjana havde kameraet med da de gik rundt i græsgangene den 20. oktober. Det var dejligt stille vejr og lidt rim i græsset efter nattefrostet.

  Summer was too short as always. Áslaug took these photos on October 20th. Sun was shining low and the fields still frozen after a cold and still night. The horses were calm and peaceful in the nice weather. The young foals look quite bulky in their winter coat.

Click on images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Dýrð frá Melaleiti

Síðust en ekki síst! Þann 30. júlí fæddist síðasta folaldið í Melaleiti þetta árið og var það brún hryssa undan Árelíusi frá Hemlu og Dýrfinnu frá Hofsósi, sem hefur fengið nafnið Dýrð. Dýrfinna hefur eingöngu átt hryssur og allar hafa Dýr- sem fyrsta lið í nafninu: Dýrtíð, Dýrkun, Dýrvin og nú Dýrð. Eins og alltaf með afkvæmi Dýrfinnu þá er þetta folald nokkuð snoturt, háfætt, hálsgrannt og líklega klárgengt.

  Sidst men ikke mindst! Dette er årets sidste føl: en sort hoppe efter Árelíus fra Hemla og Dýrfinna fra Hofsós , født 30. juli. Som andre føl efter Dýrfinna har den fået navn der begynder på „Dýr-„. Allerede findes der Dýrtíð, Dýrkun og Dýrvin, men her kommer så Dýrð, der betyder „pragt“. Pragtfuld er hun da vel også.

 Last but not least: Born on the 30. of July, the last foal of the summer, a black mare by Árelíus from Hemla out of Dýrfinna from Hofsós. Dýrfinna’s foals have all been mares and given names that start with „Dýr-„. No exception this time either. The name is Dýrð, meaning „glory“ or „splendor“. Little Gloria looks splendid to us.

Dálkur frá Melaleiti

Í blíðviðrinu þann 15. júlí kastaði Runa sótrauðu stjörnóttu hestfolaldi undan Hnokka frá Dýrfinnustöðum. Stjörnufákurinn sem svaf vært í sólinni hefur verið nefndur Dálkur, en Runa er móðir Lotu og Flokks og því þótti rétt að halda áfram í bókhaldinu. Faðirinn Hnokki heitir eftir afa sínum, Hnokka frá Steðja í Flókadal, sem jafnframt er móðurafi Runu.

 Vejret var dejligt den 15. juli da Runa folede en sodrød hingstføl med stjerne. Følet er efter 1. klasse hingsten Hnokki fra Dýrfinnustaðir, der ligesom Runa, stammer fra den gode rideheste-linje fra Steðji i Flókadalur. Heste af Steðji-blodlinjen er efterhånden ikke ret mange i moderne islandsk hesteavl. Følet hedder Dálkur, der betyder „spalte“, men kan også betyde „kniv“.

 Runa foaled on 15th of July and came with a nice looking colt by 1st prize stallion Hnokki from Dýrfinnustaðir. The color is liver chestnut with star. Both Runa’s and the sire’s bloodline is from an old ridinghorse-breed from Steði in Flókadalur. The foal’s name is Dálkur, meaning „column“ or even „knife“.

Click on images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Glögg frá Melaleiti

Tíunda júlí kastaði Glás brúnu merfolaldi sem fengið hefur nafnið Glögg. Það er þriðja folaldið undan Árelíusi frá Hemlu sem fæðist í Melaleiti. Glögg hefur mikið Gnóttarblóð í æðum, en Gnótt er bæði amma hennar að móður og langamma að föður. Hún hefur, eftir því sem best verður séð, það sem oft einkennir hross út af Gnótt: háttsettan og mjúkan háls. Kristjana Vilhjálmsdóttir er stoltur eigandi Glásar.

 Tiende juli folede Glás et sort hoppeføl efter Árelíus fra Hemla. Følet har fået navnet Glögg der betyder „skarp“ eller „klar“. Stammoderen Gnótt er både mormor og oldemor på faderens side. Glögg har det som kendetegner mange hester af Gnótt-linien: en højt ansat og smidig hals. Kristjana Vilhjálmsdóttir er den stolte ejer af Glás.

 Glás foaled on 10th of July, an elegant little black mare by Árelíus from Hemla. The name is Glögg, which means „sharp, clever“. Owner of Glás is Kristjana, Vilhjálmur’s and Áslaug’s daughter. This new foal is in the bloodline of Gnótt, who is grandmother on the mothers side and greatgrandmother on the fathers side.

Click on images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Bóseind Veraldardóttir

Skoski eðlisfræðingurinn Peter Higgs gat sér þess til árið 1964 til væri svokölluð Higgs-bóseind sem skýrt gæti hvers vegna efnið í alheiminum hefur massa. Í dag hafa allir helstu fjölmiðlar heims birt fréttir þess efnis að vísindamönnum í Sviss hafi tekist í stóra-sterkeindahraðlinum í CERN að finna merki um að eindin (einnig nefnd Guðseindin) sé til.

Þegar Veröld kastaði rauðjörpu-nösóttu merfolaldi í dag, var vel við hæfi að nefna folaldið Bóseind til heiðus þessari merku uppgötvun. Að vanda er nafnið ekki að finna í nafnabanka Worldfengs en von er til að nafnið verði samþykkt af nafnanefndinni innan tíðar, enda tilvist bóseindarinnar nú sönnuð!

Bóseind er undan Lord frá Vatnsleysu sem vakti töluverða athygli á umliðnu Landsmóti fyrir glæsileika og háan fótaburð með miklu framgripi eins hann á kyn til. Veröld er undan Hágangi Glampasyni þannig að töluvert Vatnsleysublóð streymir um æðar þessarar litlu hryssu.

  Veröld (Verden) kom i dag med et brunt hoppeføl efter Lord fra Vatnsleysa. Lord deltog i Landsmót i sidste uge og fik en del opmærksomhed p.g.a. sin elegance og høje benløft. Hoppefølet fik tildelt navnet Bóseind til ære for Higgs boson partiklen, i anledning af at alle verdens aviser har i dag fortalt om at forskerer i Schweitz har kunnet bekræfte tilstedeværelsen af partiklen.

 New foal! Today the third foal this year was born in Melaleiti. This time it was a red bay mare with snip. The mother is Veröld (World or Universe) and the father Lord from Vatnsleysa, a young stallion that got a lot of attention at Landsmót last week for his elegance and high leg lift. The foal was named Bóseind after the Higgs boson particle which existence was verified by scientist in Switzerland just recently and announced at CERN to day.

Tvær folaldsmerar í Melaleiti

Myndir af folaldsmerum 3. júní í Melaleiti. Fremst Messa með Kaleik og fjær Aska frá Ytra-Hólmi með folald – einnig undan Árelíusi frá Hemlu, Ágústínusarsyni.

 Fotos af to folede hopper i Melaleiti, Messa og Askja fra Ytri-Hólmur, begge to med føl efter Árelíus fra Hemla.

 There are now two new foals in Melaleiti, both by Árelíus from Hemla.

Click on images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Keikur Kaleikur

Kaleikur hefur braggast vel í blíðunni síðastliðna viku.

 Messas hingstföl fra sidste weekend, Kaleikur, ser ud til at stortrives!

 Kaleikur, the foal born last weekend, looks strong and healthy!