Bagall í Melaleiti

Bagall hljóp ánægður út í frelsið og grænu grösin í Melaleiti í gær. Ekki spillti gleðinni að hann fékk að hafa eina hryssu hjá sér. Bagall er 6 vetra stóðhestur og hér má sjá fleiri myndir og lesa meira um hann.

  Bagall nød frihed og grønne marker ved hjemkomst til Melaleiti i går. Et selskap af en hoppe gjorde besøget ikke ringere. Bagall er gråskimmel 6 årig hingst, med blis og hvide sokker (bærer af splash-white). Her kan man læse mere om Bagall og se flere fotos.

  Bagall enjoyed freedom and the green fields of Melaleiti farm when turning back for a visit. A comforting company of a mare made his day perfect, it seemed. Bagall (Crozier) is 6 years old grey stallion, with blaze and white socks. See more photos and information on Bagall here.

Sumardagar

Eftir óþurrkatíðina í júní gátum við loksins hafið þurrheyskap í byrjun júlí. Hér má sjá nokkrar stemningsmyndir frá Melaleiti í blíðunni þegar veðrið lék við menn og skepnur.

  Så kom solen endelig frem efter en regnfuld junimåned! I Melaleiti fik vi startet høstning af hø og unghestene blev drevet på nye udmarker.

  June was exceptionally rainy so we first started the haymaking at the farm when July finally brought us sunny days. We like the hay for our horses to be green and dry, the best forage. One fine sunny day the young horses were also driven to new pastures – see photos below.

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Fregn frá Melaleiti

Fyrsta folald ársins 2017 í Melaleiti leit dagsins ljós 2. júní. Það er rauðjörp meri, tvístjörnótt, sokkótt á afturfótum og hringeygð á vinstra auga. Folaldið hefur fengið nafnið Fregn frá Melaleiti. Móðirin er Spurn frá Melaleiti, faðirinn er Lexus frá Vatnsleysu. Spurn er í eigu Stutteri Ahl á Jótlandi, sem er rekið af systur Vilhjálms, Svövu Svansdóttur og eiginmanni hennar, Jesper Viskum Madsen. Folaldið Fregn eigum við í félagi með þeim.

  Så har vi en god nyhed! Spurn fra Melaleiti folede den 2. juni. Et rødbrunt hoppeføl med stjerne og snip, hvide sokker på bagben og et glasøje (hringeygð), d.v.s. med en ring i venstre øje. Faren er Lexus fra Vatnsleysa. Føllet har fået navnet Fregn fra Melaleiti. Spurn ejes af Stutteri Ahl i Ebeltoft, der drives af Vilhjálmurs søster, Svava Svansdóttir og hendes mand Jesper Viskum Madsen. Føllet Fregn (Nyhed) ejer vi i fællesskab med dem.

  We’ve got good news! This years first foal is here. The dam is Spurn from Melaleiti, sire Lexus from Vatnsleysa. The foal is a red bay mare, with a star and a snipe, white socks on the hind legs, glass-eyed on the left. We gave this colorful mare the name Fregn from Melaleiti. Fregn means news. The mother, Spurn, is owned by Stutteri Ahl in Denmark, which is driven by Vilhjálmur’s sister Svava Svansdóttir and her husband Jesper Viskum Madsen.

Vor í Melaleiti

Það er langt síðan við höfum sagt fréttir af hrossunum okkar í Melaleiti og því koma hér nokkrar stemningsmyndir úr vorinu. Allt grænkar og vex og hrossin koma vel undan vetri.

Þrjár fylfullar merar bíða þess að kasta í hólfi við Skálalæk. Á myndinni hér fyrir ofan er Árún frá Mosfelli sem er undan Ágústínusi frá Melaleiti. Hún er fengin við Sirkusi frá Garðshorni. Fyrir neðan er fremst Spurn frá Melaleiti, sem er fengin við Lexusi frá Vatnsleysu og þar fyrir aftan Ofgnótt (rauðblesótt), fengin við Gregoríusi frá Melaleiti.

Fyrr í mánuðinum voru gjafahóparnir þrír sameinaðir og hleypt í sumarhaga, eftir ormahreinsun, hófsnyrtingu og annað sem gera þarf eftir veturinn. Þar með talin var gelding á eina hestfolaldi síðasta árs.

  Det er snart lang tid siden vi har bragt nyheder om vores hesteflok i Melaleiti, så her kommer nogle forårsfotos.

Vi har tre hopper der skal fole i år. Den ene er Árún fra Mosfell (skimmel, foto for oven) – datter af Ágústínus fra Melaleiti, drægtig ved Sirkus fra Garðshorn. Så er det Spurn fra Melaleiti (brun vindott), der er drægtig ved Lexus fra Vatnsleysa og den tredje er Ofgnótt (rød med blis) der blev bedækket af vores egen hingst, Gregoríus fra Melaleiti.

Tidligere i maj forenede vi de tre flokke vi har fodret adskilt i vinter og drev dem ud på sommermarkerne efter at vi havde klippet hove, ormebehandlet og kastreret det ene hingsteføl fra sidste år.

  It’s been a while since we’ve reported news about our horses in Melaleiti, so here are just a few snapshots from early May.

The fields are getting lush and green and three mares are waiting for their time to foal. Above is Árún (grey) from Mosfell, daughter of Ágústínus from Melaleiti. She is to have a foal sired by Sirkus from Garðshorn. Below is Spurn from Melaleiti (silver dapple bay), to have a foal sired by Lexus from Vatnsleysa and the third Ofgnótt (red with blaze), with foal sired by Gregoríus from Melaleiti.

We have also collected the three groups of horses that are winter fed in Melaleiti, and driven to summer fields for grazing. First giving them all a thorough check, cutting hooves, worming and other things needed after the winter, including castrating the only colt from last year.

 

Hugsuður í ágúst

HugsuðurAug2016-2

Hugsuður frá Melaleiti er sex vetra stóðhestur undan Ágústínusi sem við eigum í félagi með Ævari Erni Guðjónssyni. Hugsuður hefur verið í góðri framför frá því Ævar fékk hann til sín síðastliðið haust, fremur lítið gerðan. Hann líkist föður sínum á margan hátt, ekki hvað síst á brokki. Hérna eru nokkrum myndum af þeim félögum sem teknar voru á dögunum á völlunum í Spretti.

Hugsuður fra Melaleiti er en 6 årig hingst vi ejer i fællesskab med Ævar Örn Guðjónsson der driver træningsstation i Sprettur. Hugsuður er efter Ágústínus fra Melaleiti og ligner sin far på mange måder. Hugsuður er en lovende firgænger, med god tölt og fabelagtig trav. Her er nogle billeder der blev taget for et par uger siden.

Hugsuður from Melaleiti is a six year old stallion from our breeding. Hugsuður’s sire is Ágústínus from Melaleiti and in many ways he takes after his father, specially in the trott. Following are few pictures of Hugsuður and his trainer Ævar Örn Guðjónsson,  taken couple of weeks ago at the tracks in Sprettur.

Photo date | Myndir dags 14. 08 2016.
Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Gleðilega hátíð!

Ritning-fra-Melaleiti-15juni2016

Gleðilega hátíð! Fyrirsæta lýðveldisdagsins 2016 er Ritning frá Melaleiti, undan Messu frá Melaleiti og Ísaki frá Dýrfinnustöðum. Njótið dagsins!

  Vi fejrer Islands nationaldag, 17. juni, med et foto af Ritning fra Melaleiti; det nye føl efter Messa fra Melaleiti og Ísak fra Dýrfinnustaðir.

  We celebrate the Icelandic National Day, June 17th, with a photo of our new foal: Ritning from Melaleiti. Ritning’s dam is Messa from Melaleiti, sire Ísak from Dýrfinnustaðir.

Ritning frá Melaleiti

Ritning2016-6

Sjöunda júní kastaði Messa brúnu, tvístjörnóttu merfolaldi, sem hefur fengið nafnið Ritning frá Melaleiti. Ritning er undan Ísaki frá Dýrfinnustöðum, sem deginum áður bætti kynbótadóm sinn í 8.36. Ísak er undan Hróðri frá Refsstöðum og List frá Vatnsleysu.

  En af vores dejligste hopper, Messa fra Melaleiti, kom den 7. juni med et fint føl, en sort hoppe med stjerne og snip. Den har fået navnet Ritning fra Melaleiti. Ritning er efter den højkårede Ísak fra Dýrfinnustaðir (8.36), der er efter Hróður fra Refsstaðir og List fra Vatnsleysa. Ritning betyder „den hellige skrift“.

  Early in the morning of June 7th one of our favourite mares, Messa from Melaleiti, foaled this lovely filly, black with star and snip – we named Ritning from Melaleiti. Ritning’s sire is Ísak from Dýrfinnustaðir (breeding valuation 8.36), whose sire is Hróður from Refsstaðir and dam List from Vatnsleysa. Ritning is a biblical name, meaning the „Holy Writ“.

Ritning2016-5

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Vordagur í Melaleiti

Merar og tryppi 22maí2016

Hrossin okkar í Melaleiti undu sér vel í vorblíðunni um síðustu helgi. Folöldin frá því í fyrra hafa þroskast ágætlega í vetur og nokkur þeirra má sjá á meðfylgjandi myndum. Tvær merar eiga að kasta í vor, þær Runa og Messa, en báðar eru fengnar við Ísaki frá Dýrfinnustöðum og við bíðum spennt eftir nýjum folöldum.

Vejret var skønt i Melaleiti i weekenden så her kommer nogle fotos af vores flok der, bl.a. føl fra i fjor som ser ud til at have udviklet sig godt i vinter. To hopper skal fole i foråret, Runa og Messa, og som altid vi glæder os til at se resultatet af sidste års paringer.

 Our flock in Melaleiti enjoyed the mild and sunny weather last weekend. The photos below show some of the yearlings, who have thrived and developed quite well in the winter. Two mares will foal this spring, Runa and Messa, and we look forward to wellcome the new foals, both sired by Ísak from Dýrfinnustaðir.

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Meistari frá Melaleiti og Nót frá Melaleiti
Meistari frá Melaleiti og Nót frá Melaleiti
Miklihvellur frá Melaleiti
Miklihvellur frá Melaleiti

Folöldin dafna vel

Feikn-Júní2015-1
Feikn frá Melaleiti

Folöldin í Melaleiti dafna vel. Það er gaman að fylgjast þroskanum og spá í útlit og skapgerð. Hér má sjá nokkrar myndir sem teknar voru í síðustu viku.

 Føllene i Melaleiti trives godt. Det er sjovt at følge med i deres udvikling og spekulere i karaktertræk og udseende. Her kommer nogle fotos fra i sidste uge.

 The new foals in Melaleiti are doing well. It’s a joy to see them develop and to ponder about the different types, looks and personalities. Here are photos that were taken last week.

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Feikn frá Melaleiti – feiknafín.


Nót frá Melaleiti
Nót frá Melaleiti

Nót frá Melaleiti


Meistari frá Melaleiti
Meistari frá Melaleiti

Meistari frá Melaleiti


Miklihvellur frá Melaleiti
Miklihvellur frá Melaleiti

Mikilhvellur frá Melaleiti


Vottur frá Melaleiti
Vottur frá Melaleiti

Vottur frá Melaleiti

Vottur frá Melaleiti

Vottur-frá-Melaleiti-1-2015

Folöldunum fjölgar enn í Melaleiti þó hvellurinn hafi verið ögn minni í þetta sinn. Í morgun kastaði Vissa frá Efri-Þverá rauðblesóttu hestfolaldi. Vissu fengum við að láni, en hún er hágeng og rúm alhliða hryssa úr ræktun Halldórs Svanssonar. Vissa er undan Fursta frá Efri-Þverá og Hvöt frá Kópavogi og er því komin af stofnhryssum Viljahesta: Nótt frá Uxahrygg (Fmmm) og Gnótt frá Steinmóðarbæ (Mmm). Folaldið hefur fengið nafnið Vottur frá Melaleiti og er undan Gregoríusi frá Melaleiti.

 Endnu et hingsteføl blev født i Melaleiti her til morgen, i det våde og kolde vejr vi har for tiden. Noget mindre en broren fra i går, men også rød med blis, efter Gregoríus fra Melaleiti. Moren er Vissa fra Efri-Þverá, som vi har lånt fra Halldór Svansson. Faren til Vissa er Fursti fra Efri-Þverá og Hvöt fra Kópavogur, der begge to stammer fra Viljahestars stam-hopper: Nótt fra Uxahrygg (Fmmm) og Gnótt fra Steinmóðarbæ (Mmm). Den lille hingst fik navnet Vottur fra Melaleiti, som kan betyde bl.a. vidne, bevis eller en „en smule“.

 Yet another foal was born this morning in Melaleiti. A small chestnut colt with a blaze sired by Gregoríus from Melaleiti. The dam is Vissa from Efri-Þverá, a mare we borrowed for breeding from Halldór Svansson. Sire to Vissa is Fursti from Efri-Þverá, dam Hvöt from Kópavogur, both originating from our first breeding mares: Nótt from Uxahryggur and Gnótt from Steinmóðarbær. The foal got the name Vottur from Melaleiti, that can mean:“a witness”, “a sign” or even “a bit”. Despite the wet and cold weather this newborn little colt stood tall.

Vottur-frá-Melaleiti-2-2015

Click on the images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.