Heim á spretti

20142612MelaleitiHross

Það var sprettur á hrossunum þegar við tókum þau heim af flóanum af öðrum degi jóla. Þau vissu vel hvað í vændum væri: ilmandi heyrúllur heima við bæ. Það er regla hjá okkur að öll hross standi í heyi um áramótin, í þeirri von að þau haldi ró þegar skoteldadrunurnar frá nágrannabyggðum hefjast á gamlárskvöldi. Við erum þó ekki í rónni fyrr en við vitjum hrossanna í birtingu á nýársdag og finnum þau öll með tölu á sínum stað.

20142612MelaleitiHross1

  Der hærskede løbeglæde i den blandede flok rideheste, plage og ungheste når vi hentede dem fra græsgangene på anden juledag. De vidste også godt hvad der var i vente: duftende frisk hø fra et par nyåbnede høballer. Som regel fodrer vi alle vores heste særlig godt ved årsskiftet og håber at de bedre holder ro når fyrværkeriet begynder i nærliggende byer på nytårsaften. Vi selv er først uden bekymring når vi har tilset dem alle sammen ved første daggry på nytårsmorgen.

20142612MelaleitiHross2 Arun

  There was joyful running when we brought a group of our older horses home to the farm on the 2nd day of Christmas. The horses knew exactly what lay ahead: green hay from freshly opened hay bales. As a rule we permit the horses to have free access to the feed in the last days up to New Years Eve. That way we hope they will stay more calm when the inferno of fireworks breaks out in the villages and homesteads nearby. However, by the first morning light on the first day of the year, we are there to check on them all.

20142612MelaleitiHross4 20142612MelaleitiHross3 20142612MelaleitiHross5

Ungviðið á jólum 2014

Uppljóstrun frá Ytri-Hofdölum Dec-2014

Það var blíðviðri á öðrum degi jóla þegar við heilsuðum upp á folaldsmerar og þeirra afkvæmi í Melaleiti. Folöldin eru sjö frá því í sumar og munu þau ganga með mæðrum sínum fram á vor.  Auk þeirra er í hópnum veturgömul Glámsdóttir, Uppljóstrun frá Ytri-Hofdölum, en móðir hennar er Baldursdóttirin Gletta frá Bakka.

  På en af de gode dage i julen gik vi til følhoppene og hilste på flokken. Vi avlede syv føl i år og de får lov til gå sammen med deres mødre indtil hen på foråret. I flokken går også vores eneste 1 årige plage, datter af Glámur fra HofsósUppljóstrun fra Ytri-Hofdalir. Uppljóstrun’s mor er Gletta fra Bakki, datter af Baldur from Bakki.

  We visited our flock of mares and foals on the second day of Christmas. The foals from this year are seven in number and they will follow their mothers until early spring. In the flock is also our only yearling, Uppljóstrun from Ytri-Hofdalir, sired by Glámur from Hofsós. Uppljóstrun’s mother is Gletta from Bakki, sired by the well-known stallion Baldur from Bakki.

Click on images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

 

Ágústínusardætur

2014 26des Melaleiti

Ágústínusardæturnar Menntun og Dýrvin (fæddar 2010) komu heim í desember eftir að hafa verið í tamningu í Skipanesi í sumar og haust. Menntun, sem undan Erlu-Birtingi, hefur frá fyrsta degi verið óttalegur heimalningur og hélt þeim háttum af bæ. Dýrvin, sem er undan Dýrfinnu, kom vel út í tamningunni og er bráðefnileg klárhryssa. Þær fá nú frí frá frekari tamningum eitthvað fram á vorið. 

  To døtre af ÁgústínusMenntun og Dýrvin kom hjem i desember, men de har været i træning i Skipanes i sommer og efteråret. Menntun, der er datter af Erla-Birtingur, har lige fra fødslen været frisk og frejdig og beholdt sine karaktertræk gennem træningsperioden. Dýrvin, der er efter Dýrfinna, viste sig at være meget lovende firegænger. Søstrene holder nu pause fra træningen indtil hen på foråret.

 Two young mares, sired by Ágústínus from Melaleiti, came home in December after a period of training in Skipanes. Menntun, who’s dam is Erla-Birtingur, has a bold and fearless character. Dýrvin, who’s dam is Dýrfinna, is a promising four-gate mare.

Click on images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Menntun-frá-Melaleiti-2014
Menntun frá Melaleiti, undan Ágústínusi frá Melaleiti og Erlu-Birtingi frá Hofsósi
Dýrvin og Menntun Dec-2014
Dýrvin frá Melaleiti og Menntun frá Melaleiti
Dýrvin frá Melaleiti Dec-2014
Dýrvin frá Melaleiti, undan Ágústínusi frá Melaleiti og Dýrfinnu frá Hofsósi

Menntun-og-Dýrvin-2014
Menntun og Dýrvin 1 Dec-2014

 

Gengið til hrossa – vonir og væntingar

Hrossin-1309-2014

Stór þáttur í allri hrossarækt er vonin, vonin um gæðinginn í því ungviði sem er að vaxa úr grasi. Stundum standast væntingarnar en í öðrum tilfellum ganga þær ekki eftir, af ýmsum ástæðum. Í Melaleitisstóðinu er að finna áhugaverð tryppi sem við erum spennt fyrir, m.a. undan heimahestunum Glámi frá Hofsósi og Ágústínusi frá Melaleiti; Vatnsleysuhestunum Glampa, Andra og Lord; Árelíusi Ágústínusarsyni frá Hemlu II og Tígri frá Álfhólum, – svo eitthvað sé nefnt. Hér fyrir neðan eru myndir af nokkrum tryppum í stóðinu núna í september.

  Stor del af charmen ved avl af hester er forventningerne til unghesterne: at de en dag måske bliver til „gæðingur“ hvis allt går efter planen. Nogle gange går forventningerne op i en højere enhed men i andre tilfælder ebber de ud, – af forskellige grunde. Blandt unghestene i Melaleiti er afkom efter Lord, Andri og Glampi fra Vatnsleysa; og efter hingste fra vores avl: Glámur og Ágústínus; samt Ágústínussønnen Árelíus fra Hemla II, for at nævne nogle. Her kommer nogle fotos fra nu i september, af unge hopper og vallaker i flokken. (Tak til Svava Svansdóttir for en del fotos!)

 One of the largest driving forces in horsebreeding is the hope: the expectations one has to the young unbroken horses in the flock. Sometimes the expectations are fulfilled but other times the horses don’t live up to the goal, for many reasons. We like to think we have some interesting young horses in our flock, soon to be heading for training. Some are sired by stallions from our own bred, like Glámur from Hofsós and Ágústínus from Melaleiti; others by good stallions from Vatnsleysa: Glampi, Andri and Lord; and some by Árelíus from Hemla II (son of Ágústínus) and Tígur from Álfhólar. All photos taken in September.

Árún-1309-2014
Árún frá Mosfelli. F: Ágústínus frá Melaleiti M: Vogun frá Varmalæk
Náttvörður-1309-2014
Náttvörður frá Kópavogi. F: Glámur frá Hofsósi M: Nótt frá Kópavogi. Eigandi Svanur Halldórsson

Click on images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Click on images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Folöldin í september

OfgnóttogÆtt-1-1309-2014

Það var ró yfir stóðinu í Melaleiti í gær, eins og vera ber á góðum degi. Folöldin stækka og þrífast með ágætum. Myndasyrpan hér fyrir neðan er af folöldunum sem við fengum í vor. Merfolöldin eru fimm: Ætt, Mæla, Nifteind, Hánótt og Röð. Hestfolöldin eru tvö: Messías og Gíll. Fleiri myndir af folöldum ársins má finna með því að smella hér, eða með því að lesa póstana hér.

  Her kommer en lille foto-rapport med føllene fra i år. Hopper, føl og vallaker gik og græssede i ro og mag i Melaleiti i går. Føllene er ved godt huld og vi kan kun glæde os til at følge med i deres udvikling. Hoppeføllene er fem: Ætt, Mæla, Nifteind, Hánótt og Röð. Hingstføllene er to: Messías og Gíll. Flere fotos af årets føl kan ses her, eller via tidligere blog indlæg her.

 Our flock of horses enjoyed the nice, sunny weather at the farm yesterday, grazing the pastures. The foals have grown in every way and we look forward to watch their further development. The fillies are five: Ætt, Mæla, Nifteind, Hánótt og Röð; and the colts are two: Messías og Gíll. For more photos of our foals click here, or read older blog posts here.

Click on images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

Hvinur í lofti, gíll á himni!

Hvinur-1-28082014

Á ferðum mínum um Húnavatnssýslur síðustu ár hef ég rekist á mörg bráðfalleg og ganggóð tryppi undan Álfs- og Hrímusyninum Hvini frá Blönduósi. Í vor var því ákveðið að ein af sparihryssunum, Glás frá Hofsósi, færi undir Hvin. Glás og folaldið hennar frá því í vor, Gíll frá Melaleiti, voru sótt á Blönduós í vikunni sem leið. Þar sem við vorum á heimleið, með Glás og Gíl á kerrunni, birtist okkur á kvöldhimninum ljósfyrirbrigðið sem Gíll dregur nafn sitt af. Gíll fór á undan sólu yfir Borgarvirki, en þokan vall um fjallaskörð. Heima í Melaleiti tók Gíll nafngiftina alvarlega og rann á undan öðrum í hópnum.

SólGíllBorgarvirki-28082014

  På mine rejser til forskellige gårde i Húnavatnssýslur i nord Island har jeg lagt mærke til flere elegante og velgående ungheste efter hingsten Hvinur fra Blönduós. Derfor faldt valget på Hvinur som hingst for Glás fra Hofsós denne sommer. I ugen blev Glás og hendes føl fra i år, Gíll fra Melaleiti, hentet på Blönduós, hvor de har gået sammen med Hvinur. Det var så meget passende at vi på vejen hjem til Melaleiti fik at se det lysfæomen Gíll har sit navn efter: en bisol eller solhund, på den smukke aftenhimmel. Hjemme i Melaleiti var Gíll lige så tapper og løb foran de andre i flokken.

  When travelling in the Húnavatnssýslur area I have been taking notice of some handsome young horses, with excellent movements, sired by Hvinur from Blönduós. So this year one of our mares, Glás from Hofsós, went to Hvinur. Late last week we took Glás and her foal from this year, Gíll from Melaleiti, back to our farm. And very much apropos: On the way home we got to see the light phenomenon „gíll“ in the sky, the name for the phantom sun, or the sun-dog, that can appear on the right of the sun. At home in Melaleiti Gíll was just as gallant and ran before the others in the flock.

Glás-og-Gíll-1-30082014
Gíll-30082014

Click on images to enlarge | Smellið á myndirnar til að stækka.

 

Hugsuður og Eldfari

Hugsuður-og-Eldfari-1-27082014

Á Stóru-Ásgeirsá stilltu þeir sér upp til myndatöku s.l. miðvikudag: Hugsuður frá Melaleiti (t.h) og Eldfari frá Stóru-Ásgeirsá (t.v). Hugsuður er brúnn, 4 vetra foli undan Ágústínusi. Eldfari er alhliða gæðingur af bestu gerð, undan Hugin frá Haga, albróðir glæsihryssunnar Furu frá Stóru-Ásgeirsá sem vakti mikla athygli á reiðhallasýningum í vetur. Ein af hryssunum okkar, Nótt frá Kópavogi, fór undir Eldfara fyrr í sumar.

  Disse to modtog os og Gregoríus når vi ankom til Stóra-Ásgeirsá i sidste uge. Den sorte er Hugsuður fra Melaleiti, en lovende unghingst i vores eje, efter Ágústínus fra Melaleiti. Den skimmel farvede hingst er Eldfari fra Stóra-Ásgeirsá, der ejes af Elías Guðmundsson, og er en højtkåret femgænger (9.5 for pass) efter Huginn fra Hagi. En af vores hopper, Nótt fra Kópavogur, blev bedækket af Eldfari denne sommer.

  These two stallions met us when we arrived at Stóra-Ásgeirsá with Gregoríus last week. The black one is one of our stallions, Hugsuður from Melaleiti. The grey one is Eldfari from Stóra-Ásgeirsá sired by Huginn from Hagi. Eldfari is a first prize five-gaited stallion (9.5 for pace), owned by Elías Guðmundsson at Stóra-Ásgeirsá. This summer we had Eldfari to serve one of our mares, Nótt from Kópavogur.

Hugsuður-og-Eldfari-2-27082014
Hugsuður-27082014
Eldfari-27082014

Gregoríus í hausthögum

Gregoríus-1-270814

Gregoríus hefur nú lokið skyldustörfum í Melaleiti þetta sumarið og í vikunni fórum við með í hann graðhestahólf á Stóru-Ásgeirsá. Þar var tekið hressilega á móti honum af félögum hans frá fyrri árum. Í gegnum tíðina hafa margir af graðhestum okkar verið í uppeldi á Stóru-Ásgeirsá við frábæran viðgjörning.

Gregoríus-5-270814

  Vores hingst Gregoríus har overstået sin pligt blandt hoppene i Melaleiti denne sommer. I ugen blev han transporteret til gården Stóra-Ásgeirsá in Nord Island, hvor han blev godt modtaget af sine ungdomskammarater. På Stóra-Ásgeirsá er stor del af vores hingster opvokset under optimale betingelser.

  This summer our stallion Gregoríus has been with few mares in Melaleiti but now the season is already over. This week we took him to the farm Stóra-Ásgeirsá in the north of Iceland where he will spend the autumn. There he was brought op as a young colt under excellent conditions, as many of our stallions. Of course he was well received by his fellow comrades!

This slideshow requires JavaScript.

Gregoríus-7-270814

Massi

Massi02082014

Við sögðum frá því hérMassi frá Melaleiti væri kominn heim í frumraun sína sem graðhestur í Melaleiti. Ekki hefur borið á öðru en hann hafi staðið sig með sóma. Hér er hann í Skálatungu 2. ágúst ásamt Ofgnótt og folaldinu hennar, Ætt frá Melaleiti

  I juni fortalte vi (fotos her) at Massi fra Melaleiti var kommet hjem for at være med hopper for første gang i Melaleiti. Det endte dog med at vi valgte kun én hoppe: Ofgnótt fra Melaleiti. Vi tror det har gået fint og Massi ser godt ud efter sommeren i Melaleiti.

  In June our stallion Massi from Melaleiti was home to be with mares (see photos here). We decided that for his first time as a stallion, one mare would do: Ofgnótt from Melaleiti. From what we can tell, all has been fine in the corral and Massi looks good after these weeks of grazing in Melaleiti.