Greinasafn fyrir merki: Afkvæmi Ágústínusar frá Melaleiti

Dýrðlingur frá Melaleiti 2020

🇮🇸  Það er löngu tímabært kynna til sögunnar nýjasta afsprengið í hrossahópnum. Tíunda júní kastaði Dýrð frá Melaleiti sínu fyrsta folaldi, léttstígum rauðjörpum hesti, sem nú fengið hefur nafnið Dýrðlingur. Folaldið er einnig fyrsta afkvæmi föðursins, sem er Rustikus frá … Halda áfram að lesa

Birt í Folöld / Foals 2020 | Merkt , , , , , , , , | Færðu inn athugasemd

Forgjöf frá Melaleiti 2020

🇮🇸  Þann 25. maí, kastaði Ágústínusar-dóttirin, Dýrvin frá Melaleiti þessu laglega merfolaldi sem hefur hlotið nafnið Forgjöf. Forgjöf frá Melaleiti er undan Gusti frá Efri-Þverá (8.33). Ræktendur og eigendur er Sigurður Halldórsson og Jónína Björk Vilhjálmsdóttir. Að vanda er nafnið til … Halda áfram að lesa

Birt í Folöld / Foals 2020 | Merkt , , , , , , , , | Færðu inn athugasemd

Ábati frá Melaleiti

🇮🇸  Ágústínusar-dóttirin Árún kastaði í blíðunni á hvítasunnudag. Þá bættist í hópinn sótrauður hestur undan Lord frá Vatnsleysu. Nafnið er Ábati frá Melaleiti, en við bíðum sem oftar eftir grænu ljósi frá nafnabanka Veraldarfengs. Hvað litinn varðar er ekki ólíklegt … Halda áfram að lesa

Birt í Folöld / Foals 2019 | Merkt , , , , , , , , | Færðu inn athugasemd

Smá áróður

Nánast frá fyrsta degi var ljóst að Áróður frá Melaleiti (f. 7. ágúst 2017) væri mögulegt graðhestefni, svo hreyfingaglaður og sporléttur sem hann er. Áróður er undan Ágústínusardótturinni Árúnu frá Mosfelli og Sirkusi frá Garðshorni á Þelamörk (8.61). Mikilvægur þáttur í … Halda áfram að lesa

Birt í Folöld / Foals 2017, Stóðhestar / Stallions | Merkt , , , , , , , , , , | Slökkt á athugasemdum við Smá áróður

Áróður frá Melaleiti

Eftir langa bið kastaði Ágústínusardóttirin Árún frá Mosfelli brúnstjörnóttu hestfolaldi á frídegi verslunarmanna, 7. ágúst. Folaldið hefur hlotið nafnið Áróður frá Melaleiti. Áróður er undan Sirkusi frá Garðshorni (8.61) sem stóð efstur í flokki 4. vetra stóðhesta á síðasta landsmóti á Hólum. … Halda áfram að lesa

Birt í Folöld / Foals 2017, Merar / Mares | Merkt , , , , , , | Slökkt á athugasemdum við Áróður frá Melaleiti

Vor í Melaleiti

Það er langt síðan við höfum sagt fréttir af hrossunum okkar í Melaleiti og því koma hér nokkrar stemningsmyndir úr vorinu. Allt grænkar og vex og hrossin koma vel undan vetri. Þrjár fylfullar merar bíða þess að kasta í hólfi við … Halda áfram að lesa

Birt í Melaleiti / The farm, Merar / Mares, Stóðið / The flock | Merkt , , , , , , , | Slökkt á athugasemdum við Vor í Melaleiti

Hugsuður í ágúst

Hugsuður frá Melaleiti er sex vetra stóðhestur undan Ágústínusi sem við eigum í félagi með Ævari Erni Guðjónssyni. Hugsuður hefur verið í góðri framför frá því Ævar fékk hann til sín síðastliðið haust, fremur lítið gerðan. Hann líkist föður sínum á … Halda áfram að lesa

Birt í Stóðhestar / Stallions, Tamningar / Training | Merkt , , , , , | Færðu inn athugasemd

Spraki

Spraki er moldóttur graðhestur á fjórða vetur undan Árelíusi frá Hemlu og Spekt frá Lýtingsstöðum og hefur að undanförnu verið í tamningu hjá Herði Óla og Jessie í Gröf í Víðidal. Spraki hefur reynst auðtaminn og sinnugur. Sem folald vakti hann athygli okkar fyrir hve takthreinn … Halda áfram að lesa

Birt í Folöld / Foals 2012, Stóðhestar / Stallions, Tamningar / Training | Merkt , , , , , | Færðu inn athugasemd

Áfanga náð – Ágústínus frá Melaleiti

Nýtt kynbótamat var reiknað á dögunum eftir að kynbótasýningum ársins lauk. Einn af hestunum sem nú náði mörkum til 1. verðlauna fyrir afkvæmi er Ágústínus frá Melaleiti. Nítján afkvæmi Ágústínusar hafa skilað sér til dóms, þar af hafa 14 hlotið 1. verðlaun. … Halda áfram að lesa

Birt í Dómar / Judges, Stóðhestar / Stallions | Merkt , , , , , , , | Slökkt á athugasemdum við Áfanga náð – Ágústínus frá Melaleiti

Hugsuður í tamningu í Skipanesi

Hugsuður, er graðhestur á fimmta vetur í okkar eigu sem hefur verið í göngu við frábært atlæti á Stóru-Ásgeirsá frá því snemmsumars í fyrra. Hann er nú loksins mættur á Vesturlandið – kom í tamningu til Guðbjarts í Skipanesi rétt fyrir páska, … Halda áfram að lesa

Birt í Stóðhestar / Stallions | Merkt , | Slökkt á athugasemdum við Hugsuður í tamningu í Skipanesi